Pólski risinn kallaði leikmenn íslenska landsliðsins dverga Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2015 11:00 Strákarnir okkar kippar sér eflaust lítið upp við orð pólska risans. vísir/andri marinó/getty Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lenti í Berlín í gær þar sem það hefur leik á Evrópumótinu á laugardaginn gegn heimamönnum í Þýskalandi. Strákarnir okkar luku undirbúningi sínum á fjögurra landa æfingamóti í Póllandi um síðustu helgi þar sem liðið mætti Póllandi, Líbanon og Belgíu. Ísland byrjaði mótið á föstudaginn var með því að tapa með fimmtán stiga mun, 80-65, gegn sterku liði Póllands, en munurinn á liðunum í hálfleik var eitt stig. Marcin Gortat, skærustu stjörnu pólska liðsins, var ekkert sérlega skemmt yfir leikstíl þess íslenska. Gortat er miðherji Washington Wizards í NBA-deildinni en hann lék áður með Phoenix Suns. Hann fór á Twitter eftir leik og skrifaði: „Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie!“ Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur í Dominos-deild karla, er af pólskum uppruna og þýddi orð Gortat á sinni Twitter-síðu. „Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggja stiga línuna er ekki fyrir mig!“ skrifaði Maciek, betur þekktur sem Magic.Win is a win...... Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie! — Marcin Gortat (@MGortat) August 28, 2015Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggjastigalínuna er ekki fyrir mig! @kkikarfahttps://t.co/0tz0rgP1He — Maciek Baginski (@MBaginski) August 28, 2015 Eins og flestir vita er hæðin ekki beint sterkasta vopn íslenska liðsins, en okkar menn fara á Evrópumótið með aðeins einn leikmann sem er hærri en tveir metrar. Það er hinn 218cm hái Ragnar Nathanaelsson. Arnar Guðjónsson, annar af tveimur aðstoðarþjálfurum íslenska liðsins, var spurður út í orð Gortat í viðtali í Akraborginni í gær og hvort íslensku strákarnir gætu ekki nýtt sér svona viðhorf sem gæti komið upp hjá öðrum liðum. „Ég held að það sé erfitt fyrir okkur að nýta hugarástand annarra liða. Það er eitt af því sem við höfum enga stjórn á. Við hins vegar ætlum að undirbúa okkur vel, skoða veikleika hinna liðanna og sækja á þá,“ sagði Arnar, en Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik og þeir eru sagðir smeykir við íslenska liðið. „Vanmat og ekki vanmat, við höfum enga stjórn á því. Það væri auðvitað fínt ef allir vilja vanmeta okkur. En miðað við það sem ég heyri þegar ég tala við þjálfara annarra landsliða í Evrópu eru Þjóðverjar skíthræddir við okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lenti í Berlín í gær þar sem það hefur leik á Evrópumótinu á laugardaginn gegn heimamönnum í Þýskalandi. Strákarnir okkar luku undirbúningi sínum á fjögurra landa æfingamóti í Póllandi um síðustu helgi þar sem liðið mætti Póllandi, Líbanon og Belgíu. Ísland byrjaði mótið á föstudaginn var með því að tapa með fimmtán stiga mun, 80-65, gegn sterku liði Póllands, en munurinn á liðunum í hálfleik var eitt stig. Marcin Gortat, skærustu stjörnu pólska liðsins, var ekkert sérlega skemmt yfir leikstíl þess íslenska. Gortat er miðherji Washington Wizards í NBA-deildinni en hann lék áður með Phoenix Suns. Hann fór á Twitter eftir leik og skrifaði: „Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie!“ Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur í Dominos-deild karla, er af pólskum uppruna og þýddi orð Gortat á sinni Twitter-síðu. „Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggja stiga línuna er ekki fyrir mig!“ skrifaði Maciek, betur þekktur sem Magic.Win is a win...... Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie! — Marcin Gortat (@MGortat) August 28, 2015Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggjastigalínuna er ekki fyrir mig! @kkikarfahttps://t.co/0tz0rgP1He — Maciek Baginski (@MBaginski) August 28, 2015 Eins og flestir vita er hæðin ekki beint sterkasta vopn íslenska liðsins, en okkar menn fara á Evrópumótið með aðeins einn leikmann sem er hærri en tveir metrar. Það er hinn 218cm hái Ragnar Nathanaelsson. Arnar Guðjónsson, annar af tveimur aðstoðarþjálfurum íslenska liðsins, var spurður út í orð Gortat í viðtali í Akraborginni í gær og hvort íslensku strákarnir gætu ekki nýtt sér svona viðhorf sem gæti komið upp hjá öðrum liðum. „Ég held að það sé erfitt fyrir okkur að nýta hugarástand annarra liða. Það er eitt af því sem við höfum enga stjórn á. Við hins vegar ætlum að undirbúa okkur vel, skoða veikleika hinna liðanna og sækja á þá,“ sagði Arnar, en Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik og þeir eru sagðir smeykir við íslenska liðið. „Vanmat og ekki vanmat, við höfum enga stjórn á því. Það væri auðvitað fínt ef allir vilja vanmeta okkur. En miðað við það sem ég heyri þegar ég tala við þjálfara annarra landsliða í Evrópu eru Þjóðverjar skíthræddir við okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira