Bjarni Ben: Tvær leiðir til að horfa á ástandið í stjórnmálum Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. júlí 2015 10:00 Bjarni Benediktsson Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Bjarni segir fólk oft spyrja sig hvort hann sé ekki súr yfir því að mælast með fylgi undir 30 prósentum. „Ég hef farið í gegnum tvær kosningar undir 30 prósentunum. Auðvitað vil ég vera yfir og ég trui því að í næstu kosningum eigum við alla möguleika á að fara vel yfir 30 prósent. Þá er ég bara horfa til þess hvernig okkur er að takast til við að leiða fram okkar stefnumál.“ Bjarni segir tvær leiðir til þess að horfa á ástandið í stjórnmálunum. „Það er annars vegar hægt að segja, Þetta er hræðilegt, við höfum ekki náð okkur á strik. Fylgið er allt einhvers staðar annars staðar og á röngum stað. Svo er hægt að líta þannig á að fylgið sé á mikilli hreyingu og að í því felist gríðarleg tækifæri. Það þýðir að fólk er ekki ákveðið, fólk er að hlusta, það er að spyrja sig, hvar á ég heima?“ Hann segir flokkakerfið ekki úrelt í sínum huga. En þarf að gera breytingar til þess að hleypa að meira beinu lýðræði? „Já. En það mun fara vel með og samhliða fulltrúalýðræðinu. Til þess að vera með öflugt fulltrúalýðræði þá tel ég að við þurfum að hafa öfluga stjórnmálaflokka. Það skiptir máli að fólk viti hvað það er að kjósa og fyrir hvað sem þeir ætla að kjósa, standa, þannig mér finnst flokkakerfið alls ekki vera úrelt.“ Bjarni sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudag að hann vildi ljúka þeim þætti stjórnarskrár er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvernig á að vera hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu? „Það þyrfti að koma fram mjög sterk krafa frá fólkinu í landinu um að eiga síðasta orðið. Það gæti verið 20-25% kosningabærra manna kallaði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þá segi ég að það sé komin mjög sterk krafa. Það verður að vera annað hvort hár þröskuldur fyrir því að lög fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er ég að meina að mjög áberandi stór hluti kjósenda að kalla eftir því eða við verðum að leysa það með þátttökuþröskuldum." Alþingi Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Bjarni segir fólk oft spyrja sig hvort hann sé ekki súr yfir því að mælast með fylgi undir 30 prósentum. „Ég hef farið í gegnum tvær kosningar undir 30 prósentunum. Auðvitað vil ég vera yfir og ég trui því að í næstu kosningum eigum við alla möguleika á að fara vel yfir 30 prósent. Þá er ég bara horfa til þess hvernig okkur er að takast til við að leiða fram okkar stefnumál.“ Bjarni segir tvær leiðir til þess að horfa á ástandið í stjórnmálunum. „Það er annars vegar hægt að segja, Þetta er hræðilegt, við höfum ekki náð okkur á strik. Fylgið er allt einhvers staðar annars staðar og á röngum stað. Svo er hægt að líta þannig á að fylgið sé á mikilli hreyingu og að í því felist gríðarleg tækifæri. Það þýðir að fólk er ekki ákveðið, fólk er að hlusta, það er að spyrja sig, hvar á ég heima?“ Hann segir flokkakerfið ekki úrelt í sínum huga. En þarf að gera breytingar til þess að hleypa að meira beinu lýðræði? „Já. En það mun fara vel með og samhliða fulltrúalýðræðinu. Til þess að vera með öflugt fulltrúalýðræði þá tel ég að við þurfum að hafa öfluga stjórnmálaflokka. Það skiptir máli að fólk viti hvað það er að kjósa og fyrir hvað sem þeir ætla að kjósa, standa, þannig mér finnst flokkakerfið alls ekki vera úrelt.“ Bjarni sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudag að hann vildi ljúka þeim þætti stjórnarskrár er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvernig á að vera hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu? „Það þyrfti að koma fram mjög sterk krafa frá fólkinu í landinu um að eiga síðasta orðið. Það gæti verið 20-25% kosningabærra manna kallaði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þá segi ég að það sé komin mjög sterk krafa. Það verður að vera annað hvort hár þröskuldur fyrir því að lög fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er ég að meina að mjög áberandi stór hluti kjósenda að kalla eftir því eða við verðum að leysa það með þátttökuþröskuldum."
Alþingi Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira