Riðlakeppninni á Evrópumótinu í körfubolta lauk í dag en nú er ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum.
Riðlarnir fjórir voru leiknir í fjórum borgum víðs vegar um Evrópu; Montpellier í Frakklandi, Berlín í Þýskalandi, Zagreb í Króatíu og Ríga í Lettlandi.
Fjögur lið fóru upp úr hverjum riðli en 16-liða úrslitin hefjast með fjórum leikjum á laugardaginn. Útsláttarkeppnin er öll leikin í Lille í Frakklandi.
Þessi lið mætast í 16-liða úrslitunum:
Laugardagur 12. september:
Lettland - Slóvenía
Grikkland - Belgía
Spánn - Pólland
Frakkland - Tyrkland
Sunnudagur 13. september:
Króatía - Tékkland
Serbía - Finnland
Ísrael - Ítalía
Litháen - Georgía
Svona fór riðlakeppnin (tvö stig fengust fyrir sigur, eitt fyrir tap):
A-riðill, Montpellier
1. Frakkland 5-0 10 stig
2. Ísrael 3-2 8 stig
3. Pólland 3-2 8 stig
4. Finnland 2-3 7 stig
5. Rússland 1-4 6 stig
6. Bosnía 1-4 6 stig
B-riðill, Berlín
1. Serbía 5-0 10 stig
2. Spánn 3-2 8 stig
3. Ítalía 3-2 8 stig
4. Tyrkland 3-2 8 stig
5. Þýskaland 1-4 6 stig
6. Ísland 0-5 5 stig
C-riðill, Zagreb
1. Grikkland 5-0 10 stig
2. Króatía 3-2 8 stig
3. Slóvenía 3-2 8 stig
4. Georgía 2-3 7 stig
5. Makedónía 1-4 6 stig
6. Holland 1-4 6 stig
D-riðill, Ríga
1. Litháen 4-1 9 stig
2. Lettland 3-2 8 stig
3. Tékkland 3-2 8 stig
4. Belgía 3-2 8 stig
5. Eistland 1-4 6 stig
6. Úkraína 1-4 6 stig
Þessi lið mætast í 16-liða úrslitunum á EM
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn



Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn

Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
