Riðlakeppninni á Evrópumótinu í körfubolta lauk í dag en nú er ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum.
Riðlarnir fjórir voru leiknir í fjórum borgum víðs vegar um Evrópu; Montpellier í Frakklandi, Berlín í Þýskalandi, Zagreb í Króatíu og Ríga í Lettlandi.
Fjögur lið fóru upp úr hverjum riðli en 16-liða úrslitin hefjast með fjórum leikjum á laugardaginn. Útsláttarkeppnin er öll leikin í Lille í Frakklandi.
Þessi lið mætast í 16-liða úrslitunum:
Laugardagur 12. september:
Lettland - Slóvenía
Grikkland - Belgía
Spánn - Pólland
Frakkland - Tyrkland
Sunnudagur 13. september:
Króatía - Tékkland
Serbía - Finnland
Ísrael - Ítalía
Litháen - Georgía
Svona fór riðlakeppnin (tvö stig fengust fyrir sigur, eitt fyrir tap):
A-riðill, Montpellier
1. Frakkland 5-0 10 stig
2. Ísrael 3-2 8 stig
3. Pólland 3-2 8 stig
4. Finnland 2-3 7 stig
5. Rússland 1-4 6 stig
6. Bosnía 1-4 6 stig
B-riðill, Berlín
1. Serbía 5-0 10 stig
2. Spánn 3-2 8 stig
3. Ítalía 3-2 8 stig
4. Tyrkland 3-2 8 stig
5. Þýskaland 1-4 6 stig
6. Ísland 0-5 5 stig
C-riðill, Zagreb
1. Grikkland 5-0 10 stig
2. Króatía 3-2 8 stig
3. Slóvenía 3-2 8 stig
4. Georgía 2-3 7 stig
5. Makedónía 1-4 6 stig
6. Holland 1-4 6 stig
D-riðill, Ríga
1. Litháen 4-1 9 stig
2. Lettland 3-2 8 stig
3. Tékkland 3-2 8 stig
4. Belgía 3-2 8 stig
5. Eistland 1-4 6 stig
6. Úkraína 1-4 6 stig
Þessi lið mætast í 16-liða úrslitunum á EM
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
