Framlög Íslands til Uppbyggingarsjóðs EES hækka um 11 prósent Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2015 11:12 Samningaviðræður hafa staðið yfir á annað ár þar sem mikið bar á milli aðila í upphafi. Vísir/E.Ól. Framlög Íslands til Uppbyggingarsjóðs EES munu hækka um 11,3 prósent. Samningaviðræðum milli EFTA-ríkjanna innan EES og ESB um framlög til sjóðsins fyrir tímabilið 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 er lokið. Fyrri samningur rann út í lok apríl 2014.Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að samningaviðræður hafi staðið yfir á annað ár þar sem mikið hafi borið á milli aðila í upphafi. Samhliða þessum viðræðum hafi farið fram viðræður um endurnýjun samninga um tiltekna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir sjávarafurðir frá Íslandi inn á markað ESB. „Niðurstaða samninga inniheldur neðangreind meginatriði:Hækkun framlaga til uppbyggingarsjóðs EES milli tímabila nemur 11,3% sem er í takt við verðlagsbreytingar frá árinu 2009. Árlegir tollfrjálsir kvótar fyrir humar aukast úr 580 tonnum í 1000 tonn, fyrir fersk karfaflök úr 850 tonnum í 2000 tonn og nýr kvóti bætist við fyrir unna þorskalifur upp á 2500 tonn. Samningurinn gildir í sjö ár frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 en tvö undanfarin tímabil hafa verið fimm ár. Gengið verður frá formlegum samningstextum í september og munu samningarnir að því búnu verða lagðir fyrir Alþingi í formi frumvarps til laga um breytingar á lögum um evrópska efnahagssvæðið.Um uppbyggingarsjóð EESAllt frá gildistöku EES-samningsins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu. Í þessari skuldbindingu felst að EES/EFTA-ríkin fjármagna í gegnum sjóðinn ýmsar umbætur og uppbyggingu í þeim aðildarríkjum ESB sem lakar standa í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Styrkþegaríki sjóðsins á yfirstandandi tímabili eru 16 talsins og öll í Suður- og Austur-Evrópu. Auk þess að draga úr ójöfnuði í Evrópu er annað meginmarkmið fólgið í að styrkja tvíhliða tengsl EES/EFTA-ríkjanna við styrkþegaríkin. Slíkt samstarf hefur m.a. leitt af sér markvissa þekkingaruppbyggingu og samfélagslegar umbætur í styrkþegaríkjunum og ekki síst skapað tækifæri til tengslamyndunar, alþjóðlegs verkefnasamstarfs og viðskipta fyrir fjölda íslenskra félagasamtaka, stofnana, skóla, fyrirtækja og einstaklinga. Á næsta starfstímabili Uppbyggingarsjóðsins munu opnast tækifæri fyrir samstarf íslenskra aðila við styrkþegaríkin á enn fjölbreyttari sviðum en hingað til hefur verið raunin,“ segir í fréttinni. Alþingi Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Framlög Íslands til Uppbyggingarsjóðs EES munu hækka um 11,3 prósent. Samningaviðræðum milli EFTA-ríkjanna innan EES og ESB um framlög til sjóðsins fyrir tímabilið 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 er lokið. Fyrri samningur rann út í lok apríl 2014.Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að samningaviðræður hafi staðið yfir á annað ár þar sem mikið hafi borið á milli aðila í upphafi. Samhliða þessum viðræðum hafi farið fram viðræður um endurnýjun samninga um tiltekna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir sjávarafurðir frá Íslandi inn á markað ESB. „Niðurstaða samninga inniheldur neðangreind meginatriði:Hækkun framlaga til uppbyggingarsjóðs EES milli tímabila nemur 11,3% sem er í takt við verðlagsbreytingar frá árinu 2009. Árlegir tollfrjálsir kvótar fyrir humar aukast úr 580 tonnum í 1000 tonn, fyrir fersk karfaflök úr 850 tonnum í 2000 tonn og nýr kvóti bætist við fyrir unna þorskalifur upp á 2500 tonn. Samningurinn gildir í sjö ár frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 en tvö undanfarin tímabil hafa verið fimm ár. Gengið verður frá formlegum samningstextum í september og munu samningarnir að því búnu verða lagðir fyrir Alþingi í formi frumvarps til laga um breytingar á lögum um evrópska efnahagssvæðið.Um uppbyggingarsjóð EESAllt frá gildistöku EES-samningsins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu. Í þessari skuldbindingu felst að EES/EFTA-ríkin fjármagna í gegnum sjóðinn ýmsar umbætur og uppbyggingu í þeim aðildarríkjum ESB sem lakar standa í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Styrkþegaríki sjóðsins á yfirstandandi tímabili eru 16 talsins og öll í Suður- og Austur-Evrópu. Auk þess að draga úr ójöfnuði í Evrópu er annað meginmarkmið fólgið í að styrkja tvíhliða tengsl EES/EFTA-ríkjanna við styrkþegaríkin. Slíkt samstarf hefur m.a. leitt af sér markvissa þekkingaruppbyggingu og samfélagslegar umbætur í styrkþegaríkjunum og ekki síst skapað tækifæri til tengslamyndunar, alþjóðlegs verkefnasamstarfs og viðskipta fyrir fjölda íslenskra félagasamtaka, stofnana, skóla, fyrirtækja og einstaklinga. Á næsta starfstímabili Uppbyggingarsjóðsins munu opnast tækifæri fyrir samstarf íslenskra aðila við styrkþegaríkin á enn fjölbreyttari sviðum en hingað til hefur verið raunin,“ segir í fréttinni.
Alþingi Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira