Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn ingvar haraldsson skrifar 11. september 2015 09:46 Þingmennirnir vilja umtalsverðar framkvæmdir við höfnina í Þorlákshöfn. vísir/rósa Sjö þingmenn Suðurkjördæmis úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Bjartri Framtíð hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem skorað er á á innanríkisráðherra að fela Vegagerðinni að hefja undirbúning að hönnun og stækkun Þorlákshafnar svo hún verði stórskipahöfn. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar gæti orðið á milli átta og ellefu milljarðar króna. Eftir stækkunina eigi Þorlákshöfn að tekið á móti skipum í Panmax-flokki sem séu allt að 290 metra löng og allt að 80 þúsund tonn að stærð og geti flutt allt að 12 þúsund TEU-gámaeiningar. Til samanburðar eru Dettifoss og Goðafoss, stærstu skip íslenska skipaflutningaflotans, 1457 gámaeiningar.Gæti orðið umskipunarhöfn milli Bandaríkjanna og Evrópu Ráðgert er að höfnin gæti orðið umskipunarhöfn fyrir vörur á leið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þá sé mikil uppbygging fyrirhuguð í Þorlákshöfn á næstu árum á sviði iðnaðar, stóriðju og matvælaiðnaðar. „Við uppbygginguna verður lögð áhersla á að nýta auðlindir og aðstöðu sem fyrir er með áherslu á iðnað sem vel fellur að umhverfinu. Samhliða er ráðgert að byggja upp hafnaraðstöðu samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til stórskipahafnar. Auk þess að nýta hafnaraðstöðuna fyrir inn- og útflutning til landsins er höfninni ætlað að vera inn- og útflutningshöfn fyrir iðnaðarsvæðið,“ segir í tillögunni. Þá sé Þorlákshöfn eina þjónustuhöfnin fyrir allt Suðurlandsundirlendið. „Á Suðurlandi eru mikil tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar. Erlend stórfyrirtæki í ýmsum greinum stóriðju hafa staðið í viðræðum við bæjaryfirvöld í Ölfusi um uppbyggingu sem hefði mikla og jákvæða þýðingu fyrir Suðurland og landið allt. Því skiptir miklu máli að geta brugðist við eftirspurninni með stuttum fyrirvara og augljóst er að nauðsynlegir innviðir, svo sem hafnaraðstaða, þurfa að vera fyrir hendi,“ segir jafnframt í tillögunni. Þá er fullyrt að líklega muni þrengja verulega að Sundahöfn á næstu árum, m.a. vegna hugmynda um blandaða íbúðarbyggð á iðnaðarsvæðinu neðan við Sæbraut. „Þá leitar hafnarstarfsemin annað, hugsanlega í Þorlákshöfn sem hefur nægt landrými og liggur vel við siglingum. Auk þess er Árborgarsvæðið öflugt bakland með fjölþættri þjónustu og er aðeins í 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.“ Alþingi Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Sjö þingmenn Suðurkjördæmis úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Bjartri Framtíð hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem skorað er á á innanríkisráðherra að fela Vegagerðinni að hefja undirbúning að hönnun og stækkun Þorlákshafnar svo hún verði stórskipahöfn. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar gæti orðið á milli átta og ellefu milljarðar króna. Eftir stækkunina eigi Þorlákshöfn að tekið á móti skipum í Panmax-flokki sem séu allt að 290 metra löng og allt að 80 þúsund tonn að stærð og geti flutt allt að 12 þúsund TEU-gámaeiningar. Til samanburðar eru Dettifoss og Goðafoss, stærstu skip íslenska skipaflutningaflotans, 1457 gámaeiningar.Gæti orðið umskipunarhöfn milli Bandaríkjanna og Evrópu Ráðgert er að höfnin gæti orðið umskipunarhöfn fyrir vörur á leið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þá sé mikil uppbygging fyrirhuguð í Þorlákshöfn á næstu árum á sviði iðnaðar, stóriðju og matvælaiðnaðar. „Við uppbygginguna verður lögð áhersla á að nýta auðlindir og aðstöðu sem fyrir er með áherslu á iðnað sem vel fellur að umhverfinu. Samhliða er ráðgert að byggja upp hafnaraðstöðu samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til stórskipahafnar. Auk þess að nýta hafnaraðstöðuna fyrir inn- og útflutning til landsins er höfninni ætlað að vera inn- og útflutningshöfn fyrir iðnaðarsvæðið,“ segir í tillögunni. Þá sé Þorlákshöfn eina þjónustuhöfnin fyrir allt Suðurlandsundirlendið. „Á Suðurlandi eru mikil tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar. Erlend stórfyrirtæki í ýmsum greinum stóriðju hafa staðið í viðræðum við bæjaryfirvöld í Ölfusi um uppbyggingu sem hefði mikla og jákvæða þýðingu fyrir Suðurland og landið allt. Því skiptir miklu máli að geta brugðist við eftirspurninni með stuttum fyrirvara og augljóst er að nauðsynlegir innviðir, svo sem hafnaraðstaða, þurfa að vera fyrir hendi,“ segir jafnframt í tillögunni. Þá er fullyrt að líklega muni þrengja verulega að Sundahöfn á næstu árum, m.a. vegna hugmynda um blandaða íbúðarbyggð á iðnaðarsvæðinu neðan við Sæbraut. „Þá leitar hafnarstarfsemin annað, hugsanlega í Þorlákshöfn sem hefur nægt landrými og liggur vel við siglingum. Auk þess er Árborgarsvæðið öflugt bakland með fjölþættri þjónustu og er aðeins í 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.“
Alþingi Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira