Lífið

Finnsku Eurovision-fararnir: „Við reyndum að gera allt rétt“

Atli Ísleifsson skrifar
Finnsku pönkararnir í PKN hlutu ekki náð fyrir augum áhorfenda og dómnefnda í gærkvöldi.
Finnsku pönkararnir í PKN hlutu ekki náð fyrir augum áhorfenda og dómnefnda í gærkvöldi. Vísir/AFP
„Við reyndum að gera allt rétt,“ sagði Pertti Kurikka, gítarleikari og forsprakki finnsku pönksveitarinnar PKN, eftir að ljóst varð að þeim hafi ekki tekist að tryggja sér sæti á útslitakvöldi Eurovision í gærkvöldi.

Fjórir meðlimir sveitarinnar voru ekkert sérlega viljugir að ræða málin eftir að ljóst var að Finnar yrðu ekki með á úrslitakvöldinu. Þó birtu þeir viðtal við Kurikka á Facebook-síðu sveitarinnar þar sem hann segir meðlimina hafa gert sitt besta.

„Við gerðum okkar besta, að gera allt rétt. En áhorfendur kusu önnur lönd. Við erum þrátt fyrir það ánægðir með að hafa reynt að gera okkar besta og ég er ánægður með það.“

Liðsmenn PKN eru þó reynslunni ríkari og hafa fjölmiðlar á staðnum í Vínarborg skrifað einna mest um fulltrúa Finna og hefur aðdáendum sveitarinnar fjölgað til muna.

Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×