Vildu ekki að Silvía Nótt væri fyrirmynd barna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2015 13:00 „Við urðum bara að senda svolítið skýr skilaboð því fólki fannst allt í lagi að Silvía væri börnum þeirra fyrirmynd. En það var bara alls ekki ásetningur okkar,“ sagði Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona í þættinum Eurovísi. Ágústa Eva sagði karakterinn Silvíu Nótt hafa þróast á annan veg en áætlað var. Ekki hafi verið gert ráð fyrir að hún yrði svo vinsæl hjá yngri kynslóðinni. Þá hafi allt breyst og því hún og Gaukur Úlfasson, skaparar Silvíu Nætur, þurft að grípa til ráðstafanna. „Við reyndum að gera í því að gera hana að enn meiri norn,“ sagði Gaukur í þættinum.Sjá einnig: Snýr baki við Silvíu nótt: „Dropinn sem fyllti mælinn“Gervi-Silvía í Esso vorið 2006. Ólafía Hrönn og Ingvar E. Sigurðsson mættu í stað Silvíu og urðu aðdáendur fyrir vonbrigðum.Vísir/Anton BrinkEitt af því sem vakti hvað mesta athygli var þegar þau sögðust ætla að árita geisladiska á bensínstöðinni Essó á Ártúnshöfða. Í stað þess að mæta sjálf sendu þau leikarana Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Ingvar E. Sigurðsson í gervi Silvíu Nætur og kærasta hennar Romarios. Þá höfðu þau látið bíða eftir sér í rúman klukkutíma. Viðstaddir urðu svo reiðir að bensínstöðin neyddist til að endurgreiða geisladiskana. „Þetta var hrikalegt sko. Við urðum að senda skýr skilaboð um að þetta væri ekki barnaefni, hvað þá einhvers konar fyrirmynd. Silvía var eiginlega bara samansafn af samfélagslegum meinum í samfélaginu okkar á þessum tíma. Hún var bara samnefnari yfir allt sem er slæmt,“ sagði Ágústa. Hlusta má á viðtalið við Ágústu Evu og Gauk í spilaranum hér fyrir ofan. Í þættinum segja þau meðal annars frá því að fyrirkomulagi Eurovision hafi verið breytt vegna framkomu Silvíu Nætur í keppninni. Þá ræða þau það þegar lagi þeirra var lekið áður en það var kynnt fyrir landsmönnum árið 2006 og segjast fullviss um að Ísland vinni Eurovision í ár.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria María Ólafs var gestur í nýjasta þætti Eurovísis en þar tók hún uppáhalds Eurovision lagið sitt. 9. apríl 2015 13:47 Vill semja Eurovisionlag fyrir Pál Óskar Ásgeir Orri í StopWaitGo vill semja lag fyrir Pál Óskar til að fara með í Eurovision. Páll hefur sagst tilbúinn að taka þátt aftur. 8. apríl 2015 11:30 Hættu við að senda Eurovision út beint vegna Silvíu Nætur Framleiðendur keppninnar óttuðust ósiðlega framkomu Silvíu Nætur og fengu hana því til að skrifa undir formlega staðfestingu þess efnis að lokaatriði hennar yrði ekki breytt. 14. apríl 2015 15:00 Snýr baki við Silvíu Nótt "Dropinn sem fyllti mælinn var fjarvera Silvíu Nætur á bensínstöð Esso við Ártúnshöfða nú á dögunum, þar sem aðdáendur hennar voru samankomnir í þeim tilgangi að fá nýja geisladiskinn hennar áritaðan. Þarna var fjöldi manns samankominn, en sorglegast var að sjá yngstu kynslóðina standandi þarna eins og strandaglópar með tárin í augunum og reiðar mæður að róa þau." 18. maí 2006 06:00 Fullviss um að María Ólafs vinni Eurovision Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gaukur Úlfarsson spá Íslandi sigri. 14. apríl 2015 19:00 Vissi ekki af lekanum: Send á neyðarfund þar sem allir jusu yfir okkur fúkyrðum Ágústa Eva Erlendsdóttir segist ekki hafa vitað af því að Gaukur Úlfarsson hafi lekið laginu á netið áður en það var kynnt fyrir landsmönnum. 15. apríl 2015 09:30 Má ekki blóta á sviðinu Silvía Nótt heldur ásamt föruneyti til Grikklands í dag. Söngkonunni hefur verið tilkynnt að hún megi ekki blóta á sviðinu í Aþenu. Verði textanum ekki breytt frá því sem er í myndbandinu gæti farið svo að henni verði vikið úr keppninni. 11. maí 2006 07:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Við urðum bara að senda svolítið skýr skilaboð því fólki fannst allt í lagi að Silvía væri börnum þeirra fyrirmynd. En það var bara alls ekki ásetningur okkar,“ sagði Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona í þættinum Eurovísi. Ágústa Eva sagði karakterinn Silvíu Nótt hafa þróast á annan veg en áætlað var. Ekki hafi verið gert ráð fyrir að hún yrði svo vinsæl hjá yngri kynslóðinni. Þá hafi allt breyst og því hún og Gaukur Úlfasson, skaparar Silvíu Nætur, þurft að grípa til ráðstafanna. „Við reyndum að gera í því að gera hana að enn meiri norn,“ sagði Gaukur í þættinum.Sjá einnig: Snýr baki við Silvíu nótt: „Dropinn sem fyllti mælinn“Gervi-Silvía í Esso vorið 2006. Ólafía Hrönn og Ingvar E. Sigurðsson mættu í stað Silvíu og urðu aðdáendur fyrir