Vill að reynt verði að ná sátt um úrskurð gerðardóms Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. júlí 2015 19:48 Heilbrigðisráðherra vill að gerðardómur noti heimild í lögum til að ræða við samningsaðila áður en úrskurður verður kveðinn upp um miðjan ágúst. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir heilbrigðisyfirvöld halda niðri í sér andanum og aðhafast ekkert fyrr en úrskurður gerðardóms liggur fyrir í von um að málið leysist þar. Hún saknar þess að ráðherrann gefi afdráttarlausari skilaboð um að það verði að leysa málið. Velferðarnefnd Alþingis fékk heilbrigðisráðherra, landlækni og forstjóra Landlæknis á fund sinn í dag til að ræða uppsagnir á Landspítalanum og hvort verið sé að undirbúa aðgerðir til að bregðast við þeim.Vill nýta heimildir í lögumKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir gerðardóm hafa ýmsar heimildir í 3. grein verkfallslaganna til að koma á sáttum. Hann segist treysta því að þær verði nýttar. Þá sé að finna tækifæri í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þegar lögin voru sett sem hægt sé að styðjast við. Hann vill að deilendur verði kallaðir saman áður en úrskurður verður kveðinn upp. „Ég treysti því að við látum á það reyna að ná sameiginlegri sýn á þá niðurstöðu,“ segir ráðherrann og bætir við að uppsagnirnar séu til stórskaða fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.Nánast útilokað málHann sér ekki sömu tækifæri til einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu og flokkssystir hans, Sigríður Á. Andersen, viðraði í fréttum í gær. „Við erum 300 þúsund manna þjóðfélag sem viljum halda uppi mjög fullkominni þjónustu,“ segir hann. „Þessi viðkvæmasta, erfiðasta, þyngsta þjónusta innan Landspítalans, ég sé ekki að það sé hægt að halda henni uppi með sjálfstæðri verktöku. Ég held að það sé nánast útilokað mál.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að ef uppsagnirnar standi eftir að gerðardómur verði kveðinn upp verði gripið til viðeigandi ráðstafanna. Reynt verði að endurskipuleggja starfsemina, ráða í stöður þar sem því verður við komið og haft verði samband við starfsmannaleigur. Þær séu þó aðeins skammtímalausn. „Til að reka þunga og viðamikla starfsemi þarf að hafa öflugt velmenntað starfsfólk sem er í fastri vinnu,“ segir Páll Matthíasson. Alþingi Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra vill að gerðardómur noti heimild í lögum til að ræða við samningsaðila áður en úrskurður verður kveðinn upp um miðjan ágúst. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir heilbrigðisyfirvöld halda niðri í sér andanum og aðhafast ekkert fyrr en úrskurður gerðardóms liggur fyrir í von um að málið leysist þar. Hún saknar þess að ráðherrann gefi afdráttarlausari skilaboð um að það verði að leysa málið. Velferðarnefnd Alþingis fékk heilbrigðisráðherra, landlækni og forstjóra Landlæknis á fund sinn í dag til að ræða uppsagnir á Landspítalanum og hvort verið sé að undirbúa aðgerðir til að bregðast við þeim.Vill nýta heimildir í lögumKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir gerðardóm hafa ýmsar heimildir í 3. grein verkfallslaganna til að koma á sáttum. Hann segist treysta því að þær verði nýttar. Þá sé að finna tækifæri í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þegar lögin voru sett sem hægt sé að styðjast við. Hann vill að deilendur verði kallaðir saman áður en úrskurður verður kveðinn upp. „Ég treysti því að við látum á það reyna að ná sameiginlegri sýn á þá niðurstöðu,“ segir ráðherrann og bætir við að uppsagnirnar séu til stórskaða fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.Nánast útilokað málHann sér ekki sömu tækifæri til einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu og flokkssystir hans, Sigríður Á. Andersen, viðraði í fréttum í gær. „Við erum 300 þúsund manna þjóðfélag sem viljum halda uppi mjög fullkominni þjónustu,“ segir hann. „Þessi viðkvæmasta, erfiðasta, þyngsta þjónusta innan Landspítalans, ég sé ekki að það sé hægt að halda henni uppi með sjálfstæðri verktöku. Ég held að það sé nánast útilokað mál.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að ef uppsagnirnar standi eftir að gerðardómur verði kveðinn upp verði gripið til viðeigandi ráðstafanna. Reynt verði að endurskipuleggja starfsemina, ráða í stöður þar sem því verður við komið og haft verði samband við starfsmannaleigur. Þær séu þó aðeins skammtímalausn. „Til að reka þunga og viðamikla starfsemi þarf að hafa öflugt velmenntað starfsfólk sem er í fastri vinnu,“ segir Páll Matthíasson.
Alþingi Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04
Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15