Sigurmark í framlengingu Úlfur Karlsson skrifar 25. ágúst 2015 11:46 Ég heiti Úlfur og ég er myndlistarmaður. Þar sem ég var svo heppinn (eins og konan í sögunni um það sem er allt að koma) að vera valinn úr stórum hópi umsækjenda inn í listaháskóla í Svíþjóð skulda ég LÍN svo mikinn pening að samviskan rekur mig til að bjóða systursyni mínum upp á Jójóís því hann á eftir að borga restina af skuldinni minni. Greyið… Ég hugsa um þetta þar sem ég stend í röðinni í Bónus og fylgist með lágvöxnum og bólugröfnum unglingi sem varla er vaxin grön. Hann lætur mjóa fingur leika um táknin á kassanum sem þýða peningar. “Is this chocolate for me?¨spyr hann sætu útlendu stelpuna glaðhlakkalega og hún flissar. Þessi náungi gæti kennt mér ýmislegt. Á leiðinni heim ráfa ég innan um ferðamennina og spekúlera í hvort ég ætti kannski að leigja einhverjum þeirra herbergið mitt hjá mömmu og pabba. Ég meina, við búum í hundrað og einum - og mig vantar pening. Já ég bý enn í herberginu mínu. Nokkrum sinnum hef ég flutt, búið í stúdentaíbúðum, leigt með vinum og kærustu, hér og þar og nú er ég lentur aftur HÉR. Þegar ég kem heim er úrslitaleikur í sjónvarpinu Valur-KR. Mér verður hugsað til leiks KA og Aftureldingar í handboltanum hér um árið þar sem Guðjón Valur skoraði fyrir KA á síðustu sekúndu leiksins úr aukakasti. Það hlýtur að hafa verið góð tilfinning. Þannig vil ég vera. Fagna sigri með því að skjóta í mark andstæðinganna á síðustu sekúndu leiksins, lyfta bikar með félögunum, fagna fram á nótt, fara í partý með flottum stelpum og út að borða. En það er ég sem vaska upp. Sem er í sjálfu sér ekkert slæmt, gott fólk í kringum mig og einhver þarf að vaska upp. Ég hefði bara svo miklu frekar viljað vera með og fagna. Því ég vil nefnilega verða frægur og ríkur og slá í gegn eins og Stuðmenn sungu um í gamla daga þegar þeir sjálfir slógu í gegn. Ég myndi gera allt fyrir frægðina og það væri sko ekkert mál að koma nakinn fram ef ég fengi borgað fyrir það. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þegar ég var yngri hafði hugsjónir. Allir áttu að vera jafnir, já ég raunverulega trúði á jafnrétti og bræðralag. Þegar ég var í unglingavinnunni höfðum við verkstjóra sem sat í jeppanum og át bæði eitt og annað (m.a. ilmandi beikonborgara) á meðan við slógum grasið og reyttum arfa. Sá var mjög hægrisinnaður. Hann tók eftir miklum (sumir segja fáránlegum) íþróttaáhuga mínum og gaf mér heilræði: “Þú átt að líta á lífið sem keppni. Það er nefnilega gott að vinna og vont að tapa,” sagði hann lífsreynslulega og mændi á mig söddum ljósbláum augum. Ég hlustaði ekki á hann. En nú er ég kominn þangað. Ég myndi fara í bláum sokkum í kvöldverð að Bessastöðum og sitja á milli Ólafs og Davíðs með Donald Trump sem borðdömu á móti mér og segja þeim brandara ef það gæti orðið til þess að ég fengi að starfa við það sem ég þekki best, myndlist. Ef ég gæti slegið í gegn. Því ég kemst ekkert áfram hér. Á Íslandi er ástandið eins og í Hálsaskógi. Ekki mikið skrifað um myndlist og allt bara “business as usual”. Allir eru vinir nema sumir í Myndhöggvarafélaginu (ég er reyndar ekki með, þekki ekki marga enda ekki menntaður hér) og það er lítið til skiptanna. Við erum flest að kenna og vaska upp en ég vonast til að geta unnið mig upp, samanber ævintýralegan sigur Fram í bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni 2013. Eftir að hafa verið 3-1 undir í hálfleik tókst þeim á ævintýralegan hátt, þvert á allar spár, að jafna leikinn og knýja fram framlengingu sem þeir svo unnu í vítaspyrnukeppni. Kannski fæ ég framlengingu á síðustu sekúndu og verð fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum eftir