Körfubolti

Heimsfriður skrifaði undir eins árs samning hjá Lakers

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Metta World Peace í leik með Lakers.
Metta World Peace í leik með Lakers. Vísir/Getty
Metta World Peace skrifaði í nótt undir eins árs samning hjá Los Angeles Lakers í NBA-deildinni og snýr hann því aftur til liðsins eftir tveggja ára heimsreisu.

Hinn 35 árs gamli World Peace hefur leikið með New York Knicks, Sichuan Blue Whales í kínversku deildinni og Pallacanestro Cantú í ítölsku deildinni frá því að hann var leystur undan samningi hjá Lakers sumarið 2013.

Samningurinn er til eins árs en honum er ætlað að aðstoða yngri leikmenn liðsins en hann hefur æft með Julius Randle sem Lakers völdu með 6. valrétt nýliðavalsins á síðasta ári í sumar.

Félagið getur sagt upp samningi hans hvenær sem er en félagið þarf að losna við fjóra leikmenn til þess að vera með 15 manna leikmannahóp líkt og reglur NBA-deildarinnar segja til um.

World Peace þykir skrautlegur karakter en hann breytti á sínum tíma nafni sínu úr Ron Artest í Metta World Peace en hann tók einnig upp kínverska nafnið The Panda's friend.

Þá var hann á sínum tíma settur í eins árs leikbann fyrir að hafa farið upp í stúku og ráðist á áhorfenda Detroit Pistons sem leikmaður Indiana Pacers.



NBA

Tengdar fréttir

Heimsfriður án félags

New York Knicks rifti í gær samningi þeirra Metta World Peace og Beno Udrih.

Heimsfriðurinn æfir með Lakers

Metta World Peace æfir þessa dagana með Los Angeles Lakers en hann er í viðræðum við félagið um eins árs samning þar sem honum er ætlað að miðla af reynslu sinni til ungra leikmanna liðsins.

Ron Artest ætlar að setja NBA-meistarahringinn sinn á uppboð

Körfuboltamaðurinn Ron Artest segist vera klár í verkefnið að vinna annan NBA-meistaratitil með Los Angeles Lakers ekki síst þar sem hann ætlar að gefa meistarahringinn sem hann fékk fyrir sigurinn á síðasta tímabili.

Heimsfriðurinn verður Pönduvinurinn

Metta World Peace ákvað í tilefni þess að að hann væri búinn að skrifa undir hjá kínversku liði að breyta nafni sínu í Pandas Friend eða Pönduvinurinn.

Artest vill heita Metta World Peace

Körfuboltakappinn Ron Artest hjá Los Angeles Lakers fer sínar eigin leiðir og nú hefur hann formlega sótt um að breyta nafni sínu í "Metta World Peace."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×