Lífið

Sagan með Maríu Ólafs í liði

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Löndin sem eru með okkur í riðli í Vín gefa okkur alla jafna stig.
Löndin sem eru með okkur í riðli í Vín gefa okkur alla jafna stig. Vísir/Vilhelm
Íslendingar eiga góða möguleika á að komast upp úr undanúrslitum í Eurovision í næstu viku sé tekið mið af því hvernig löndin sem eru með okkur í riðli hafa greitt atkvæði á síðustu árum.



Vísir skoðaði stigagjöf á milli landanna 17 frá 2004 til 2014. Nokkuð samræmi er í stigagjöf á milli ára, það er löndin gefa ákveðnum ríkjum frekar stig en öðrum. Skoðaðar voru bæði undanúrslitakeppnir og úrslitakeppnir og reiknað meðaltal atkvæða sem greidd eru í hverri atvkæðagreiðslu.



Það er þó rétt að taka fram að útreikningarnir og spáin er einungis til gamans gerð.



Miðað við kosningasögu landanna 16 sem takast á við Maríu Ólafs í Vínarborg næstkomandi fimmtudag mun Ísland verða fimmta landið til að komast upp úr undanúrslitunum. Aserbaídjan og Svíþjóð munu svífa upp úr riðlinum sem og Noregur og Lettar.



Verði atkvæðagreiðslan eftir bókinni má einnig gera ráð fyrir Möltu, Litháen, Ísrael, Sviss og Írlandi í úrslitum.



Það þýðir að Kýpur, Portúgal, Pólland, Slóvenía, Svartfjallaland, San Marínó og  Tékkland munu sitja eftir með sárt ennið, en aðeins tíu lönd komast úr undanriðlinum og inn í úrslit.



Fylgstu með Eurovisionfréttum hér á Vísi.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×