Enn ein þrennan hjá Westbrook | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2015 11:01 Westbrook treður boltanum gegn Atlanta í nótt. vísir/afp Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Russell Westbrook heldur áfram að fara á kostum en hann náði sinni níundu þrennu á tímabilinu þegar Oklahoma City Thunder vann Atlanta Hawks, topplið Austurdeildarinnar, 123-115 á heimavelli. Westbrook skoraði 36 stig, þar af 17 í 4. leikhluta sem OKC vann með 13 stigum, 33-20. Hann tók einnig 10 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þetta var í sjöunda sinn sem Westbrook nær þrennu eftir Stjörnuleikinn, sem fór um miðjan febrúar, og jafnframt 17. þrennan hans á ferlinum. Dion Waiters skilaði 26 stigum fyrir OKC og Steven Adams skoraði 12 stig og tók 16 fráköst. Pero Antic skoraði mest fyrir Atlanta, eða 22 stig. Chris Paul var í miklu stuði þegar Los Angeles Clippers vann góðan sigur á Washington Wizards, 113-99. Paul skoraði 30 stig og gaf 15 stoðsendingar en hann hefur spilað eins og engill upp á síðkastið. DeAndre Jordan var einnig öflugur í liði Clippers með 10 stig og 23 fráköst. Þá skoraði J.J. Redick 26 stig og Blake Griffin 22 fyrir Clippers sem er í 5. sæti Vesturdeildarinnar. John Wall var atkvæðamestur í liði Washington með 19 stig og 10 stoðsendingar. Galdramennirnir sitja í 5. sæti Austurdeildarinnar. Meistarar San Antonio Spurs lyftu sér upp í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 12 stiga sigri á Boston Celtics á heimavelli, 101-89. Kawhi Leonard skoraði 22 stig og tók sjö fráköst í jöfnu liði Spurs. Evan Turner var stigahæstur í liði Boston með 17 stig en liðið er í 8. sæti Austurdeildarinnar og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.Úrslitin í nótt: Orlando - Portland 111:104 Philadelphia - New York 97:81 Brooklyn - Milwaukee 129:127 Cleveland - Indiana 95:92 Miami - Denver 108:91 Chicago - Toronto 108:92 Oklahoma City - Atlanta 123:115 Dallas - Memphis 101:112 San Antonio - Boston 101:89 Sacramento - Charlotte 101:91 Golden State - New Orleans 112:96 LA Clippers - Washington 113:99Westbrook var magnaður í nótt Derrick Williams með rosalega troðslu John Wall í loftköstum NBA Tengdar fréttir Grímuklædda ofurhetjan frá Oklahoma Russell Westbrook fylgir eftir frábærum febrúarmánuði með jafnvel enn betri frammistöðu í mars. Það lítur úr fyrir að Westbrook ætli nánast upp á sitt einsdæmi að koma Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina enda liðið að spila án síns "besta“ leikmanns. 17. mars 2015 07:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Russell Westbrook heldur áfram að fara á kostum en hann náði sinni níundu þrennu á tímabilinu þegar Oklahoma City Thunder vann Atlanta Hawks, topplið Austurdeildarinnar, 123-115 á heimavelli. Westbrook skoraði 36 stig, þar af 17 í 4. leikhluta sem OKC vann með 13 stigum, 33-20. Hann tók einnig 10 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þetta var í sjöunda sinn sem Westbrook nær þrennu eftir Stjörnuleikinn, sem fór um miðjan febrúar, og jafnframt 17. þrennan hans á ferlinum. Dion Waiters skilaði 26 stigum fyrir OKC og Steven Adams skoraði 12 stig og tók 16 fráköst. Pero Antic skoraði mest fyrir Atlanta, eða 22 stig. Chris Paul var í miklu stuði þegar Los Angeles Clippers vann góðan sigur á Washington Wizards, 113-99. Paul skoraði 30 stig og gaf 15 stoðsendingar en hann hefur spilað eins og engill upp á síðkastið. DeAndre Jordan var einnig öflugur í liði Clippers með 10 stig og 23 fráköst. Þá skoraði J.J. Redick 26 stig og Blake Griffin 22 fyrir Clippers sem er í 5. sæti Vesturdeildarinnar. John Wall var atkvæðamestur í liði Washington með 19 stig og 10 stoðsendingar. Galdramennirnir sitja í 5. sæti Austurdeildarinnar. Meistarar San Antonio Spurs lyftu sér upp í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 12 stiga sigri á Boston Celtics á heimavelli, 101-89. Kawhi Leonard skoraði 22 stig og tók sjö fráköst í jöfnu liði Spurs. Evan Turner var stigahæstur í liði Boston með 17 stig en liðið er í 8. sæti Austurdeildarinnar og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.Úrslitin í nótt: Orlando - Portland 111:104 Philadelphia - New York 97:81 Brooklyn - Milwaukee 129:127 Cleveland - Indiana 95:92 Miami - Denver 108:91 Chicago - Toronto 108:92 Oklahoma City - Atlanta 123:115 Dallas - Memphis 101:112 San Antonio - Boston 101:89 Sacramento - Charlotte 101:91 Golden State - New Orleans 112:96 LA Clippers - Washington 113:99Westbrook var magnaður í nótt Derrick Williams með rosalega troðslu John Wall í loftköstum
NBA Tengdar fréttir Grímuklædda ofurhetjan frá Oklahoma Russell Westbrook fylgir eftir frábærum febrúarmánuði með jafnvel enn betri frammistöðu í mars. Það lítur úr fyrir að Westbrook ætli nánast upp á sitt einsdæmi að koma Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina enda liðið að spila án síns "besta“ leikmanns. 17. mars 2015 07:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Sjá meira
Grímuklædda ofurhetjan frá Oklahoma Russell Westbrook fylgir eftir frábærum febrúarmánuði með jafnvel enn betri frammistöðu í mars. Það lítur úr fyrir að Westbrook ætli nánast upp á sitt einsdæmi að koma Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina enda liðið að spila án síns "besta“ leikmanns. 17. mars 2015 07:00