Utan vallar: Smiðurinn byggir á sama grunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2015 07:30 Ólafur Jóhannesson var kátur eftir sigur Vals á KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins um helgina. vísir/anton Það var auðvelt að afskrifa Ólaf Jóhannesson eftir fyrsta leik Vals í Pepsi-deildinni í sumar. Þrjú núll tap fyrir nýliðum Leiknis var niðurstaðan og það var ekki bjart yfir Ólafi þegar hann svaraði spurningum blaðamanna, niðurlútur með hallærislega 10/11 húfu á höfðinu. Hann virkaði hálfráðalaus og eiginlega búinn á því, enda síðustu ár hans í þjálfun ekki gjöful. Íslenska landsliðið vann aðeins tvo af sextán mótsleikjum undir stjórn Ólafs og honum tókst ekki að koma Haukum upp í efstu deild í tveimur tilraunum. Spólum rúma þrjá mánuði fram í tímann: Valsmenn eru bikarmeistarar í tíunda sinn eftir sanngjarnan sigur á KR í úrslitaleik, Ólafur er heitasti þjálfari landsins og 10/11 húfan er farin að trenda eins og krakkarnir segja. Það var auðvelt að samgleðjast Ólafi þegar hann fagnaði að leik loknum, svo innilega kátur og mátti vera það enda búinn að skila titli í hús og sæti í Evrópukeppni að ári. Ólafur er langelsti þjálfarinn í Pepsi-deildinni og búinn að reyna margt síðan þjálfaraferillinn hófst á Vopnafirði fyrir 33 árum. Eitt er samt öruggt: hann kemur alltaf aftur. Hann virtist vera dottinn úr myndinni þegar hann var fenginn til að taka við FH fyrir tólf árum. Framhaldið þekkja allir. Og hann virtist einnig hafa lokið leik þegar hann hætti með Hauka 2013. En Valsmenn veðjuðu á Ólaf síðasta haust og sjá væntanlega ekki eftir því. Þótt Valsmenn séu dottnir úr titilbaráttunni og aðeins með þremur stigum meira en þeir voru með á sama tíma í fyrra er samt bjart yfir Hlíðarenda. Bikartitillinn gefur góð fyrirheit sem og samsetningin á Valsliðinu. Hún er nefnilega ekki svo ósvipuð þeirri sem var hjá FH á sínum tíma og Ólafur virðist vera að byggja á sama grunni og hann gerði þegar hann tók við FH fyrir tímabilið 2003. Í Valsliðinu í ár eru tveir Danir í lykilhlutverki, miðvörður og framherji (Thomas Christensen og Patrick Pedersen) og það er freistandi að hugsa til FH-liðsins 2003 þar sem miðvörðurinn Tommy Nielsen og framherjinn Allan Borgvardt voru í stórum hlutverkum. Þessir leikmenn eiga líka fleira sameiginlegt en að vera Danir; Thomas og Tommy eru reynslumiklir leikmenn, sem treysta á leiklestur frekar en hraða og Allan og Patrick eru markaskorarar auk þess að vera mikilvægir í uppspilinu. Í bæði FH-liðinu 2003 og Val 2015 er ungur íslenskur leikmaður (Sverrir Garðarsson og Orri S. Ómarsson) við hlið reynds Dana í miðri vörninni. Í stöðu hægri bakvarðar er leikmaður sem var ekki vanur að spila þá stöðu (Guðmundur Sævarsson og Andri Fannar Stefánsson) og á hægri kantinum er sprettharður leikmaður (Jón Þ. Stefánsson og Kristinn Ingi Halldórsson). Það merkilega í þessu öllu er svo að árangur FH-inga eftir fimmtán leiki 2003 er sá sami og hjá Val nú: 24 stig eftir sjö sigra, þrjú jafntefli og fimm töp. Og FH komst einnig í bikarúrslit 2003 eins og Valur í ár. Það er vel hægt að stimpla það sem tilviljun en það er ekki tilviljun hvernig Ólafur er að setja Valsliðið saman. Smiðurinn er að byggja á sama grunni og fyrir tólf árum og stuðningsmenn Vals gera sér eflaust vonir um að árangurinn sem á eftir fylgi verði sá sami og hjá Fimleikafélaginu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Það var auðvelt að afskrifa Ólaf Jóhannesson eftir fyrsta leik Vals í Pepsi-deildinni í sumar. Þrjú núll tap fyrir nýliðum Leiknis var niðurstaðan og það var ekki bjart yfir Ólafi þegar hann svaraði spurningum blaðamanna, niðurlútur með hallærislega 10/11 húfu á höfðinu. Hann virkaði hálfráðalaus og eiginlega búinn á því, enda síðustu ár hans í þjálfun ekki gjöful. Íslenska landsliðið vann aðeins tvo af sextán mótsleikjum undir stjórn Ólafs og honum tókst ekki að koma Haukum upp í efstu deild í tveimur tilraunum. Spólum rúma þrjá mánuði fram í tímann: Valsmenn eru bikarmeistarar í tíunda sinn eftir sanngjarnan sigur á KR í úrslitaleik, Ólafur er heitasti þjálfari landsins og 10/11 húfan er farin að trenda eins og krakkarnir segja. Það var auðvelt að samgleðjast Ólafi þegar hann fagnaði að leik loknum, svo innilega kátur og mátti vera það enda búinn að skila titli í hús og sæti í Evrópukeppni að ári. Ólafur er langelsti þjálfarinn í Pepsi-deildinni og búinn að reyna margt síðan þjálfaraferillinn hófst á Vopnafirði fyrir 33 árum. Eitt er samt öruggt: hann kemur alltaf aftur. Hann virtist vera dottinn úr myndinni þegar hann var fenginn til að taka við FH fyrir tólf árum. Framhaldið þekkja allir. Og hann virtist einnig hafa lokið leik þegar hann hætti með Hauka 2013. En Valsmenn veðjuðu á Ólaf síðasta haust og sjá væntanlega ekki eftir því. Þótt Valsmenn séu dottnir úr titilbaráttunni og aðeins með þremur stigum meira en þeir voru með á sama tíma í fyrra er samt bjart yfir Hlíðarenda. Bikartitillinn gefur góð fyrirheit sem og samsetningin á Valsliðinu. Hún er nefnilega ekki svo ósvipuð þeirri sem var hjá FH á sínum tíma og Ólafur virðist vera að byggja á sama grunni og hann gerði þegar hann tók við FH fyrir tímabilið 2003. Í Valsliðinu í ár eru tveir Danir í lykilhlutverki, miðvörður og framherji (Thomas Christensen og Patrick Pedersen) og það er freistandi að hugsa til FH-liðsins 2003 þar sem miðvörðurinn Tommy Nielsen og framherjinn Allan Borgvardt voru í stórum hlutverkum. Þessir leikmenn eiga líka fleira sameiginlegt en að vera Danir; Thomas og Tommy eru reynslumiklir leikmenn, sem treysta á leiklestur frekar en hraða og Allan og Patrick eru markaskorarar auk þess að vera mikilvægir í uppspilinu. Í bæði FH-liðinu 2003 og Val 2015 er ungur íslenskur leikmaður (Sverrir Garðarsson og Orri S. Ómarsson) við hlið reynds Dana í miðri vörninni. Í stöðu hægri bakvarðar er leikmaður sem var ekki vanur að spila þá stöðu (Guðmundur Sævarsson og Andri Fannar Stefánsson) og á hægri kantinum er sprettharður leikmaður (Jón Þ. Stefánsson og Kristinn Ingi Halldórsson). Það merkilega í þessu öllu er svo að árangur FH-inga eftir fimmtán leiki 2003 er sá sami og hjá Val nú: 24 stig eftir sjö sigra, þrjú jafntefli og fimm töp. Og FH komst einnig í bikarúrslit 2003 eins og Valur í ár. Það er vel hægt að stimpla það sem tilviljun en það er ekki tilviljun hvernig Ólafur er að setja Valsliðið saman. Smiðurinn er að byggja á sama grunni og fyrir tólf árum og stuðningsmenn Vals gera sér eflaust vonir um að árangurinn sem á eftir fylgi verði sá sami og hjá Fimleikafélaginu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira