Lífið

Drógu saman um 74 pró­sent í sam­göngu­kostnað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann og Askur stóðu sig vel í áskorununni.
Jóhann og Askur stóðu sig vel í áskorununni.

Í síðasta þætti af Viltu finna milljón fóru pörin í gegnum samgöngukostnað. Töluverðir fjármunir fara í bensín og ýmiskonar samgöngur.

Jóhann og Askur tóku þetta verkefni með trompi og yfir eins mánaðar tímabil náðu þeir að lækka samgöngukostnað um sjötíu þúsund krónur.

Áður var parið að eyða um 96 þúsund krónum í samgöngur á mánuði. En í samgöngumánuðnum í Viltu finna milljón fór sá kostnaður niður í 24.956 krónur sem er um 74% samdráttur milli mánaða.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Drógu saman um 74% í samgöngukostnað

Viltu finna milljón eru fjármála- og fræðsluþættir á Stöð 2. Þáttarstjórnendur eru Hrefna Björk og Arnar Þór Ólafsson.

Hér má hlusta á hlaðvarpsþætti tengda þáttunum en þar er hægt að læra enn meira um fjármál og sparnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.