Íslendingar vinna ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2015 16:34 DAS-bandið hefur verið starfrækt í fimmtán ár og vekur alltaf mikla lukku þegar það leikur fyrir dansi á Hrafnistu. Vísir/Pjetur Það var heldur betur fjör á Hrafnistu í Reykjavík í dag þar sem DAS-hljómsveitin lék fyrir dansi á Öskudagsballi. Um margra ára hefð er að ræða og mæta margir íbúar Hrafnistu með höfuðföt á ballið en færst hefur í vöxt að starfsfólkið klæði sig í búninga eins og meðfylgjandi myndir sína. DAS-bandið fagnar fimmtán ára starfsafmæli í ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi þar sem Böðvar lék á harmonikku og Kristján sló taktinn á trommusett. Síðan hafa bæst við bandið bæði heimilismenn og gamlir kunningjar Böðvars sem áður voru í hljómsveitum.Spila í hverri viku „Síðasta föstudag vorum við fimmtán sem spiluðum saman en í dag vorum við bara fjórir af praktískum ástæðum,“ segir Böðvar en flestir úr DAS-bandinu eru íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leika þeir fyrir dansi á hverjum föstudegi en á fimm til sex vinka fresti á Hrafnistu í Reykjavík við góðar undirtekir. Tónlistin sem þeir leika er aðallega frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. „Þetta er bara þessi gamla tónlist sem var á böllunum sem þessi kynslóð sem býr inni á Hrafnistu í dag þekkir og man eftir. Hún var vinsæl í kringum 50 og 60. Það er það sem við spilum mest. Svo höfum við reynt að tína inn eitt og eitt nýtt,“ segir Böðvar og tekur sem dæmi lag Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn, sem var valið Óskalag þjóðarinnar í samnefndum þáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu síðastliðið haust. „Það verður að fylgja með.“Komast ekki inn í Söngvakeppnina En DAS-bandið er ekki aðeins með hugann við dansleiki á Hrafnistu. Það á sér stærri drauma og einn þeirra er að verða fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Hugmyndin kviknaði árið 2012 þegar ömmurnar frá Buranovo höfnuðu í öðru sæti í Eurovision fyrir hönd Rússlands og hefur sú saga gengið á Hrafnistu að Íslendingar munu ekki hrósa sigri í keppninni fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tvisvar sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins en því miður náði þetta ekki eyrum dómnefndar. En við höfum bara fyrst og fremst voða gaman að þessu og þetta er nú í gríni gert,“ segir Böðvar sem segist styðja þá kenningu að Íslendingar vinni ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tröllatrú á okkur það er ekki það.“ Eurovision Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Það var heldur betur fjör á Hrafnistu í Reykjavík í dag þar sem DAS-hljómsveitin lék fyrir dansi á Öskudagsballi. Um margra ára hefð er að ræða og mæta margir íbúar Hrafnistu með höfuðföt á ballið en færst hefur í vöxt að starfsfólkið klæði sig í búninga eins og meðfylgjandi myndir sína. DAS-bandið fagnar fimmtán ára starfsafmæli í ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi þar sem Böðvar lék á harmonikku og Kristján sló taktinn á trommusett. Síðan hafa bæst við bandið bæði heimilismenn og gamlir kunningjar Böðvars sem áður voru í hljómsveitum.Spila í hverri viku „Síðasta föstudag vorum við fimmtán sem spiluðum saman en í dag vorum við bara fjórir af praktískum ástæðum,“ segir Böðvar en flestir úr DAS-bandinu eru íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leika þeir fyrir dansi á hverjum föstudegi en á fimm til sex vinka fresti á Hrafnistu í Reykjavík við góðar undirtekir. Tónlistin sem þeir leika er aðallega frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. „Þetta er bara þessi gamla tónlist sem var á böllunum sem þessi kynslóð sem býr inni á Hrafnistu í dag þekkir og man eftir. Hún var vinsæl í kringum 50 og 60. Það er það sem við spilum mest. Svo höfum við reynt að tína inn eitt og eitt nýtt,“ segir Böðvar og tekur sem dæmi lag Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn, sem var valið Óskalag þjóðarinnar í samnefndum þáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu síðastliðið haust. „Það verður að fylgja með.“Komast ekki inn í Söngvakeppnina En DAS-bandið er ekki aðeins með hugann við dansleiki á Hrafnistu. Það á sér stærri drauma og einn þeirra er að verða fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Hugmyndin kviknaði árið 2012 þegar ömmurnar frá Buranovo höfnuðu í öðru sæti í Eurovision fyrir hönd Rússlands og hefur sú saga gengið á Hrafnistu að Íslendingar munu ekki hrósa sigri í keppninni fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tvisvar sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins en því miður náði þetta ekki eyrum dómnefndar. En við höfum bara fyrst og fremst voða gaman að þessu og þetta er nú í gríni gert,“ segir Böðvar sem segist styðja þá kenningu að Íslendingar vinni ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tröllatrú á okkur það er ekki það.“
Eurovision Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira