Seldi ofan af sér til að borga sekt við guðlasti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. júlí 2015 20:00 Úlfar Þormóðsson er eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast. Það var eftir útgáfu Spegilsins árið 1983. VÍSIR/VILHELM Eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast segir það mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið að frumvarp sem afnemur bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum hafi verið samþykkt á Alþingi í gær. Það var vegna hryðjuverkaárásarinnar á ristjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í vor sem Píratar lögðu fram frumvarp um afnám refsinga við guðlasti, en tímaritið hafði birt skopmyndir af Múhammed spámanni.Íslendingur var síðast dæmdur fyrir guðlast árið 1983 fyrir umfjöllun í tímaritinu Speglinum. Dóminn fékk ritstjórinn Úlfar Þormóðsson. „Það sem var í blaðinu og þótti refsivert var frásögn af því að það væri ólöglegt að gefa börnum áfengi eins og kirkjan gerir við fermingar, og þau áhrif sem fyrsti sopinn hefur á líf mannanna,“ segir Úlfar. Svo fór að blaðið var gert upptækt, umfangsmikil lögregluaðgerð var sett í gang til að koma í veg fyrir dreifingu þess og hlaut Úlfar dóm fyrir guðlast í hæstarétti þar sem hann var dæmdur til að greiða sekt vegna málsins eða sitja í varðhaldi. „Ég var nú ekki settur inn. En ég bankaði upp á í Hegningarhúsinu til að fá að skoða hvernig færi um mig. Það var hvatvís kona sem opnaði og sagði að ég myndi komast að því þegar ég kæmi. Svo ég endaði á að selja ofan af mér til að geta borgað sektina,“ segir hann. Úlfar segist þó viss um að mál hans hafi breytt ýmsu í samfélaginu. „Ég er alveg sannfærður um það að Spaugstofan hefði verið stoppuð. Ég er líka alveg sannfærður um að Baggalútur fengi ekki að vera til ef þetta mál hefði ekki komið upp. Ég er alveg viss um það.“ Hann segir að tíðindi gærdagsins séu sigur fyrir tjáningarfrelsið. „Þetta er ósköp svona kjánalegt, er það ekki, að það megi ekki stíða mönnum sem trúa á guð. Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta er gott fyrir þá sem halda ofan að skrifa um eitthvað annað að þurfa ekki að detta ofan í svona pytti,“ segir Úlfar Þormóðsson. Alþingi Tengdar fréttir Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp til að afnema bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum. Hann segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki. Spaugstofumaður segir að ákvæðið ætti að vera löngu farið úr lögum. 10. janúar 2015 10:15 Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja öll afnema bann við guðlasti Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins einhuga í afnámi guðlastsákvæðis hegningarlaga. 23. júní 2015 12:15 Biskup Íslands vill afnema fangelsisrefsingar fyrir guðlast Lagaheimildir um refsingu fyrir guðlast „standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda.“ 17. janúar 2015 17:51 Veltir fyrir sér endurútgáfu Spegilsins Úlfar Þormóðsson segir fyrirhugað afnám banns við guðlasti gott fyrir líðandi stund og næstu tíma. 24. júní 2015 09:00 Píratar vilja afnema bann við guðlasti Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. 9. janúar 2015 10:40 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast segir það mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið að frumvarp sem afnemur bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum hafi verið samþykkt á Alþingi í gær. Það var vegna hryðjuverkaárásarinnar á ristjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í vor sem Píratar lögðu fram frumvarp um afnám refsinga við guðlasti, en tímaritið hafði birt skopmyndir af Múhammed spámanni.Íslendingur var síðast dæmdur fyrir guðlast árið 1983 fyrir umfjöllun í tímaritinu Speglinum. Dóminn fékk ritstjórinn Úlfar Þormóðsson. „Það sem var í blaðinu og þótti refsivert var frásögn af því að það væri ólöglegt að gefa börnum áfengi eins og kirkjan gerir við fermingar, og þau áhrif sem fyrsti sopinn hefur á líf mannanna,“ segir Úlfar. Svo fór að blaðið var gert upptækt, umfangsmikil lögregluaðgerð var sett í gang til að koma í veg fyrir dreifingu þess og hlaut Úlfar dóm fyrir guðlast í hæstarétti þar sem hann var dæmdur til að greiða sekt vegna málsins eða sitja í varðhaldi. „Ég var nú ekki settur inn. En ég bankaði upp á í Hegningarhúsinu til að fá að skoða hvernig færi um mig. Það var hvatvís kona sem opnaði og sagði að ég myndi komast að því þegar ég kæmi. Svo ég endaði á að selja ofan af mér til að geta borgað sektina,“ segir hann. Úlfar segist þó viss um að mál hans hafi breytt ýmsu í samfélaginu. „Ég er alveg sannfærður um það að Spaugstofan hefði verið stoppuð. Ég er líka alveg sannfærður um að Baggalútur fengi ekki að vera til ef þetta mál hefði ekki komið upp. Ég er alveg viss um það.“ Hann segir að tíðindi gærdagsins séu sigur fyrir tjáningarfrelsið. „Þetta er ósköp svona kjánalegt, er það ekki, að það megi ekki stíða mönnum sem trúa á guð. Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta er gott fyrir þá sem halda ofan að skrifa um eitthvað annað að þurfa ekki að detta ofan í svona pytti,“ segir Úlfar Þormóðsson.
Alþingi Tengdar fréttir Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp til að afnema bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum. Hann segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki. Spaugstofumaður segir að ákvæðið ætti að vera löngu farið úr lögum. 10. janúar 2015 10:15 Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja öll afnema bann við guðlasti Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins einhuga í afnámi guðlastsákvæðis hegningarlaga. 23. júní 2015 12:15 Biskup Íslands vill afnema fangelsisrefsingar fyrir guðlast Lagaheimildir um refsingu fyrir guðlast „standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda.“ 17. janúar 2015 17:51 Veltir fyrir sér endurútgáfu Spegilsins Úlfar Þormóðsson segir fyrirhugað afnám banns við guðlasti gott fyrir líðandi stund og næstu tíma. 24. júní 2015 09:00 Píratar vilja afnema bann við guðlasti Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. 9. janúar 2015 10:40 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp til að afnema bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum. Hann segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki. Spaugstofumaður segir að ákvæðið ætti að vera löngu farið úr lögum. 10. janúar 2015 10:15
Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13
Vilja öll afnema bann við guðlasti Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins einhuga í afnámi guðlastsákvæðis hegningarlaga. 23. júní 2015 12:15
Biskup Íslands vill afnema fangelsisrefsingar fyrir guðlast Lagaheimildir um refsingu fyrir guðlast „standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda.“ 17. janúar 2015 17:51
Veltir fyrir sér endurútgáfu Spegilsins Úlfar Þormóðsson segir fyrirhugað afnám banns við guðlasti gott fyrir líðandi stund og næstu tíma. 24. júní 2015 09:00
Píratar vilja afnema bann við guðlasti Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. 9. janúar 2015 10:40