Pólski risinn kallaði leikmenn íslenska landsliðsins dverga Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2015 11:00 Strákarnir okkar kippar sér eflaust lítið upp við orð pólska risans. vísir/andri marinó/getty Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lenti í Berlín í gær þar sem það hefur leik á Evrópumótinu á laugardaginn gegn heimamönnum í Þýskalandi. Strákarnir okkar luku undirbúningi sínum á fjögurra landa æfingamóti í Póllandi um síðustu helgi þar sem liðið mætti Póllandi, Líbanon og Belgíu. Ísland byrjaði mótið á föstudaginn var með því að tapa með fimmtán stiga mun, 80-65, gegn sterku liði Póllands, en munurinn á liðunum í hálfleik var eitt stig. Marcin Gortat, skærustu stjörnu pólska liðsins, var ekkert sérlega skemmt yfir leikstíl þess íslenska. Gortat er miðherji Washington Wizards í NBA-deildinni en hann lék áður með Phoenix Suns. Hann fór á Twitter eftir leik og skrifaði: „Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie!“ Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur í Dominos-deild karla, er af pólskum uppruna og þýddi orð Gortat á sinni Twitter-síðu. „Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggja stiga línuna er ekki fyrir mig!“ skrifaði Maciek, betur þekktur sem Magic.Win is a win...... Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie! — Marcin Gortat (@MGortat) August 28, 2015Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggjastigalínuna er ekki fyrir mig! @kkikarfahttps://t.co/0tz0rgP1He — Maciek Baginski (@MBaginski) August 28, 2015 Eins og flestir vita er hæðin ekki beint sterkasta vopn íslenska liðsins, en okkar menn fara á Evrópumótið með aðeins einn leikmann sem er hærri en tveir metrar. Það er hinn 218cm hái Ragnar Nathanaelsson. Arnar Guðjónsson, annar af tveimur aðstoðarþjálfurum íslenska liðsins, var spurður út í orð Gortat í viðtali í Akraborginni í gær og hvort íslensku strákarnir gætu ekki nýtt sér svona viðhorf sem gæti komið upp hjá öðrum liðum. „Ég held að það sé erfitt fyrir okkur að nýta hugarástand annarra liða. Það er eitt af því sem við höfum enga stjórn á. Við hins vegar ætlum að undirbúa okkur vel, skoða veikleika hinna liðanna og sækja á þá,“ sagði Arnar, en Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik og þeir eru sagðir smeykir við íslenska liðið. „Vanmat og ekki vanmat, við höfum enga stjórn á því. Það væri auðvitað fínt ef allir vilja vanmeta okkur. En miðað við það sem ég heyri þegar ég tala við þjálfara annarra landsliða í Evrópu eru Þjóðverjar skíthræddir við okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lenti í Berlín í gær þar sem það hefur leik á Evrópumótinu á laugardaginn gegn heimamönnum í Þýskalandi. Strákarnir okkar luku undirbúningi sínum á fjögurra landa æfingamóti í Póllandi um síðustu helgi þar sem liðið mætti Póllandi, Líbanon og Belgíu. Ísland byrjaði mótið á föstudaginn var með því að tapa með fimmtán stiga mun, 80-65, gegn sterku liði Póllands, en munurinn á liðunum í hálfleik var eitt stig. Marcin Gortat, skærustu stjörnu pólska liðsins, var ekkert sérlega skemmt yfir leikstíl þess íslenska. Gortat er miðherji Washington Wizards í NBA-deildinni en hann lék áður með Phoenix Suns. Hann fór á Twitter eftir leik og skrifaði: „Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie!“ Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur í Dominos-deild karla, er af pólskum uppruna og þýddi orð Gortat á sinni Twitter-síðu. „Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggja stiga línuna er ekki fyrir mig!“ skrifaði Maciek, betur þekktur sem Magic.Win is a win...... Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie! — Marcin Gortat (@MGortat) August 28, 2015Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggjastigalínuna er ekki fyrir mig! @kkikarfahttps://t.co/0tz0rgP1He — Maciek Baginski (@MBaginski) August 28, 2015 Eins og flestir vita er hæðin ekki beint sterkasta vopn íslenska liðsins, en okkar menn fara á Evrópumótið með aðeins einn leikmann sem er hærri en tveir metrar. Það er hinn 218cm hái Ragnar Nathanaelsson. Arnar Guðjónsson, annar af tveimur aðstoðarþjálfurum íslenska liðsins, var spurður út í orð Gortat í viðtali í Akraborginni í gær og hvort íslensku strákarnir gætu ekki nýtt sér svona viðhorf sem gæti komið upp hjá öðrum liðum. „Ég held að það sé erfitt fyrir okkur að nýta hugarástand annarra liða. Það er eitt af því sem við höfum enga stjórn á. Við hins vegar ætlum að undirbúa okkur vel, skoða veikleika hinna liðanna og sækja á þá,“ sagði Arnar, en Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik og þeir eru sagðir smeykir við íslenska liðið. „Vanmat og ekki vanmat, við höfum enga stjórn á því. Það væri auðvitað fínt ef allir vilja vanmeta okkur. En miðað við það sem ég heyri þegar ég tala við þjálfara annarra landsliða í Evrópu eru Þjóðverjar skíthræddir við okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira