Innlent

Ráðherra harmar stöðu Fanneyjar Bjarkar

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist harma hlutskipti Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur og að ekki sé hægt að greiða úr hennar stöðu.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist harma hlutskipti Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur og að ekki sé hægt að greiða úr hennar stöðu. Vísir/Pjetur
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist harma hlutskipti Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur og að ekki sé hægt að greiða úr hennar stöðu. Það sé átakanlegt en fjárveitingavaldið sé í höndum Alþingis og ráðherrar þurfi að halda sig innan fjárheimilda.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af stefnu Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur. Fanney stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983.

Formaður læknaráðs Landspítalans hvatti til þess í sumar að gengið yrði í að leysa mál Fanneyjar Bjarkar áður en það kæmi fyrir dómstóla. Ef dómstólar staðfesti þá niðurstöðu, að það megi neita henni og fólki í sambærilegri stöðu um lífsnauðsynleg lyf  og ákvörðunin fái að standa, sé sú útkoma bæði siðferðilega og læknisfræðilega óásættanleg og óhugsandi.Það hefur nú gerst.

Unnið að lausn málsins

Heilbrigðisráðherra segir þetta stór orð hjá formanninum. Hann segir þó að dómurinn staðfesti að lög og reglur um þessi mál standist fyrir dómi. Það sé ágæt niðurstaða þótt hann harmi að geta ekki greitt úr stöðu Fanneyjar Bjarkar og einstaklinga í hennar stöðu. Þeir sem framkvæmdi vilja löggjafans þurfi að halda sig við þær fjárheimildir sem þeir fái úthlutað.  Hann segir áfram unnið að því að leysa mál þeirra sjúklinga sem þurfi lyfið og vonast sé til að niðurstaða liggi fyrir innan skamms.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×