Innlent

Stútfull dagskrá í þinginu í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Umræðum um breytingu á rammaáætlun var frestað og nú streyma málin á dagskrá þingsins.
Umræðum um breytingu á rammaáætlun var frestað og nú streyma málin á dagskrá þingsins. Vísir/Stefán
Þrjátíu og þrjú mál eru á dagskrá á Alþingi í dag sem kemur saman til fundar klukkan 10. Í gærkvöldi var umræða um breytingar á rammaáætlun frestað eftir átta daga málþóf stjórnarandstöðunnar.

Fundurinn hefst á rannsókn kjörbréfa og umræðum um störf þingsins. Að þeirri umræðu lokinni verður til umræðu stefna stjórnvalda um lagningu raflína. Tíu málanna snúast að innleiðingu EES-reglna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×