Sigurmark í framlengingu Úlfur Karlsson skrifar 25. ágúst 2015 11:46 Ég heiti Úlfur og ég er myndlistarmaður. Þar sem ég var svo heppinn (eins og konan í sögunni um það sem er allt að koma) að vera valinn úr stórum hópi umsækjenda inn í listaháskóla í Svíþjóð skulda ég LÍN svo mikinn pening að samviskan rekur mig til að bjóða systursyni mínum upp á Jójóís því hann á eftir að borga restina af skuldinni minni. Greyið… Ég hugsa um þetta þar sem ég stend í röðinni í Bónus og fylgist með lágvöxnum og bólugröfnum unglingi sem varla er vaxin grön. Hann lætur mjóa fingur leika um táknin á kassanum sem þýða peningar. “Is this chocolate for me?¨spyr hann sætu útlendu stelpuna glaðhlakkalega og hún flissar. Þessi náungi gæti kennt mér ýmislegt. Á leiðinni heim ráfa ég innan um ferðamennina og spekúlera í hvort ég ætti kannski að leigja einhverjum þeirra herbergið mitt hjá mömmu og pabba. Ég meina, við búum í hundrað og einum - og mig vantar pening. Já ég bý enn í herberginu mínu. Nokkrum sinnum hef ég flutt, búið í stúdentaíbúðum, leigt með vinum og kærustu, hér og þar og nú er ég lentur aftur HÉR. Þegar ég kem heim er úrslitaleikur í sjónvarpinu Valur-KR. Mér verður hugsað til leiks KA og Aftureldingar í handboltanum hér um árið þar sem Guðjón Valur skoraði fyrir KA á síðustu sekúndu leiksins úr aukakasti. Það hlýtur að hafa verið góð tilfinning. Þannig vil ég vera. Fagna sigri með því að skjóta í mark andstæðinganna á síðustu sekúndu leiksins, lyfta bikar með félögunum, fagna fram á nótt, fara í partý með flottum stelpum og út að borða. En það er ég sem vaska upp. Sem er í sjálfu sér ekkert slæmt, gott fólk í kringum mig og einhver þarf að vaska upp. Ég hefði bara svo miklu frekar viljað vera með og fagna. Því ég vil nefnilega verða frægur og ríkur og slá í gegn eins og Stuðmenn sungu um í gamla daga þegar þeir sjálfir slógu í gegn. Ég myndi gera allt fyrir frægðina og það væri sko ekkert mál að koma nakinn fram ef ég fengi borgað fyrir það. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þegar ég var yngri hafði hugsjónir. Allir áttu að vera jafnir, já ég raunverulega trúði á jafnrétti og bræðralag. Þegar ég var í unglingavinnunni höfðum við verkstjóra sem sat í jeppanum og át bæði eitt og annað (m.a. ilmandi beikonborgara) á meðan við slógum grasið og reyttum arfa. Sá var mjög hægrisinnaður. Hann tók eftir miklum (sumir segja fáránlegum) íþróttaáhuga mínum og gaf mér heilræði: “Þú átt að líta á lífið sem keppni. Það er nefnilega gott að vinna og vont að tapa,” sagði hann lífsreynslulega og mændi á mig söddum ljósbláum augum. Ég hlustaði ekki á hann. En nú er ég kominn þangað. Ég myndi fara í bláum sokkum í kvöldverð að Bessastöðum og sitja á milli Ólafs og Davíðs með Donald Trump sem borðdömu á móti mér og segja þeim brandara ef það gæti orðið til þess að ég fengi að starfa við það sem ég þekki best, myndlist. Ef ég gæti slegið í gegn. Því ég kemst ekkert áfram hér. Á Íslandi er ástandið eins og í Hálsaskógi. Ekki mikið skrifað um myndlist og allt bara “business as usual”. Allir eru vinir nema sumir í Myndhöggvarafélaginu (ég er reyndar ekki með, þekki ekki marga enda ekki menntaður hér) og það er lítið til skiptanna. Við erum flest að kenna og vaska upp en ég vonast til að geta unnið mig upp, samanber ævintýralegan sigur Fram í bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni 2013. Eftir að hafa verið 3-1 undir í hálfleik tókst þeim á ævintýralegan hátt, þvert á allar spár, að jafna leikinn og knýja fram framlengingu sem þeir svo unnu í vítaspyrnukeppni. Kannski fæ ég framlengingu á síðustu sekúndu og verð fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum eftir nokkur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Úlfur og ég er myndlistarmaður. Þar sem ég var svo heppinn (eins og konan í sögunni um það sem er allt að koma) að vera valinn úr stórum hópi umsækjenda inn í listaháskóla í Svíþjóð skulda ég LÍN svo mikinn pening að samviskan rekur mig til að bjóða systursyni mínum upp á Jójóís því hann á eftir að borga restina af skuldinni minni. Greyið… Ég hugsa um þetta þar sem ég stend í röðinni í Bónus og fylgist með lágvöxnum og bólugröfnum unglingi sem varla er vaxin grön. Hann lætur mjóa fingur leika um táknin á kassanum sem þýða peningar. “Is this chocolate for me?¨spyr hann sætu útlendu stelpuna glaðhlakkalega og hún flissar. Þessi náungi gæti kennt mér ýmislegt. Á leiðinni heim ráfa ég innan um ferðamennina og spekúlera í hvort ég ætti kannski að leigja einhverjum þeirra herbergið mitt hjá mömmu og pabba. Ég meina, við búum í hundrað og einum - og mig vantar pening. Já ég bý enn í herberginu mínu. Nokkrum sinnum hef ég flutt, búið í stúdentaíbúðum, leigt með vinum og kærustu, hér og þar og nú er ég lentur aftur HÉR. Þegar ég kem heim er úrslitaleikur í sjónvarpinu Valur-KR. Mér verður hugsað til leiks KA og Aftureldingar í handboltanum hér um árið þar sem Guðjón Valur skoraði fyrir KA á síðustu sekúndu leiksins úr aukakasti. Það hlýtur að hafa verið góð tilfinning. Þannig vil ég vera. Fagna sigri með því að skjóta í mark andstæðinganna á síðustu sekúndu leiksins, lyfta bikar með félögunum, fagna fram á nótt, fara í partý með flottum stelpum og út að borða. En það er ég sem vaska upp. Sem er í sjálfu sér ekkert slæmt, gott fólk í kringum mig og einhver þarf að vaska upp. Ég hefði bara svo miklu frekar viljað vera með og fagna. Því ég vil nefnilega verða frægur og ríkur og slá í gegn eins og Stuðmenn sungu um í gamla daga þegar þeir sjálfir slógu í gegn. Ég myndi gera allt fyrir frægðina og það væri sko ekkert mál að koma nakinn fram ef ég fengi borgað fyrir það. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þegar ég var yngri hafði hugsjónir. Allir áttu að vera jafnir, já ég raunverulega trúði á jafnrétti og bræðralag. Þegar ég var í unglingavinnunni höfðum við verkstjóra sem sat í jeppanum og át bæði eitt og annað (m.a. ilmandi beikonborgara) á meðan við slógum grasið og reyttum arfa. Sá var mjög hægrisinnaður. Hann tók eftir miklum (sumir segja fáránlegum) íþróttaáhuga mínum og gaf mér heilræði: “Þú átt að líta á lífið sem keppni. Það er nefnilega gott að vinna og vont að tapa,” sagði hann lífsreynslulega og mændi á mig söddum ljósbláum augum. Ég hlustaði ekki á hann. En nú er ég kominn þangað. Ég myndi fara í bláum sokkum í kvöldverð að Bessastöðum og sitja á milli Ólafs og Davíðs með Donald Trump sem borðdömu á móti mér og segja þeim brandara ef það gæti orðið til þess að ég fengi að starfa við það sem ég þekki best, myndlist. Ef ég gæti slegið í gegn. Því ég kemst ekkert áfram hér. Á Íslandi er ástandið eins og í Hálsaskógi. Ekki mikið skrifað um myndlist og allt bara “business as usual”. Allir eru vinir nema sumir í Myndhöggvarafélaginu (ég er reyndar ekki með, þekki ekki marga enda ekki menntaður hér) og það er lítið til skiptanna. Við erum flest að kenna og vaska upp en ég vonast til að geta unnið mig upp, samanber ævintýralegan sigur Fram í bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni 2013. Eftir að hafa verið 3-1 undir í hálfleik tókst þeim á ævintýralegan hátt, þvert á allar spár, að jafna leikinn og knýja fram framlengingu sem þeir svo unnu í vítaspyrnukeppni. Kannski fæ ég framlengingu á síðustu sekúndu og verð fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum eftir nokkur ár.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar