Seldi ofan af sér til að borga sekt við guðlasti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. júlí 2015 20:00 Úlfar Þormóðsson er eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast. Það var eftir útgáfu Spegilsins árið 1983. VÍSIR/VILHELM Eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast segir það mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið að frumvarp sem afnemur bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum hafi verið samþykkt á Alþingi í gær. Það var vegna hryðjuverkaárásarinnar á ristjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í vor sem Píratar lögðu fram frumvarp um afnám refsinga við guðlasti, en tímaritið hafði birt skopmyndir af Múhammed spámanni.Íslendingur var síðast dæmdur fyrir guðlast árið 1983 fyrir umfjöllun í tímaritinu Speglinum. Dóminn fékk ritstjórinn Úlfar Þormóðsson. „Það sem var í blaðinu og þótti refsivert var frásögn af því að það væri ólöglegt að gefa börnum áfengi eins og kirkjan gerir við fermingar, og þau áhrif sem fyrsti sopinn hefur á líf mannanna,“ segir Úlfar. Svo fór að blaðið var gert upptækt, umfangsmikil lögregluaðgerð var sett í gang til að koma í veg fyrir dreifingu þess og hlaut Úlfar dóm fyrir guðlast í hæstarétti þar sem hann var dæmdur til að greiða sekt vegna málsins eða sitja í varðhaldi. „Ég var nú ekki settur inn. En ég bankaði upp á í Hegningarhúsinu til að fá að skoða hvernig færi um mig. Það var hvatvís kona sem opnaði og sagði að ég myndi komast að því þegar ég kæmi. Svo ég endaði á að selja ofan af mér til að geta borgað sektina,“ segir hann. Úlfar segist þó viss um að mál hans hafi breytt ýmsu í samfélaginu. „Ég er alveg sannfærður um það að Spaugstofan hefði verið stoppuð. Ég er líka alveg sannfærður um að Baggalútur fengi ekki að vera til ef þetta mál hefði ekki komið upp. Ég er alveg viss um það.“ Hann segir að tíðindi gærdagsins séu sigur fyrir tjáningarfrelsið. „Þetta er ósköp svona kjánalegt, er það ekki, að það megi ekki stíða mönnum sem trúa á guð. Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta er gott fyrir þá sem halda ofan að skrifa um eitthvað annað að þurfa ekki að detta ofan í svona pytti,“ segir Úlfar Þormóðsson. Alþingi Tengdar fréttir Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp til að afnema bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum. Hann segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki. Spaugstofumaður segir að ákvæðið ætti að vera löngu farið úr lögum. 10. janúar 2015 10:15 Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja öll afnema bann við guðlasti Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins einhuga í afnámi guðlastsákvæðis hegningarlaga. 23. júní 2015 12:15 Biskup Íslands vill afnema fangelsisrefsingar fyrir guðlast Lagaheimildir um refsingu fyrir guðlast „standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda.“ 17. janúar 2015 17:51 Veltir fyrir sér endurútgáfu Spegilsins Úlfar Þormóðsson segir fyrirhugað afnám banns við guðlasti gott fyrir líðandi stund og næstu tíma. 24. júní 2015 09:00 Píratar vilja afnema bann við guðlasti Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. 9. janúar 2015 10:40 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast segir það mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið að frumvarp sem afnemur bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum hafi verið samþykkt á Alþingi í gær. Það var vegna hryðjuverkaárásarinnar á ristjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í vor sem Píratar lögðu fram frumvarp um afnám refsinga við guðlasti, en tímaritið hafði birt skopmyndir af Múhammed spámanni.Íslendingur var síðast dæmdur fyrir guðlast árið 1983 fyrir umfjöllun í tímaritinu Speglinum. Dóminn fékk ritstjórinn Úlfar Þormóðsson. „Það sem var í blaðinu og þótti refsivert var frásögn af því að það væri ólöglegt að gefa börnum áfengi eins og kirkjan gerir við fermingar, og þau áhrif sem fyrsti sopinn hefur á líf mannanna,“ segir Úlfar. Svo fór að blaðið var gert upptækt, umfangsmikil lögregluaðgerð var sett í gang til að koma í veg fyrir dreifingu þess og hlaut Úlfar dóm fyrir guðlast í hæstarétti þar sem hann var dæmdur til að greiða sekt vegna málsins eða sitja í varðhaldi. „Ég var nú ekki settur inn. En ég bankaði upp á í Hegningarhúsinu til að fá að skoða hvernig færi um mig. Það var hvatvís kona sem opnaði og sagði að ég myndi komast að því þegar ég kæmi. Svo ég endaði á að selja ofan af mér til að geta borgað sektina,“ segir hann. Úlfar segist þó viss um að mál hans hafi breytt ýmsu í samfélaginu. „Ég er alveg sannfærður um það að Spaugstofan hefði verið stoppuð. Ég er líka alveg sannfærður um að Baggalútur fengi ekki að vera til ef þetta mál hefði ekki komið upp. Ég er alveg viss um það.“ Hann segir að tíðindi gærdagsins séu sigur fyrir tjáningarfrelsið. „Þetta er ósköp svona kjánalegt, er það ekki, að það megi ekki stíða mönnum sem trúa á guð. Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta er gott fyrir þá sem halda ofan að skrifa um eitthvað annað að þurfa ekki að detta ofan í svona pytti,“ segir Úlfar Þormóðsson.
Alþingi Tengdar fréttir Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp til að afnema bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum. Hann segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki. Spaugstofumaður segir að ákvæðið ætti að vera löngu farið úr lögum. 10. janúar 2015 10:15 Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja öll afnema bann við guðlasti Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins einhuga í afnámi guðlastsákvæðis hegningarlaga. 23. júní 2015 12:15 Biskup Íslands vill afnema fangelsisrefsingar fyrir guðlast Lagaheimildir um refsingu fyrir guðlast „standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda.“ 17. janúar 2015 17:51 Veltir fyrir sér endurútgáfu Spegilsins Úlfar Þormóðsson segir fyrirhugað afnám banns við guðlasti gott fyrir líðandi stund og næstu tíma. 24. júní 2015 09:00 Píratar vilja afnema bann við guðlasti Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. 9. janúar 2015 10:40 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp til að afnema bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum. Hann segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki. Spaugstofumaður segir að ákvæðið ætti að vera löngu farið úr lögum. 10. janúar 2015 10:15
Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13
Vilja öll afnema bann við guðlasti Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins einhuga í afnámi guðlastsákvæðis hegningarlaga. 23. júní 2015 12:15
Biskup Íslands vill afnema fangelsisrefsingar fyrir guðlast Lagaheimildir um refsingu fyrir guðlast „standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda.“ 17. janúar 2015 17:51
Veltir fyrir sér endurútgáfu Spegilsins Úlfar Þormóðsson segir fyrirhugað afnám banns við guðlasti gott fyrir líðandi stund og næstu tíma. 24. júní 2015 09:00
Píratar vilja afnema bann við guðlasti Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. 9. janúar 2015 10:40