„Úff, hvar á ég að byrja?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. ágúst 2015 22:59 Ásta Guðrún Helgadóttir ásamt þriðja bindi rannsóknarskýrslunnar. mynd/ásta „Ég er alveg búinn að skrifa heilan lista, á öllum spássíum held ég, af þeim athugasemdum og spurningum sem vöknuðu hjá mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir sem mun taka sæti á þingi fyrir Pírata í haust þegar Jón Þór Ólafsson hættir á þingi. Í undirbúningi sínum fyrir þingsetuna hefur hún að undanförnu lesið sig í gegnum Rannsóknarskýrslu Alþingis en á dögunum lauk hún lestri á þriðja bindinu. Ásta hóf lestur skýrslunnar í maí síðastliðnum og segir hann hafa gengið heldur seinlega. Tungutakið sem notað sé í fyrstu bindunum sé mjög tæknilegt og því taki sinn tíma fyrir einstakling sem ekki er menntaður í viðskipta- eða hagfræði að lesa sig í gegnum þau. Þrátt fyrir það liggi í augum uppi eftir lesturinn að í mörg horn þurfi að líta í íslensku samfélagi. „Úff, hvar á ég að byrja? Sem dæmi má nefna bónusgreiðslur til bankamanna er einn stór hluti sem þarf að taka fyrir,“ segir Ásta og bætir við að í Noregi þekkist slíkar greiðslur ekki og fjallað er um í þriðja bindinu.Tók því varla að telja konurnarÁsta segir að það hafi vakið athygli hennar hvað fáar konur koma fyrir í fyrstu bindum rannsóknarskýrslunnar. Eins og fram kemur í fyrsta bindinu sátu nær engar konur í bankaráðum íslensku bankanna fyrir hrun. Engin kona sat í fyrstu bankaráðum Landsbanka og Kaupþings-Búnaðarbanka eftir einkavæðingu og sama átti við bankaráð hins sameinaða Íslandsbanka-FBA „Ég byrjaði fljótlega að telja konurnar og það var varla þess virði. Ég held að ég hafi rekist á nöfn 10-20 kvenna,“ bætir Ásta við. Hún efast um að hún muni ná að klára þau fimm bindi sem eftir eru af skýrslunni áður en þing verður sett á ný í haust. Það taki tími að fá yfirsýn yfir efni hennar svo að setja megi fram haldbærar tillögur hvernig skuli vinna bug á þeim „mörgu gloppum sem eru í lagaumhverfi íslenskra banka,“ segir Ásta. Erfiðasta bindið að hennar sögn er þó að baki, númer tvö, sem fjallar að mestu um fjármögnun bankanna. Hún telur að aðrir Píratar séu almennt nokkuð vel að sér í innihaldi skýrslunnar. Þannig hafi til að mynda starfsmaður flokksins garfað sig í gegnum hana á sínum tíma og áætlar Ásta að Píratar hafi dregið mikinn lærdóm af lestri Rannsóknarskýrslunnar. Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
„Ég er alveg búinn að skrifa heilan lista, á öllum spássíum held ég, af þeim athugasemdum og spurningum sem vöknuðu hjá mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir sem mun taka sæti á þingi fyrir Pírata í haust þegar Jón Þór Ólafsson hættir á þingi. Í undirbúningi sínum fyrir þingsetuna hefur hún að undanförnu lesið sig í gegnum Rannsóknarskýrslu Alþingis en á dögunum lauk hún lestri á þriðja bindinu. Ásta hóf lestur skýrslunnar í maí síðastliðnum og segir hann hafa gengið heldur seinlega. Tungutakið sem notað sé í fyrstu bindunum sé mjög tæknilegt og því taki sinn tíma fyrir einstakling sem ekki er menntaður í viðskipta- eða hagfræði að lesa sig í gegnum þau. Þrátt fyrir það liggi í augum uppi eftir lesturinn að í mörg horn þurfi að líta í íslensku samfélagi. „Úff, hvar á ég að byrja? Sem dæmi má nefna bónusgreiðslur til bankamanna er einn stór hluti sem þarf að taka fyrir,“ segir Ásta og bætir við að í Noregi þekkist slíkar greiðslur ekki og fjallað er um í þriðja bindinu.Tók því varla að telja konurnarÁsta segir að það hafi vakið athygli hennar hvað fáar konur koma fyrir í fyrstu bindum rannsóknarskýrslunnar. Eins og fram kemur í fyrsta bindinu sátu nær engar konur í bankaráðum íslensku bankanna fyrir hrun. Engin kona sat í fyrstu bankaráðum Landsbanka og Kaupþings-Búnaðarbanka eftir einkavæðingu og sama átti við bankaráð hins sameinaða Íslandsbanka-FBA „Ég byrjaði fljótlega að telja konurnar og það var varla þess virði. Ég held að ég hafi rekist á nöfn 10-20 kvenna,“ bætir Ásta við. Hún efast um að hún muni ná að klára þau fimm bindi sem eftir eru af skýrslunni áður en þing verður sett á ný í haust. Það taki tími að fá yfirsýn yfir efni hennar svo að setja megi fram haldbærar tillögur hvernig skuli vinna bug á þeim „mörgu gloppum sem eru í lagaumhverfi íslenskra banka,“ segir Ásta. Erfiðasta bindið að hennar sögn er þó að baki, númer tvö, sem fjallar að mestu um fjármögnun bankanna. Hún telur að aðrir Píratar séu almennt nokkuð vel að sér í innihaldi skýrslunnar. Þannig hafi til að mynda starfsmaður flokksins garfað sig í gegnum hana á sínum tíma og áætlar Ásta að Píratar hafi dregið mikinn lærdóm af lestri Rannsóknarskýrslunnar.
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira