Haftafrumvörpin orðin að lögum með víðtækum stuðningi Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2015 14:32 Stjórnarandstaðan studdi haftafrumvörp fjármálaráðherra sem urðu að lögum á Alþingi í dag. Alþingi farið í sumarleyfi. vísir/ernir Haftafrumvörp fjármálaráðherra um annars vegar stöðugleikaskatt og hins vegar um nauðasamninga fjármálafyrirtækja urðu að lögum frá Alþingi í dag með öllum þorra atkvæða bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þingstörfum lauk um klukkan tvö og er Alþingi farið í sumarleyfi fram til 8. september. Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvörpunum í nefndarvinnu sem allar voru samþykktar. Stjórn og stjórnarandstaða eru því einhuga um þetta risavaxna hagsmunamál þjóðarinnar þótt vissulega kæmu fram athugasemdir frá nokkrum þingmönnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði mikilvægt að tryggt væri að fjármunir sem fengjust með þessum lögum frá þrotabúum gömlu bankanna yllu ekki fjármálalegum óstöðugleika. „Og verði ekki til þess að auka á pólitískan óstöðugleika með því að gefa mönnum færi á loforðaflaumi og ábyrgðarleysi í aðdraganda kosninga,“ sagði Árni Páll. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra sagði ekki miklar líkur á að lögin um stöðugleikaskatt kæmu til framkvæmda þótt hann styddi frumvarpið. „Það eru litlar líkur á að til greiðslu þessa skatts komi þar sem fyrir virðist liggja einhvers konar óformlegt samkomulag milli ríkisstjórnar Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar og lykilkröfuhafa í bú stóru bankanna. Þannig að ekki er líklegt að þessi leið muni skila ríkissjóði miklum fjármunum,“ sagði Steingrímur. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata tók undir þessi sjónarmið og varaði jafnframt við því að fjármunir sem fengjust með þessu yrðu notaðir í annað en greiðslu skulda ríkissjóðs. „En það er líka mjög mikilvægt að halda því til haga að þetta er ekki fjáröflunarleið heldur heldur stöðugleikaleið fyrir landið,“ sagði Birgitta.Mikilvægt að huga að gjaldmiðli framtíðarinnar Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði að ef þetta tækist vel spáði hann því að við muni blasa kunnuglegur veruleiki. „Þar sem við þurfum að horfast í augu við það að við erum með of lítinn gjaldmiðil til að höndla fjármagnsflutninga. Til að höndla frelsi í fjármagnsflutningum . Til að höndla uppgang og góðæri. Ég myndi hvetja til þess að í framhaldinu að við myndum ræða framtíðarstefnu í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði nauðasamningaleiðina tryggja kröfuhöfum mikinn afslátt frá skattaleyðinni. „Hins vegar vil ég taka það alveg skýrt fram að útfrá sjónarmiðum fjármálalegs stöðugleika ganga báðar þessar leiðir upp. En sú fyrri, stöðugleikaskatturinn, er öruggari fyrir Ísland,“ sagði Össur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti ánægju með að Alþingi afgreiddi þessi tvö mikilvægu mál í mikilli samstöðu og þakkaði þingheimi fyrir hans vinnu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði ánægjulegt hversu jákvætt þingmenn allra flokka tækju þessu máli. „Og sumir jafnvel málefnalega. Aðrir ekki jafn málefnalega. Það eru auðvitað ekki svaraverðar fullyrðingar sem hér hafa fallið um það að ríkisstjórnin sé búin að semja við einhverja um eitthvað í þessu sambandi,“ sagði forsætisráðherra.Stærsta efnahagsvandamál þjóðarinnar leyst Sigmundur Davíð sagði að þingið væri einfaldlega að samþykkja lög um skattlagningu og ef menn vildu komast hjá henni yrðu þeir að uppfylla stöðugleikaskilyrði sem væru miklu strangari en skilyrði sem áður hafi verið fyrir nauðasamningum. „Og háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson virðist einfaldlega hafa sofnað á kynningarfundinum ef það fór algerlega framhjá honum sú kynning sem fór fram þar á stöðugleikaskilyrðunum. Aðalatriðið er þó það að hér er þingið að samþykkja leið til að leysa stærsta efnahagslega vandamál sem þjóðin hefur staðið frami fyrir undanfarin ár og það er mikið fagnaðarefni. Það er ekki bara fagnaðarefni hér á Íslandi heldur hefur þetta vakið athygli víða um lönd. Enda með mjög afdráttarlausum hætti verið að leysa mál sem virtist mögum óleysanlegt fyrir síðustu kosningar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Haftafrumvörp fjármálaráðherra um annars vegar stöðugleikaskatt og hins vegar um nauðasamninga fjármálafyrirtækja urðu að lögum frá Alþingi í dag með öllum þorra atkvæða bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þingstörfum lauk um klukkan tvö og er Alþingi farið í sumarleyfi fram til 8. september. Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvörpunum í nefndarvinnu sem allar voru samþykktar. Stjórn og stjórnarandstaða eru því einhuga um þetta risavaxna hagsmunamál þjóðarinnar þótt vissulega kæmu fram athugasemdir frá nokkrum þingmönnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði mikilvægt að tryggt væri að fjármunir sem fengjust með þessum lögum frá þrotabúum gömlu bankanna yllu ekki fjármálalegum óstöðugleika. „Og verði ekki til þess að auka á pólitískan óstöðugleika með því að gefa mönnum færi á loforðaflaumi og ábyrgðarleysi í aðdraganda kosninga,“ sagði Árni Páll. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra sagði ekki miklar líkur á að lögin um stöðugleikaskatt kæmu til framkvæmda þótt hann styddi frumvarpið. „Það eru litlar líkur á að til greiðslu þessa skatts komi þar sem fyrir virðist liggja einhvers konar óformlegt samkomulag milli ríkisstjórnar Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar og lykilkröfuhafa í bú stóru bankanna. Þannig að ekki er líklegt að þessi leið muni skila ríkissjóði miklum fjármunum,“ sagði Steingrímur. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata tók undir þessi sjónarmið og varaði jafnframt við því að fjármunir sem fengjust með þessu yrðu notaðir í annað en greiðslu skulda ríkissjóðs. „En það er líka mjög mikilvægt að halda því til haga að þetta er ekki fjáröflunarleið heldur heldur stöðugleikaleið fyrir landið,“ sagði Birgitta.Mikilvægt að huga að gjaldmiðli framtíðarinnar Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði að ef þetta tækist vel spáði hann því að við muni blasa kunnuglegur veruleiki. „Þar sem við þurfum að horfast í augu við það að við erum með of lítinn gjaldmiðil til að höndla fjármagnsflutninga. Til að höndla frelsi í fjármagnsflutningum . Til að höndla uppgang og góðæri. Ég myndi hvetja til þess að í framhaldinu að við myndum ræða framtíðarstefnu í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði nauðasamningaleiðina tryggja kröfuhöfum mikinn afslátt frá skattaleyðinni. „Hins vegar vil ég taka það alveg skýrt fram að útfrá sjónarmiðum fjármálalegs stöðugleika ganga báðar þessar leiðir upp. En sú fyrri, stöðugleikaskatturinn, er öruggari fyrir Ísland,“ sagði Össur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti ánægju með að Alþingi afgreiddi þessi tvö mikilvægu mál í mikilli samstöðu og þakkaði þingheimi fyrir hans vinnu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði ánægjulegt hversu jákvætt þingmenn allra flokka tækju þessu máli. „Og sumir jafnvel málefnalega. Aðrir ekki jafn málefnalega. Það eru auðvitað ekki svaraverðar fullyrðingar sem hér hafa fallið um það að ríkisstjórnin sé búin að semja við einhverja um eitthvað í þessu sambandi,“ sagði forsætisráðherra.Stærsta efnahagsvandamál þjóðarinnar leyst Sigmundur Davíð sagði að þingið væri einfaldlega að samþykkja lög um skattlagningu og ef menn vildu komast hjá henni yrðu þeir að uppfylla stöðugleikaskilyrði sem væru miklu strangari en skilyrði sem áður hafi verið fyrir nauðasamningum. „Og háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson virðist einfaldlega hafa sofnað á kynningarfundinum ef það fór algerlega framhjá honum sú kynning sem fór fram þar á stöðugleikaskilyrðunum. Aðalatriðið er þó það að hér er þingið að samþykkja leið til að leysa stærsta efnahagslega vandamál sem þjóðin hefur staðið frami fyrir undanfarin ár og það er mikið fagnaðarefni. Það er ekki bara fagnaðarefni hér á Íslandi heldur hefur þetta vakið athygli víða um lönd. Enda með mjög afdráttarlausum hætti verið að leysa mál sem virtist mögum óleysanlegt fyrir síðustu kosningar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira