Fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. mars 2015 20:00 Ákvörðun utanríkisráðherra um að afhenda utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB, bréf þess efnis að ríkisstjórnin liti svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB hefur vakið upp mikil og hörð viðbrögð bæði í þinginu og meðal almennings. Helst er gagnrýnt að utanríkismálanefnd hafi ekki fjallað um málið og að engin þingsályktunartillaga hafi verið lögð fram um að hætta viðræðunum á þessu þingi. En hefur ráðherra umboð til að taka slíka ákvarðanir upp á eigin spítur? Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands segir svo vera. „Lagalega séð og út frá sjónarhóli stjórnskipunarinnar stenst þetta. En mér þykir þetta óeðlilegt í pólitísku samhengi og hvernig væri eðlilegt að virða samráð við alþingi sem þarna hefði átt að eiga sér stað,“ segir hún. Björg segir að í flestum ríkjum sem við berum okkur saman við sé skýrt ákvæði um utanríkisstefnu í stjórnarskrá. Svo sé ekki hér á landi, og á meðal lagaumhverfið sé svo óljóst geti utanríkisráðherra farið fram með þessum hætti. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að afleiðingarnar geti orðið afdrifaríkar. „Ef að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar stendur þá er hún fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir í framtíðinni. Þá geta ríkisstjórnir framtíðarinnar túlkað sinn þingmeirihluta á alþingi bara eftir sínum hag, og mótað utanríkisstefnuna sjálfa. Það gengur beint gegn þingræðishefð landsmanna,“ segir Baldur. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Biföst segir aftur á móti að tíðindin í málinu séu á annan veg en umræðan hefur verið. Stóra málið sé að Gunnar Bragi hafi ekki dregið umsóknina sem slíka formlega til baka. „Ef að það væri viljinn og það sem menn ætluðu sér að gera, þá væri það væntanlega það sem þeir hefðu gert, en gerðu það ekki. Í því finnst mér vera stóru skilaboðin, að þó svo að þeir segi í bréfinu að þeir líti svo á að þeir séu ekki í aðildaviðræðum, þá er umsóknin einfaldlega ekkeri formlega afturkölluð“. Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Ákvörðun utanríkisráðherra um að afhenda utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB, bréf þess efnis að ríkisstjórnin liti svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB hefur vakið upp mikil og hörð viðbrögð bæði í þinginu og meðal almennings. Helst er gagnrýnt að utanríkismálanefnd hafi ekki fjallað um málið og að engin þingsályktunartillaga hafi verið lögð fram um að hætta viðræðunum á þessu þingi. En hefur ráðherra umboð til að taka slíka ákvarðanir upp á eigin spítur? Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands segir svo vera. „Lagalega séð og út frá sjónarhóli stjórnskipunarinnar stenst þetta. En mér þykir þetta óeðlilegt í pólitísku samhengi og hvernig væri eðlilegt að virða samráð við alþingi sem þarna hefði átt að eiga sér stað,“ segir hún. Björg segir að í flestum ríkjum sem við berum okkur saman við sé skýrt ákvæði um utanríkisstefnu í stjórnarskrá. Svo sé ekki hér á landi, og á meðal lagaumhverfið sé svo óljóst geti utanríkisráðherra farið fram með þessum hætti. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að afleiðingarnar geti orðið afdrifaríkar. „Ef að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar stendur þá er hún fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir í framtíðinni. Þá geta ríkisstjórnir framtíðarinnar túlkað sinn þingmeirihluta á alþingi bara eftir sínum hag, og mótað utanríkisstefnuna sjálfa. Það gengur beint gegn þingræðishefð landsmanna,“ segir Baldur. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Biföst segir aftur á móti að tíðindin í málinu séu á annan veg en umræðan hefur verið. Stóra málið sé að Gunnar Bragi hafi ekki dregið umsóknina sem slíka formlega til baka. „Ef að það væri viljinn og það sem menn ætluðu sér að gera, þá væri það væntanlega það sem þeir hefðu gert, en gerðu það ekki. Í því finnst mér vera stóru skilaboðin, að þó svo að þeir segi í bréfinu að þeir líti svo á að þeir séu ekki í aðildaviðræðum, þá er umsóknin einfaldlega ekkeri formlega afturkölluð“.
Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira