Körfubolti

Gerði að­eins betur en mamma sín og jafnaði met lands­liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði alls 21 stig í sigurleiknum á Rúmenum.
Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði alls 21 stig í sigurleiknum á Rúmenum. Vísir/Jón Gautur

Thelma Dís Ágústsdóttir jafnaði tuttugu ára gamalt met Birnu Valgarðsdóttur í sigrinum á Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta.

Thelma Dís skoraði sex þriggja stiga körfur í 77-73 sigri íslensku stelpnanna í Ólafssalnum.

Thelma varð þar með fyrsta íslenska konan frá því í júlí 2004 sem nær að skora sex þriggja stiga körfur í einum landsleik.

Thelma deilir þar með metinu með Birnu.

Móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, átti sjálf þriggja stiga metið í 35 ár eða frá 1989 til 2004.

Björg varð fyrsta íslenska konan til að skora þrjá þrista, fjóra þrista og fimm þrista í einum landsleik.

Björg skoraði mest fimm þrista í einum landsleik en því náði hún tvisvar sinnum og jafnaði þar með eigið met einu sinni. Hún hafði áður bætt sitt eigið met um tvo þrista.

Margrét Sturlaugsdóttir varð aftur á móti fyrsta íslenska konan til að skora meira en einn þrist í landsleik. Það gerði hún í leik á móti Mónakó í maí 1989.

Fyrstu þriggja stiga körfu landsliðsins skoraði aftur á móti Björg sjálf í leik á móti Danmörku í apríl 1986.

Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir.vísir/óskarój
  • Flestar þriggja stiga körfur í A-landsleik kvenna:
  • 6 - Thelma Dís Ágústsdóttir á móti Rúmeníu 2024
  • 6 - Birna Valgarðsdóttir á móti Andorra 2004
  • 5 - Birna Valgarðsdóttir á móti Englandi 2004
  • 5 - Birna Valgerður Benónýsdóttir á móti Svíþjóð 2023
  • 5 - Björg Hafsteinsdóttir á móti Andorra 1991
  • 5 - Björg Hafsteinsdóttir á móti Lúxemborg 1993
  • 5 - Helena Sverrisdóttir á móti Hollandi 2008
  • 5 - Helena Sverrisdóttir á móti Ungverjalandi 2016
  • 5 - Helena Sverrisdóttir á móti Svartfjallalandi 2019
  • -
  • Þróun metsins
  • 2 - Margrét Sturlaugsdóttir 1989
  • 3 - Björg Hafsteinsdóttir 1989-1991
  • 5 - Björg Hafsteinsdóttir 1991-2004
  • 6 - Birna Valgarðsdóttir 2004-2024
  • 6 - Thelma Dís Ágústsdóttir og Birna Valgarðsdóttir 2024-



Fleiri fréttir

Sjá meira


×