nokkur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Úlfur og ég er myndlistarmaður. Þar sem ég var svo heppinn (eins og konan í sögunni um það sem er allt að koma) að vera valinn úr stórum hópi umsækjenda inn í listaháskóla í Svíþjóð skulda ég LÍN svo mikinn pening að samviskan rekur mig til að bjóða systursyni mínum upp á Jójóís því hann á eftir að borga restina af skuldinni minni. Greyið… Ég hugsa um þetta þar sem ég stend í röðinni í Bónus og fylgist með lágvöxnum og bólugröfnum unglingi sem varla er vaxin grön. Hann lætur mjóa fingur leika um táknin á kassanum sem þýða peningar. “Is this chocolate for me?¨spyr hann sætu útlendu stelpuna glaðhlakkalega og hún flissar. Þessi náungi gæti kennt mér ýmislegt. Á leiðinni heim ráfa ég innan um ferðamennina og spekúlera í hvort ég ætti kannski að leigja einhverjum þeirra herbergið mitt hjá mömmu og pabba. Ég meina, við búum í hundrað og einum - og mig vantar pening. Já ég bý enn í herberginu mínu. Nokkrum sinnum hef ég flutt, búið í stúdentaíbúðum, leigt með vinum og kærustu, hér og þar og nú er ég lentur aftur HÉR. Þegar ég kem heim er úrslitaleikur í sjónvarpinu Valur-KR. Mér verður hugsað til leiks KA og Aftureldingar í handboltanum hér um árið þar sem Guðjón Valur skoraði fyrir KA á síðustu sekúndu leiksins úr aukakasti. Það hlýtur að hafa verið góð tilfinning. Þannig vil ég vera. Fagna sigri með því að skjóta í mark andstæðinganna á síðustu sekúndu leiksins, lyfta bikar með félögunum, fagna fram á nótt, fara í partý með flottum stelpum og út að borða. En það er ég sem vaska upp. Sem er í sjálfu sér ekkert slæmt, gott fólk í kringum mig og einhver þarf að vaska upp. Ég hefði bara svo miklu frekar viljað vera með og fagna. Því ég vil nefnilega verða frægur og ríkur og slá í gegn eins og Stuðmenn sungu um í gamla daga þegar þeir sjálfir slógu í gegn. Ég myndi gera allt fyrir frægðina og það væri sko ekkert mál að koma nakinn fram ef ég fengi borgað fyrir það. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þegar ég var yngri hafði hugsjónir. Allir áttu að vera jafnir, já ég raunverulega trúði á jafnrétti og bræðralag. Þegar ég var í unglingavinnunni höfðum við verkstjóra sem sat í jeppanum og át bæði eitt og annað (m.a. ilmandi beikonborgara) á meðan við slógum grasið og reyttum arfa. Sá var mjög hægrisinnaður. Hann tók eftir miklum (sumir segja fáránlegum) íþróttaáhuga mínum og gaf mér heilræði: “Þú átt að líta á lífið sem keppni. Það er nefnilega gott að vinna og vont að tapa,” sagði hann lífsreynslulega og mændi á mig söddum ljósbláum augum. Ég hlustaði ekki á hann. En nú er ég kominn þangað. Ég myndi fara í bláum sokkum í kvöldverð að Bessastöðum og sitja á milli Ólafs og Davíðs með Donald Trump sem borðdömu á móti mér og segja þeim brandara ef það gæti orðið til þess að ég fengi að starfa við það sem ég þekki best, myndlist. Ef ég gæti slegið í gegn. Því ég kemst ekkert áfram hér. Á Íslandi er ástandið eins og í Hálsaskógi. Ekki mikið skrifað um myndlist og allt bara “business as usual”. Allir eru vinir nema sumir í Myndhöggvarafélaginu (ég er reyndar ekki með, þekki ekki marga enda ekki menntaður hér) og það er lítið til skiptanna. Við erum flest að kenna og vaska upp en ég vonast til að geta unnið mig upp, samanber ævintýralegan sigur Fram í bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni 2013. Eftir að hafa verið 3-1 undir í hálfleik tókst þeim á ævintýralegan hátt, þvert á allar spár, að jafna leikinn og knýja fram framlengingu sem þeir svo unnu í vítaspyrnukeppni. Kannski fæ ég framlengingu á síðustu sekúndu og verð fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum eftir nokkur ár.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun