„Kommakrakki úr Hveragerði“ kaupir Bæjarins besta Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2015 19:50 Sigurjón býður Bryndísi velkomna til starfa. Mynd/BB Gengið hefur verið frá sölu á Bæjarins besta, fréttavefjarins bb.is og ferðablaðinu Vestfirðir. Við keflinu tekur viðskiptafræðingurinn Bryndís Sigurðardóttir. Þetta var tilkynnt á vef Bæjarins Besta í dag en Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri BB og bb.is lætur af störfum um mánaðamótin eftir tæplega 31 ár við útgáfu BB en hann stofnaði blaðið árið 1984 ásamt Halldóri Sveinbjörnssyni. Hann lét af störfum við útgáfuna í ágúst á síðasta ári. „Það er von mín að Vestfirðingar standi jafn vel við bakið nýjum eiganda og þeir hafa gert við okkur Halldór í gegnum árin. Bæjarins besta hefur alla burði til að vera aðal fréttablað Vestfirðinga í framtíðinni sem hingað til og bb.is, sem oft hefur verið nefndur útidyrnar að Vestfjörðum, er enn fjölsóttasti vefur Vestfirðinga og mun vonandi eflast í höndum nýs eiganda. Ég vil að lokum þakka Vestfirðingum fyrir stuðninginn í gegnum árin og óska nýjum eiganda velfarnaðar í störfum hennar,“ segir Sigurjón á vefsíðu BB í dag. Á síðunni segir einnig að engar „stórkarlalega breytingar“ séu fyrirhugaðar á miðlinum við eigendaskiptin, „aðeins eðlileg þróun og stefnan verður hér eftir sem hingað til að bera vandaðar fréttir milli manna í fjórðungnum og ekki síður að færa umheiminum fréttir að vestan,“ eins og þar segir. Bryndís er fædd í Ölfusi, uppalin í Hveragerði en hefur verið búsett á Flateyri frá 2013. Hún er viðskiptafræðingur og kerfisfræðingur, með svæðisbundið leiðsögumannapróf og meirapróf. Hún hefur komið að eigin sögn víða við og bauð sig meðal annars fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi árið 2013. Á heimasíðu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ lýsir Bryndís sér sem „kommakrakka úr Hveragerði” og segir að henni séu félagshyggja og jöfnuður í blóði borin. „Ég reyni alltaf að breyta af heiðarleika og sanngirni. Betur get ég ekki lýst mér, þannig finnst mér ég vera,” segir hún ennfremur. Hún sóttist eftir 1 til 4 sæti á lista flokksins og hafnaði í því sjötta. Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Gengið hefur verið frá sölu á Bæjarins besta, fréttavefjarins bb.is og ferðablaðinu Vestfirðir. Við keflinu tekur viðskiptafræðingurinn Bryndís Sigurðardóttir. Þetta var tilkynnt á vef Bæjarins Besta í dag en Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri BB og bb.is lætur af störfum um mánaðamótin eftir tæplega 31 ár við útgáfu BB en hann stofnaði blaðið árið 1984 ásamt Halldóri Sveinbjörnssyni. Hann lét af störfum við útgáfuna í ágúst á síðasta ári. „Það er von mín að Vestfirðingar standi jafn vel við bakið nýjum eiganda og þeir hafa gert við okkur Halldór í gegnum árin. Bæjarins besta hefur alla burði til að vera aðal fréttablað Vestfirðinga í framtíðinni sem hingað til og bb.is, sem oft hefur verið nefndur útidyrnar að Vestfjörðum, er enn fjölsóttasti vefur Vestfirðinga og mun vonandi eflast í höndum nýs eiganda. Ég vil að lokum þakka Vestfirðingum fyrir stuðninginn í gegnum árin og óska nýjum eiganda velfarnaðar í störfum hennar,“ segir Sigurjón á vefsíðu BB í dag. Á síðunni segir einnig að engar „stórkarlalega breytingar“ séu fyrirhugaðar á miðlinum við eigendaskiptin, „aðeins eðlileg þróun og stefnan verður hér eftir sem hingað til að bera vandaðar fréttir milli manna í fjórðungnum og ekki síður að færa umheiminum fréttir að vestan,“ eins og þar segir. Bryndís er fædd í Ölfusi, uppalin í Hveragerði en hefur verið búsett á Flateyri frá 2013. Hún er viðskiptafræðingur og kerfisfræðingur, með svæðisbundið leiðsögumannapróf og meirapróf. Hún hefur komið að eigin sögn víða við og bauð sig meðal annars fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi árið 2013. Á heimasíðu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ lýsir Bryndís sér sem „kommakrakka úr Hveragerði” og segir að henni séu félagshyggja og jöfnuður í blóði borin. „Ég reyni alltaf að breyta af heiðarleika og sanngirni. Betur get ég ekki lýst mér, þannig finnst mér ég vera,” segir hún ennfremur. Hún sóttist eftir 1 til 4 sæti á lista flokksins og hafnaði í því sjötta.
Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira