Körfubolti

Kobe Bryant verður klár í slaginn í fyrsta leik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kobe í leik með Lakers á síðasta tímabili.
Kobe í leik með Lakers á síðasta tímabili. Vísir/Getty
Körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant sem leikur með Los Angeles Lakers fékk á dögunum grænt ljós frá læknum að hefja æfingar með liði sínu á ný áður en NBA-deildin hefst í næsta mánuði.

Bryant sem er orðinn 37 árs gamall er að hefja sína 20. leiktíð í NBA-deildinni en hann hefur leikið með Los Angeles Lakers allan sinn feril. 

Hefur hann fimm sinnum orðið meistari með liðinu en hann er þriðji stigahæsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar eftir að hafa skotist upp fyrir Michael Jordan á síðasta tímabili.

Bryant hefur undanfarin ár glímt við gríðarlega mikið af meiðslum en hann tók aðeins þátt í 35 leikjum á síðasta tímabili eftir að hafa verið nýkominn af stað á ný eftir að hafa slitið hásin.

Fór hann í aðgerð á öxlinni þann 28. janúar síðastliðinn en hann var með 22,3 stig, 5,7 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í 35 leikjum á leiktíðinni fram að því.

Bryant sem á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Lakers er með á ferlinum 25,4 stig, 5,3 frákast í leik, 4,8 stoðsendingu og 1,5 stolinn bolta að meðaltali í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×