Freyr: Eigum bestu stuðningsmenn á landinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2015 22:21 Freyr og félagar hafa ekki unnið í síðustu fimm leikjum. vísir/stefán Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var ósáttur að fá ekki neitt úr leiknum gegn KR í kvöld. "Þetta er mjög blóðugt og svekkjandi. Það er mín upplifun að við hefðum átt að fá meira út úr þessum leik," sagði Freyr. "Við vorum með þá á löngum köflum og fáum svo á okkur mark eftir fast leikatriði sem er mjög ólíkt okkur." Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, leit ekki vel út í markinu sem KR skoraði og lét svo reka sig út af á lokamínútunni fyrir að handleika boltann utan vítateigs. Freyr var að vonum óánægður með Eyjólf í þessum atvikum. "Eyjólfur var frábær fram að markinu og var búinn að grípa vel inn í. Þeir réðust á hann í hornum en hann vælir ekkert, heldur réðist á boltann. "En svo gerir hann mistök í markinu og hann veit það manna best. Og í kjölfarið fékk hann þetta rauða spjald." Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í leiknum í kvöld en þó nógu mikið að mati Freys til að skora. "Við fáum nægilega mörg færi og opnanir til að skora á þá. Þeir áttu ekki fleiri færi en við. Munurinn er að þeir skoruðu úr föstu leikatriði og maður er bara drullusvekktur, þar sem augnablikið var okkar og kvöldið var okkar. "Mér fannst við mjög vel skipulagðir og planið gekk upp hjá okkur," sagði Freyr en Leiknir hefur nú ekki unnið síðustu fimm leiki sína í Pepsi-deildinni og er aðeins einu stigi frá fallsæti. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmannasveitinni Leiknisljónunum fyrir þeirra framgöngu í kvöld en þau sungu allan leikinn og sennilega í 10 mínútur eftir að Valdimar Pálsson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. "Við gerðum okkur grein fyrir að þetta yrði erfitt en það sest alltaf á sálina að vinna ekki leiki. Það er óþolandi og það er ennþá meira óþolandi þegar þú átt bestu stuðningsmenn á landinu og getur ekki gefið þeim sigur. "Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að ná í þrjú stig gegn Keflavík. Við gerum allt sem við getum til að vinna þann leik," sagði Freyr að lokum en Leiknir og Keflavík mætast á Leiknisvelli eftir tvær vikur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 2-0 | Fyrsta tap Blika kom í Eyjum | Sjáðu mörkin ÍBV er í fallsæti og tekur á móti öflugu liði Breiðabliks sem fer á toppinn, um stundarsakir að minnsta kosti, með sigri. 28. júní 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 4-2 | Júní-Valsarar sannfærandi Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Val sem tapaði ekki leik í júnímánuði. 28. júní 2015 21:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - FH 1-3 | Þriggja stiga forysta FH á toppnum FH kom sér í enn betri stöðu á toppi Pepsi-deildar karla með 3-1 sigri á Fjölni í Grafarvogi í kvöld. 28. júní 2015 23:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Leiknir 1-0 | KR kreisti út sigur gegn nýliðunum KR bar sigurorð af Leikni með einu marki gegn engu á heimavelli í 10. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 28. júní 2015 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var ósáttur að fá ekki neitt úr leiknum gegn KR í kvöld. "Þetta er mjög blóðugt og svekkjandi. Það er mín upplifun að við hefðum átt að fá meira út úr þessum leik," sagði Freyr. "Við vorum með þá á löngum köflum og fáum svo á okkur mark eftir fast leikatriði sem er mjög ólíkt okkur." Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, leit ekki vel út í markinu sem KR skoraði og lét svo reka sig út af á lokamínútunni fyrir að handleika boltann utan vítateigs. Freyr var að vonum óánægður með Eyjólf í þessum atvikum. "Eyjólfur var frábær fram að markinu og var búinn að grípa vel inn í. Þeir réðust á hann í hornum en hann vælir ekkert, heldur réðist á boltann. "En svo gerir hann mistök í markinu og hann veit það manna best. Og í kjölfarið fékk hann þetta rauða spjald." Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í leiknum í kvöld en þó nógu mikið að mati Freys til að skora. "Við fáum nægilega mörg færi og opnanir til að skora á þá. Þeir áttu ekki fleiri færi en við. Munurinn er að þeir skoruðu úr föstu leikatriði og maður er bara drullusvekktur, þar sem augnablikið var okkar og kvöldið var okkar. "Mér fannst við mjög vel skipulagðir og planið gekk upp hjá okkur," sagði Freyr en Leiknir hefur nú ekki unnið síðustu fimm leiki sína í Pepsi-deildinni og er aðeins einu stigi frá fallsæti. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmannasveitinni Leiknisljónunum fyrir þeirra framgöngu í kvöld en þau sungu allan leikinn og sennilega í 10 mínútur eftir að Valdimar Pálsson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. "Við gerðum okkur grein fyrir að þetta yrði erfitt en það sest alltaf á sálina að vinna ekki leiki. Það er óþolandi og það er ennþá meira óþolandi þegar þú átt bestu stuðningsmenn á landinu og getur ekki gefið þeim sigur. "Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að ná í þrjú stig gegn Keflavík. Við gerum allt sem við getum til að vinna þann leik," sagði Freyr að lokum en Leiknir og Keflavík mætast á Leiknisvelli eftir tvær vikur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 2-0 | Fyrsta tap Blika kom í Eyjum | Sjáðu mörkin ÍBV er í fallsæti og tekur á móti öflugu liði Breiðabliks sem fer á toppinn, um stundarsakir að minnsta kosti, með sigri. 28. júní 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 4-2 | Júní-Valsarar sannfærandi Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Val sem tapaði ekki leik í júnímánuði. 28. júní 2015 21:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - FH 1-3 | Þriggja stiga forysta FH á toppnum FH kom sér í enn betri stöðu á toppi Pepsi-deildar karla með 3-1 sigri á Fjölni í Grafarvogi í kvöld. 28. júní 2015 23:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Leiknir 1-0 | KR kreisti út sigur gegn nýliðunum KR bar sigurorð af Leikni með einu marki gegn engu á heimavelli í 10. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 28. júní 2015 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 2-0 | Fyrsta tap Blika kom í Eyjum | Sjáðu mörkin ÍBV er í fallsæti og tekur á móti öflugu liði Breiðabliks sem fer á toppinn, um stundarsakir að minnsta kosti, með sigri. 28. júní 2015 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 4-2 | Júní-Valsarar sannfærandi Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Val sem tapaði ekki leik í júnímánuði. 28. júní 2015 21:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - FH 1-3 | Þriggja stiga forysta FH á toppnum FH kom sér í enn betri stöðu á toppi Pepsi-deildar karla með 3-1 sigri á Fjölni í Grafarvogi í kvöld. 28. júní 2015 23:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Leiknir 1-0 | KR kreisti út sigur gegn nýliðunum KR bar sigurorð af Leikni með einu marki gegn engu á heimavelli í 10. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 28. júní 2015 00:01