Pírataflokkurinn var stofnaður árið 2012 og tók fyrst þátt í kosningum til Alþingis árið 2013. Fékk flokkurinn rúmlega fimm prósent fylgi sem skilaði þeim þremur þingmönnum.
Í áramótaskaupinu árið 2013 mátti finna skemmtilegt atriði þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, voru að leggjast til hvílu. Veltir Bjarni upp þeirri spurningu til Sigmundar hvort Píratar séu nokkuð til í alvörunni.