Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2015 19:15 Veitingastaðurinn American Bar við Austurvöll hefur fjarlægt bandaríska við útidyr staðarins sem snúa að Austurvelli og Austurstræti af tillitssemi við Alþingi, sem einnig er með starfsemi í húsinu. American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna. Barinn er með bandarískar áherslur í mat og drykk og flaggaði því bandaríska fánanum við innganga við Austurstræti og Austurvöll. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis er ánægður með að fáninn hafi verið fjarlægður en þingið hafði komið athugasemdum á framfæri vegna fánans til eigenda staðarins.Ykkur leið ekki endilega vel með það þingmönnum að labba undir bandaríska fánann á leið til nefndarfunda og annað? „Nei, það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis. Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömnuleiðis brugðust mjög vel við þessu. Það á líka við um rekstraraðilana og þessu var bara breytt. Fáninn var tekinn niður þannig að nú eru allir sáttir og ég er þakklátur fyrir hversu góðan skilning þeir höfðu á þessum umkvörtunum okkar,“ segir Einar. Eigendur staðarins vildu ekki veita viðtal en sögðust friðelskandi menn og þeir vildu ekki standa í útistöðum við Alþingi. En Bandaríski fáninn nýtur sín hins vegar innandyra á veitingastaðnum. Forseti Alþingis segir þetta ekki dæmi um tepruskap. „Alþingi er auðvitað þessi stofnun sem hún er og auðvitað erum við viðkvæmari fyrir ýmsum hlutum sem aðrir eru kannski ekki. Mér finnst það nú að það liggi í augum uppi að þjóðþingið og gestum okkar finnst kannski dálítið óþægilegt að ganga undir erlendum þjóðfánum á leið inn á starfsstöðvar Alþingis,“ segir Einar. Fréttamaður kvaddi síðan forseta Alþingis með virktum og hélt inn á American Bar í leit að bandaríska fánanum og góðum hamborgara og fann bæði. Alþingi Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Sjá meira
Veitingastaðurinn American Bar við Austurvöll hefur fjarlægt bandaríska við útidyr staðarins sem snúa að Austurvelli og Austurstræti af tillitssemi við Alþingi, sem einnig er með starfsemi í húsinu. American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna. Barinn er með bandarískar áherslur í mat og drykk og flaggaði því bandaríska fánanum við innganga við Austurstræti og Austurvöll. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis er ánægður með að fáninn hafi verið fjarlægður en þingið hafði komið athugasemdum á framfæri vegna fánans til eigenda staðarins.Ykkur leið ekki endilega vel með það þingmönnum að labba undir bandaríska fánann á leið til nefndarfunda og annað? „Nei, það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis. Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömnuleiðis brugðust mjög vel við þessu. Það á líka við um rekstraraðilana og þessu var bara breytt. Fáninn var tekinn niður þannig að nú eru allir sáttir og ég er þakklátur fyrir hversu góðan skilning þeir höfðu á þessum umkvörtunum okkar,“ segir Einar. Eigendur staðarins vildu ekki veita viðtal en sögðust friðelskandi menn og þeir vildu ekki standa í útistöðum við Alþingi. En Bandaríski fáninn nýtur sín hins vegar innandyra á veitingastaðnum. Forseti Alþingis segir þetta ekki dæmi um tepruskap. „Alþingi er auðvitað þessi stofnun sem hún er og auðvitað erum við viðkvæmari fyrir ýmsum hlutum sem aðrir eru kannski ekki. Mér finnst það nú að það liggi í augum uppi að þjóðþingið og gestum okkar finnst kannski dálítið óþægilegt að ganga undir erlendum þjóðfánum á leið inn á starfsstöðvar Alþingis,“ segir Einar. Fréttamaður kvaddi síðan forseta Alþingis með virktum og hélt inn á American Bar í leit að bandaríska fánanum og góðum hamborgara og fann bæði.
Alþingi Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Sjá meira