Lífið

Einn huggulegasti leikari landsins á lausu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Aron Mola skaust upp á stjörnuhimininn árið 2015 á samfélagsmiðlinum Snapchat.
Aron Mola skaust upp á stjörnuhimininn árið 2015 á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola er orðinn einhleypur. Nýverið slitnaði upp úr sambandi hans og Hildar Skúladóttur sálfræðings, eftir tíu ára samband. Saman eiga þau tvo drengi.

Aron er einn efnilegasti leikari landsins og hefur getið sér gott orð fyrir leik sinn í þáttum eins og Verbúðinni, Svörtum söndum, Ófærð og Venjulegu fólki. Hann hefur einnig komið víða við á fjölum leikhúsanna og leikið í sýningum á borð við Níu líf, Shakespeare verður ástfanginn og Emil í Kattholti, svo fátt eitt sé nefnt.

Aron er meðal fyrstu samfélagsmiðlastjarna Íslands og vakti fyrst athygli árið 2015 með eftirtektarverðum og fyndnum innslögum á Snapchat.

Í dag heldur hann úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Ólafssonum í Undralandi, ásamt félaga sínum Arnari Þór Ólafssyni, þar sem þeir ræða lífið, tilveruna og allt þar á milli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.