Á leið á Suðurpólinn um hátíðarnar 23. desember 2014 07:00 Einar Torfi Finnsson og John Bigham í leiðangri á Gunnbjörnsfjall, hæsta fjall Grænlands. Mynd/íslenskir fjallaleiðsögumenn Leiðangur Einars Torfa Finnssonar, leiðsögumanns og eins eigenda Íslenskra fjallaleiðsögumanna, á Suðurpólinn er nú að verða hálfnaður. Á hádegi á morgun kemur Einar, sem er leiðangursstjóri í ferðinni, ásamt þremur öðrum göngumönnum í Thiels Corner þar sem þeir verða í tvo daga og hvílast en þeir hafa verið á göngu í um það bil einn mánuð. Leiðangurinn hefur gengið vel þótt slæmt skyggni og háar snjóöldur hafi hægt talsvert á ferðinni, að því er kemur fram á bloggsíðu Íslenskra fjallaleiðsögumanna, expeditions.mountainguides.is. „Það er jafnvel erfitt að finna stað til að tjalda á á kvöldin því það er ekki auðvelt að sjá hvort snjórinn er sléttur eða ekki,“ sagði Einar í fyrradag.Björgvin HilmarssonÞað var nýsjálensk ferðaskrifstofa, Adventure Consultants, sem skipulagði leiðangurinn og falaðist eftir þjónustu Íslenskra fjallaleiðsögumanna. „Það var leitað til okkar vegna þeirrar reynslu sem við höfum. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa lengi boðið upp á gönguskíðaleiðangra yfir Sprengisand og Vatnajökul og yfir Grænlandsjökul. Við erum núna að bjóða sjálfir upp á leiðangra á Norður- og Suðurpólinn, bæði síðustu gráðuna og alla leið,“ segir Björgvin Hilmarsson, leiðsögumaður og umsjónarmaður leiðangra. Þegar Einar, sem hefur verið leiðsögumaður frá 1984, og ferðafélagar hans koma til Thiels Corner hafa þeir gengið alls 582 km en heildarleiðin á suðurpólinn er 1.130 km með 2.835 metra hækkun, að því er Björgvin greinir frá. Hann segir Einar og ferðafélaga stöðugt vera að ná upp meiri hraða þrátt fyrir að aðstæður hafi verið misgóðar. Í fyrradag sagði Einar að allir væru í góðu skapi þrátt fyrir erfiðið. Þeir hlökkuðu til að koma á næsta áfangastað þar sem þeir færu í hrein föt og hefðu tækifæri til að losa sig við ýmsan búnað sem þeir þyrftu ekki lengur. Einar kvaðst hafa fengið fregnir frá öðrum leiðangri um að auðveldari leið væri fram undan. Í Thiels Corner verða göngugarparnir einir um jólin. Jólafréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Leiðangur Einars Torfa Finnssonar, leiðsögumanns og eins eigenda Íslenskra fjallaleiðsögumanna, á Suðurpólinn er nú að verða hálfnaður. Á hádegi á morgun kemur Einar, sem er leiðangursstjóri í ferðinni, ásamt þremur öðrum göngumönnum í Thiels Corner þar sem þeir verða í tvo daga og hvílast en þeir hafa verið á göngu í um það bil einn mánuð. Leiðangurinn hefur gengið vel þótt slæmt skyggni og háar snjóöldur hafi hægt talsvert á ferðinni, að því er kemur fram á bloggsíðu Íslenskra fjallaleiðsögumanna, expeditions.mountainguides.is. „Það er jafnvel erfitt að finna stað til að tjalda á á kvöldin því það er ekki auðvelt að sjá hvort snjórinn er sléttur eða ekki,“ sagði Einar í fyrradag.Björgvin HilmarssonÞað var nýsjálensk ferðaskrifstofa, Adventure Consultants, sem skipulagði leiðangurinn og falaðist eftir þjónustu Íslenskra fjallaleiðsögumanna. „Það var leitað til okkar vegna þeirrar reynslu sem við höfum. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa lengi boðið upp á gönguskíðaleiðangra yfir Sprengisand og Vatnajökul og yfir Grænlandsjökul. Við erum núna að bjóða sjálfir upp á leiðangra á Norður- og Suðurpólinn, bæði síðustu gráðuna og alla leið,“ segir Björgvin Hilmarsson, leiðsögumaður og umsjónarmaður leiðangra. Þegar Einar, sem hefur verið leiðsögumaður frá 1984, og ferðafélagar hans koma til Thiels Corner hafa þeir gengið alls 582 km en heildarleiðin á suðurpólinn er 1.130 km með 2.835 metra hækkun, að því er Björgvin greinir frá. Hann segir Einar og ferðafélaga stöðugt vera að ná upp meiri hraða þrátt fyrir að aðstæður hafi verið misgóðar. Í fyrradag sagði Einar að allir væru í góðu skapi þrátt fyrir erfiðið. Þeir hlökkuðu til að koma á næsta áfangastað þar sem þeir færu í hrein föt og hefðu tækifæri til að losa sig við ýmsan búnað sem þeir þyrftu ekki lengur. Einar kvaðst hafa fengið fregnir frá öðrum leiðangri um að auðveldari leið væri fram undan. Í Thiels Corner verða göngugarparnir einir um jólin.
Jólafréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira