Innlent

Eldhúsdagsumræður: Þingflokksformaður Framsóknar taldi makrílfrumvarpið mæta öllum kröfum stjórnarandstöðunnar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, gerði sjávarútveg að umtalsefni í ræðu sinni á Alþingi í kvöld.
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, gerði sjávarútveg að umtalsefni í ræðu sinni á Alþingi í kvöld.
„Við munum ekki ná neinum árangri með því að kollvarpa núverandi kerfi í heild sinni. Það verður gert í litlum og markvissum skrefum eins og gert var ráð fyrir í makrílfrumvarpinu sem lagt var fram á þessu þingi. Það náðist ekki saman um það þó að þar hafi verið mætt öllum kröfum.“

Þetta sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði það umhugsunarvert að flokkar geti ekki stutt frumvörp þar sem mætt er öllum kröfum þeirra.

Þórunn gerði íslenskan sjávarútveg að umræðuefni í ræðu sinni eins og sjá má hér að ofan. Hún sagði íslenskan sjávarútveg þann eina innan OECD landanna sem ekki er ríkisstyrktur og mikilvægt að sjávarútveginum vegni vel. „Það er einfaldlega ekki nóg að eiga skip til að búa til verðmæti, það þarf að kunna að veiða fiskinn, verka fiskinn og selja fiskinn,“ sagði Þórunn. Hún sagði sjávarútveg ná allt frá veiðum til markaðssetningar.

Þórunn taldi líkast sem stjórnarandstaðan nýtti „óvissu um skipulag veiðanna sem barefli í flokkpólitískum slag. Slík afstaða er ábyrgðarlaus og ekki til þess fallin að auka virðingu Alþingis.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×