Mariota hafði betur í baráttu nýju leikstjórnendanna | Öll úrslit gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. september 2015 12:00 Mariota þreytti frumraun sína í NFL-deildinni í gær. Vísir/Getty Marcus Mariota og félagar í Tennessee Titans höfðu betur gegn Tampa Bay Buccaneers 42-14 í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær. Hafði Mariota sem var valinn með öðrum valrétt í nýliðavalinu betur gegn Jameis Winston sem var valinn með fyrsta valrétt. Það var mikið rætt um það fyrir leikinn enda ekki gerst oft að leikstjórnendur sem voru valdir með fyrstu tveimur valréttunum mætist í fyrsta leik. Óhætt er að segja að Mariota hafi slegið í gegn en hann skilaði fjórum snertimörkum í fyrri hálfleik og hvíldi í seinni hálfleik á meðan Winston lenti í töluverðum vandræðum. Fór fyrsta sending Winston í NFL-deildinni beint í hendur varnarmanns Titans sem náði snertimarki. Winston náði sér þó á strik eftir því sem leið á leikinn en frammistaða hans féll í skugga Mariota sem átti óaðfinnanlegan leik. Framlengingu þurfti til þess að útkljá leik St Louis Rams og Seattle Seahawks sem töpuðu í Ofurskálinni á síðasta tímabili. Miklar væntingar eru gerðar til Seahawks á þessu tímabili en þeir töpuðu nokkuð óvænt fyrsta leik 34-31. Dallas Cowboys lagði New York Giants í lokaleik kvöldsins 27-26 en snertimarkið sem réði úrslitum kom þegar sjö mínútur voru eftir á klukkunni. Dallas var í miklum vandræðum með sóknarleikinn framan af og tapaði boltanum alls þrisvar í hendur Giants í leiknum. Þrátt fyrir það náði Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, að stýra liði sínu niður völlinn og að kasta fyrir sigur snertimarkinu til Jason Witten þegar sjö sekúndur voru eftir. Flest önnur úrslit voru eftir bókinni en það kom töluvert á óvart að Buffalo Bills skyldi leggja Indianapolis Colts í fyrstu umferð. Hægt er að sjá það helsta úr öllum leikjum hér.Úrslit gærdagsins: Chicago Bears 23-31 Green Bay Packers Kansas City Chiefs 27-20 Houston Texans Cleveland Browns 10-31 New York Jets Buffalo Bills 27-14 Indianapolis Colts Washington Redskins 10-17 Miami Dolphins Jacksonville Jaguars 9-20 Carolina Panthers St Louis Rams 34-31 Seattle Seahawks Arizona Cardinals 31-19 New Orleans Saints San Diego Chargers 33-28 Detroit Lions Tennessee Titans 42-14 Tampa Bay Buccaneers Oakland Raiders 13-33 Cincinnati Bengals Denver Broncos 19-13 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 27-26 New York Giants. NFL Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Sjá meira
Marcus Mariota og félagar í Tennessee Titans höfðu betur gegn Tampa Bay Buccaneers 42-14 í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær. Hafði Mariota sem var valinn með öðrum valrétt í nýliðavalinu betur gegn Jameis Winston sem var valinn með fyrsta valrétt. Það var mikið rætt um það fyrir leikinn enda ekki gerst oft að leikstjórnendur sem voru valdir með fyrstu tveimur valréttunum mætist í fyrsta leik. Óhætt er að segja að Mariota hafi slegið í gegn en hann skilaði fjórum snertimörkum í fyrri hálfleik og hvíldi í seinni hálfleik á meðan Winston lenti í töluverðum vandræðum. Fór fyrsta sending Winston í NFL-deildinni beint í hendur varnarmanns Titans sem náði snertimarki. Winston náði sér þó á strik eftir því sem leið á leikinn en frammistaða hans féll í skugga Mariota sem átti óaðfinnanlegan leik. Framlengingu þurfti til þess að útkljá leik St Louis Rams og Seattle Seahawks sem töpuðu í Ofurskálinni á síðasta tímabili. Miklar væntingar eru gerðar til Seahawks á þessu tímabili en þeir töpuðu nokkuð óvænt fyrsta leik 34-31. Dallas Cowboys lagði New York Giants í lokaleik kvöldsins 27-26 en snertimarkið sem réði úrslitum kom þegar sjö mínútur voru eftir á klukkunni. Dallas var í miklum vandræðum með sóknarleikinn framan af og tapaði boltanum alls þrisvar í hendur Giants í leiknum. Þrátt fyrir það náði Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, að stýra liði sínu niður völlinn og að kasta fyrir sigur snertimarkinu til Jason Witten þegar sjö sekúndur voru eftir. Flest önnur úrslit voru eftir bókinni en það kom töluvert á óvart að Buffalo Bills skyldi leggja Indianapolis Colts í fyrstu umferð. Hægt er að sjá það helsta úr öllum leikjum hér.Úrslit gærdagsins: Chicago Bears 23-31 Green Bay Packers Kansas City Chiefs 27-20 Houston Texans Cleveland Browns 10-31 New York Jets Buffalo Bills 27-14 Indianapolis Colts Washington Redskins 10-17 Miami Dolphins Jacksonville Jaguars 9-20 Carolina Panthers St Louis Rams 34-31 Seattle Seahawks Arizona Cardinals 31-19 New Orleans Saints San Diego Chargers 33-28 Detroit Lions Tennessee Titans 42-14 Tampa Bay Buccaneers Oakland Raiders 13-33 Cincinnati Bengals Denver Broncos 19-13 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 27-26 New York Giants.
NFL Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Sjá meira