vonbrigðum.Vísir/Anton BrinkEitt af því sem vakti hvað mesta athygli var þegar þau sögðust ætla að árita geisladiska á bensínstöðinni Essó á Ártúnshöfða. Í stað þess að mæta sjálf sendu þau leikarana Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Ingvar E. Sigurðsson í gervi Silvíu Nætur og kærasta hennar Romarios. Þá höfðu þau látið bíða eftir sér í rúman klukkutíma. Viðstaddir urðu svo reiðir að bensínstöðin neyddist til að endurgreiða geisladiskana. „Þetta var hrikalegt sko. Við urðum að senda skýr skilaboð um að þetta væri ekki barnaefni, hvað þá einhvers konar fyrirmynd. Silvía var eiginlega bara samansafn af samfélagslegum meinum í samfélaginu okkar á þessum tíma. Hún var bara samnefnari yfir allt sem er slæmt,“ sagði Ágústa. Hlusta má á viðtalið við Ágústu Evu og Gauk í spilaranum hér fyrir ofan. Í þættinum segja þau meðal annars frá því að fyrirkomulagi Eurovision hafi verið breytt vegna framkomu Silvíu Nætur í keppninni. Þá ræða þau það þegar lagi þeirra var lekið áður en það var kynnt fyrir landsmönnum árið 2006 og segjast fullviss um að Ísland vinni Eurovision í ár.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria María Ólafs var gestur í nýjasta þætti Eurovísis en þar tók hún uppáhalds Eurovision lagið sitt. 9. apríl 2015 13:47 Vill semja Eurovisionlag fyrir Pál Óskar Ásgeir Orri í StopWaitGo vill semja lag fyrir Pál Óskar til að fara með í Eurovision. Páll hefur sagst tilbúinn að taka þátt aftur. 8. apríl 2015 11:30 Hættu við að senda Eurovision út beint vegna Silvíu Nætur Framleiðendur keppninnar óttuðust ósiðlega framkomu Silvíu Nætur og fengu hana því til að skrifa undir formlega staðfestingu þess efnis að lokaatriði hennar yrði ekki breytt. 14. apríl 2015 15:00 Snýr baki við Silvíu Nótt "Dropinn sem fyllti mælinn var fjarvera Silvíu Nætur á bensínstöð Esso við Ártúnshöfða nú á dögunum, þar sem aðdáendur hennar voru samankomnir í þeim tilgangi að fá nýja geisladiskinn hennar áritaðan. Þarna var fjöldi manns samankominn, en sorglegast var að sjá yngstu kynslóðina standandi þarna eins og strandaglópar með tárin í augunum og reiðar mæður að róa þau." 18. maí 2006 06:00 Fullviss um að María Ólafs vinni Eurovision Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gaukur Úlfarsson spá Íslandi sigri. 14. apríl 2015 19:00 Vissi ekki af lekanum: Send á neyðarfund þar sem allir jusu yfir okkur fúkyrðum Ágústa Eva Erlendsdóttir segist ekki hafa vitað af því að Gaukur Úlfarsson hafi lekið laginu á netið áður en það var kynnt fyrir landsmönnum. 15. apríl 2015 09:30 Má ekki blóta á sviðinu Silvía Nótt heldur ásamt föruneyti til Grikklands í dag. Söngkonunni hefur verið tilkynnt að hún megi ekki blóta á sviðinu í Aþenu. Verði textanum ekki breytt frá því sem er í myndbandinu gæti farið svo að henni verði vikið úr keppninni. 11. maí 2006 07:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria María Ólafs var gestur í nýjasta þætti Eurovísis en þar tók hún uppáhalds Eurovision lagið sitt. 9. apríl 2015 13:47
Vill semja Eurovisionlag fyrir Pál Óskar Ásgeir Orri í StopWaitGo vill semja lag fyrir Pál Óskar til að fara með í Eurovision. Páll hefur sagst tilbúinn að taka þátt aftur. 8. apríl 2015 11:30
Hættu við að senda Eurovision út beint vegna Silvíu Nætur Framleiðendur keppninnar óttuðust ósiðlega framkomu Silvíu Nætur og fengu hana því til að skrifa undir formlega staðfestingu þess efnis að lokaatriði hennar yrði ekki breytt. 14. apríl 2015 15:00
Snýr baki við Silvíu Nótt "Dropinn sem fyllti mælinn var fjarvera Silvíu Nætur á bensínstöð Esso við Ártúnshöfða nú á dögunum, þar sem aðdáendur hennar voru samankomnir í þeim tilgangi að fá nýja geisladiskinn hennar áritaðan. Þarna var fjöldi manns samankominn, en sorglegast var að sjá yngstu kynslóðina standandi þarna eins og strandaglópar með tárin í augunum og reiðar mæður að róa þau." 18. maí 2006 06:00
Fullviss um að María Ólafs vinni Eurovision Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gaukur Úlfarsson spá Íslandi sigri. 14. apríl 2015 19:00
Vissi ekki af lekanum: Send á neyðarfund þar sem allir jusu yfir okkur fúkyrðum Ágústa Eva Erlendsdóttir segist ekki hafa vitað af því að Gaukur Úlfarsson hafi lekið laginu á netið áður en það var kynnt fyrir landsmönnum. 15. apríl 2015 09:30
Má ekki blóta á sviðinu Silvía Nótt heldur ásamt föruneyti til Grikklands í dag. Söngkonunni hefur verið tilkynnt að hún megi ekki blóta á sviðinu í Aþenu. Verði textanum ekki breytt frá því sem er í myndbandinu gæti farið svo að henni verði vikið úr keppninni. 11. maí 2006 07:00