Lengja opnunartímann aftur Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2025 13:28 Í sumar verður hægt að synda í Laugardalslaug og flestum öðrum sundlaugum Reykjavíkurborgar til klukkan 22 um helgar. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að lengja opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar um eina klukkastund í sumar. Kostnaður af því væri um sjö milljónir króna en talið er að auknar tekjur myndi vega upp á móti kostnaði. Í fundargerð fundar menningar- og íþróttaráðs á föstudag segir að lögð hafi verið fram tillaga meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um lengingu opnunartíma sundlauga í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar þann 4. mars síðastliðinn, um að fela menningar- og íþróttaráði útfærslu á lengingu á sumaropnun sundlauga um helgar. Tillagan hafi verið svohljóðandi: „Lagt er til að lengja opnunartíma um klukkustund um helgar í öllum sundlaugum borgarinnar. Gildir þetta frá og með 1.júní 2025 til og með 31.ágúst 2025. Opið verður því til kl. 22:00 laugardaga og sunnudaga, utan Klébergslaugar á Kjalarnesi, en hún verður opin frá kl. 10:00 - 18:00.“ Fagna tillögunni Tillagan var samþykkt og fulltrúar í ráðinu lögðu fram bókun þar sem kemur fram að þeir fagni lengri opnunartíma sundlauga um helgar yfir sumartímann. Tekið sé mið af lögfestum útivistartíma barna og ungmenna sem aftur hafi mikilvægt forvarnargildi og stuðli að heilbrigðri samveru fjölskyldu og vina. Í greinargertð með tillögunni segir einnig að tillagan styðji við útivistarreglur barna. Útivistartíminn sé lengdur frá og með 1. júní til 1. september. Frá og með 1. september til 1. maí sé útivistartíminn styttri, eða til klukkan 20 fyrir börn tólf ára og yngri og til klukkan 22 fyrir þrettán til sextán ára. Tekjurnar vega upp á móti Í greinargerðinni segir að vænt útgjöld vegna aukins launakostnaðar séu um sjö milljónir króna miðað við þriggja mánaða sumaropnun í öllum laugum. Lenging opnunartíma um klukkustund kosti að jafnaði um 2,3 milljónir króna á mánuði í heild fyrir allar laugar. Aftur á móti segir að væntar tekjur séu taldar jafnast út á móti auknum rekstrarkostnaði. Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. 21. febrúar 2024 22:09 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Í fundargerð fundar menningar- og íþróttaráðs á föstudag segir að lögð hafi verið fram tillaga meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um lengingu opnunartíma sundlauga í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar þann 4. mars síðastliðinn, um að fela menningar- og íþróttaráði útfærslu á lengingu á sumaropnun sundlauga um helgar. Tillagan hafi verið svohljóðandi: „Lagt er til að lengja opnunartíma um klukkustund um helgar í öllum sundlaugum borgarinnar. Gildir þetta frá og með 1.júní 2025 til og með 31.ágúst 2025. Opið verður því til kl. 22:00 laugardaga og sunnudaga, utan Klébergslaugar á Kjalarnesi, en hún verður opin frá kl. 10:00 - 18:00.“ Fagna tillögunni Tillagan var samþykkt og fulltrúar í ráðinu lögðu fram bókun þar sem kemur fram að þeir fagni lengri opnunartíma sundlauga um helgar yfir sumartímann. Tekið sé mið af lögfestum útivistartíma barna og ungmenna sem aftur hafi mikilvægt forvarnargildi og stuðli að heilbrigðri samveru fjölskyldu og vina. Í greinargertð með tillögunni segir einnig að tillagan styðji við útivistarreglur barna. Útivistartíminn sé lengdur frá og með 1. júní til 1. september. Frá og með 1. september til 1. maí sé útivistartíminn styttri, eða til klukkan 20 fyrir börn tólf ára og yngri og til klukkan 22 fyrir þrettán til sextán ára. Tekjurnar vega upp á móti Í greinargerðinni segir að vænt útgjöld vegna aukins launakostnaðar séu um sjö milljónir króna miðað við þriggja mánaða sumaropnun í öllum laugum. Lenging opnunartíma um klukkustund kosti að jafnaði um 2,3 milljónir króna á mánuði í heild fyrir allar laugar. Aftur á móti segir að væntar tekjur séu taldar jafnast út á móti auknum rekstrarkostnaði.
Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. 21. febrúar 2024 22:09 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. 21. febrúar 2024 22:09