Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn ingvar haraldsson skrifar 11. september 2015 09:46 Þingmennirnir vilja umtalsverðar framkvæmdir við höfnina í Þorlákshöfn. vísir/rósa Sjö þingmenn Suðurkjördæmis úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Bjartri Framtíð hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem skorað er á á innanríkisráðherra að fela Vegagerðinni að hefja undirbúning að hönnun og stækkun Þorlákshafnar svo hún verði stórskipahöfn. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar gæti orðið á milli átta og ellefu milljarðar króna. Eftir stækkunina eigi Þorlákshöfn að tekið á móti skipum í Panmax-flokki sem séu allt að 290 metra löng og allt að 80 þúsund tonn að stærð og geti flutt allt að 12 þúsund TEU-gámaeiningar. Til samanburðar eru Dettifoss og Goðafoss, stærstu skip íslenska skipaflutningaflotans, 1457 gámaeiningar.Gæti orðið umskipunarhöfn milli Bandaríkjanna og Evrópu Ráðgert er að höfnin gæti orðið umskipunarhöfn fyrir vörur á leið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þá sé mikil uppbygging fyrirhuguð í Þorlákshöfn á næstu árum á sviði iðnaðar, stóriðju og matvælaiðnaðar. „Við uppbygginguna verður lögð áhersla á að nýta auðlindir og aðstöðu sem fyrir er með áherslu á iðnað sem vel fellur að umhverfinu. Samhliða er ráðgert að byggja upp hafnaraðstöðu samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til stórskipahafnar. Auk þess að nýta hafnaraðstöðuna fyrir inn- og útflutning til landsins er höfninni ætlað að vera inn- og útflutningshöfn fyrir iðnaðarsvæðið,“ segir í tillögunni. Þá sé Þorlákshöfn eina þjónustuhöfnin fyrir allt Suðurlandsundirlendið. „Á Suðurlandi eru mikil tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar. Erlend stórfyrirtæki í ýmsum greinum stóriðju hafa staðið í viðræðum við bæjaryfirvöld í Ölfusi um uppbyggingu sem hefði mikla og jákvæða þýðingu fyrir Suðurland og landið allt. Því skiptir miklu máli að geta brugðist við eftirspurninni með stuttum fyrirvara og augljóst er að nauðsynlegir innviðir, svo sem hafnaraðstaða, þurfa að vera fyrir hendi,“ segir jafnframt í tillögunni. Þá er fullyrt að líklega muni þrengja verulega að Sundahöfn á næstu árum, m.a. vegna hugmynda um blandaða íbúðarbyggð á iðnaðarsvæðinu neðan við Sæbraut. „Þá leitar hafnarstarfsemin annað, hugsanlega í Þorlákshöfn sem hefur nægt landrými og liggur vel við siglingum. Auk þess er Árborgarsvæðið öflugt bakland með fjölþættri þjónustu og er aðeins í 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.“ Alþingi Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Sjö þingmenn Suðurkjördæmis úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Bjartri Framtíð hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem skorað er á á innanríkisráðherra að fela Vegagerðinni að hefja undirbúning að hönnun og stækkun Þorlákshafnar svo hún verði stórskipahöfn. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar gæti orðið á milli átta og ellefu milljarðar króna. Eftir stækkunina eigi Þorlákshöfn að tekið á móti skipum í Panmax-flokki sem séu allt að 290 metra löng og allt að 80 þúsund tonn að stærð og geti flutt allt að 12 þúsund TEU-gámaeiningar. Til samanburðar eru Dettifoss og Goðafoss, stærstu skip íslenska skipaflutningaflotans, 1457 gámaeiningar.Gæti orðið umskipunarhöfn milli Bandaríkjanna og Evrópu Ráðgert er að höfnin gæti orðið umskipunarhöfn fyrir vörur á leið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þá sé mikil uppbygging fyrirhuguð í Þorlákshöfn á næstu árum á sviði iðnaðar, stóriðju og matvælaiðnaðar. „Við uppbygginguna verður lögð áhersla á að nýta auðlindir og aðstöðu sem fyrir er með áherslu á iðnað sem vel fellur að umhverfinu. Samhliða er ráðgert að byggja upp hafnaraðstöðu samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til stórskipahafnar. Auk þess að nýta hafnaraðstöðuna fyrir inn- og útflutning til landsins er höfninni ætlað að vera inn- og útflutningshöfn fyrir iðnaðarsvæðið,“ segir í tillögunni. Þá sé Þorlákshöfn eina þjónustuhöfnin fyrir allt Suðurlandsundirlendið. „Á Suðurlandi eru mikil tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar. Erlend stórfyrirtæki í ýmsum greinum stóriðju hafa staðið í viðræðum við bæjaryfirvöld í Ölfusi um uppbyggingu sem hefði mikla og jákvæða þýðingu fyrir Suðurland og landið allt. Því skiptir miklu máli að geta brugðist við eftirspurninni með stuttum fyrirvara og augljóst er að nauðsynlegir innviðir, svo sem hafnaraðstaða, þurfa að vera fyrir hendi,“ segir jafnframt í tillögunni. Þá er fullyrt að líklega muni þrengja verulega að Sundahöfn á næstu árum, m.a. vegna hugmynda um blandaða íbúðarbyggð á iðnaðarsvæðinu neðan við Sæbraut. „Þá leitar hafnarstarfsemin annað, hugsanlega í Þorlákshöfn sem hefur nægt landrými og liggur vel við siglingum. Auk þess er Árborgarsvæðið öflugt bakland með fjölþættri þjónustu og er aðeins í 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.“
Alþingi Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira