Fjölmenning og fordómar í garð trúaðra Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 20. nóvember 2014 08:00 Umræða samfélagsins um trú og trúarhefðir hefur aukist mjög á undanförnum árum og trúarbrögð skipa veigameiri sess í umræðu um alþjóðastjórnmál en þekktist undir lok 20. aldar. Ástæður þess eru margvíslegar en líklega hefur sú aukna vá, sem bókstafleg túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldisverk hefur verið, haft þar mest áhrif. Umræða fjölmiðla um trúarhefðir er því miður oft byggð á upphrópunum, sem og þeirri tilhneigingu að setja allar trúarhefðir undir sama hatt. Sú tilhneiging á við um umræðu er snýr að öllum trúarhefðum, þótt fordómar í garð múslima fari hæst í opinberri umræðu. Líkt og í umræðu um kristindóminn fá þær raddir mest vægi sem halda á lofti bókstaflegri túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldi og valdbeitingu. Meirihluti múslima iðkar trú sína með friðsömum hætti en ofbeldisverk hryðjuverkasamtaka og fjölskylduharmleikir heiðursmorða þykja bitastæðara fréttaefni en friðsöm trúariðkun innflytjenda á Vesturlöndum. Afleiðingin er sú að sú mynd sem birtist í opinberri orðræðu gefur þá mynd að íslam sé í grunninn ofbeldisfull trúarbrögð. Einföldun byggð á fordómum Víða í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta eru framin mannréttindabrot og staða kvenna í hinum íslamska heimi er sannarlega áhyggjuefni. Staðreyndin er hinsvegar sú að sú tilhneiging í opinberri umræðu að kenna íslam, eða trúarbrögðum almennt, um er einföldun sem elur á fordómum og kyndir undir enn frekara ofbeldi. Bókstafshyggja sem réttlæting ofbeldisverka er tilhneiging sem einskorðast hvorki við íslam, né trúarbrögð almennt, heldur hefur birst á undangenginni öld í túlkun á guðlausum stefnuyfirlýsingum stjórnmálaafla. Upplýst umræða Ofbeldi í garð kvenna er vandamál sem herjar á mannkyn allt og þó staða kvenna í hinum íslamska heimi sé víða bágborin er mikilvægt að skoða hana í samhengi. Til dæmis er umskurn kvenna ekki einungis iðkuð í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta, líkt og í Erítreu og Eþíópíu, löndum þar sem kristnir eru í meirihluta. Slæðan, sem oft er túlkuð sem táknmynd kúgunar kvenna, hefur á köflum verið táknmynd kvenfrelsis, samanber í Íran áður en að klerkabyltingin átti sér stað. Kúgun kvenna og mannréttindabrot gagnvart þeim eru sammannlegt vandamál og þeim ber að berjast gegn hvar sem þau birtast en það er einföldun að halda því fram að íslam sé kvenfjandsamlegri en önnur trúarbrögð. Innflytjendur auðga samfélagið Upplýst fjölmenningarsýn byggir á jákvæðri afstöðu í garð menningarlegrar og trúarlegrar fjölbreytni á sama tíma og hún mótmælir mannréttindabrotum og ofbeldi í öllum myndum. Á Íslandi er smám saman að verða til fjölmenningarsamfélag, þar sem innflytjendur af ýmsum þjóðarbrotum og trúarhefðum auðga samfélag okkar með því að gerast Íslendingar. Íslensku samfélagi stendur ekki ógn af menningarlegum fjölbreytileika en okkur stendur ógn af fordómum í samfélagi okkar, hvar sem þeir birtast. Upplýst umræða gerir þær kröfur að alhæfingar og upphrópanir séu ekki umbornar á vettvangi fjölmiðla, heldur sé fjallað um menningu og trúarbrögð með þeim hætti að gerður sé greinarmunur á því hvað er rætt um hverju sinni. Kristnar kirkjudeildir eru mjög ólíkar og það sama á við um birtingarmyndir íslam í ólíkri menningu þjóða. Hvorugum trúarbrögðum er gert rétt til með því að alhæfa um eðli þeirra eða bera fram upphrópanir byggðar á framgöngu þeirra sem beita trúnni fyrir sig til að réttlæta ofbeldi. Ef við viljum varðveita trúfrelsi á Íslandi getur það ekki byggt á útskúfun trúariðkunar úr hinu opinbera rými eða á því að fordæma alla trú sem er þjóðinni framandi. Trúfrelsi byggir á jákvæðri afstöðu í garð trúariðkunar og menningarlegar tjáningar innan þeirra marka sem mannréttindi og lög setja allri tjáningu. Nýlega var haldin í Neskirkju hátíð á vegum Félags Horizon en það eru menningarsamtök múslima sem vilja berjast gegn fordómum í samfélagi okkar. Á boðstólum voru fegurstu ávextir tyrkneskrar menningar, þjóðdansar, ebru-listmálun og ashura-grautur, en hann byggir á helgisögn sem segir að spámaðurinn Nói hafi blandað saman framandi hráefnum og fengið út einstakt bragð. Slíkir viðburðir varða veginn í átt að upplýstri fjölmenningu þar sem haldið er á lofti því besta sem menning og trú hafa fram að færa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Fjölmenning Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða samfélagsins um trú og trúarhefðir hefur aukist mjög á undanförnum árum og trúarbrögð skipa veigameiri sess í umræðu um alþjóðastjórnmál en þekktist undir lok 20. aldar. Ástæður þess eru margvíslegar en líklega hefur sú aukna vá, sem bókstafleg túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldisverk hefur verið, haft þar mest áhrif. Umræða fjölmiðla um trúarhefðir er því miður oft byggð á upphrópunum, sem og þeirri tilhneigingu að setja allar trúarhefðir undir sama hatt. Sú tilhneiging á við um umræðu er snýr að öllum trúarhefðum, þótt fordómar í garð múslima fari hæst í opinberri umræðu. Líkt og í umræðu um kristindóminn fá þær raddir mest vægi sem halda á lofti bókstaflegri túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldi og valdbeitingu. Meirihluti múslima iðkar trú sína með friðsömum hætti en ofbeldisverk hryðjuverkasamtaka og fjölskylduharmleikir heiðursmorða þykja bitastæðara fréttaefni en friðsöm trúariðkun innflytjenda á Vesturlöndum. Afleiðingin er sú að sú mynd sem birtist í opinberri orðræðu gefur þá mynd að íslam sé í grunninn ofbeldisfull trúarbrögð. Einföldun byggð á fordómum Víða í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta eru framin mannréttindabrot og staða kvenna í hinum íslamska heimi er sannarlega áhyggjuefni. Staðreyndin er hinsvegar sú að sú tilhneiging í opinberri umræðu að kenna íslam, eða trúarbrögðum almennt, um er einföldun sem elur á fordómum og kyndir undir enn frekara ofbeldi. Bókstafshyggja sem réttlæting ofbeldisverka er tilhneiging sem einskorðast hvorki við íslam, né trúarbrögð almennt, heldur hefur birst á undangenginni öld í túlkun á guðlausum stefnuyfirlýsingum stjórnmálaafla. Upplýst umræða Ofbeldi í garð kvenna er vandamál sem herjar á mannkyn allt og þó staða kvenna í hinum íslamska heimi sé víða bágborin er mikilvægt að skoða hana í samhengi. Til dæmis er umskurn kvenna ekki einungis iðkuð í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta, líkt og í Erítreu og Eþíópíu, löndum þar sem kristnir eru í meirihluta. Slæðan, sem oft er túlkuð sem táknmynd kúgunar kvenna, hefur á köflum verið táknmynd kvenfrelsis, samanber í Íran áður en að klerkabyltingin átti sér stað. Kúgun kvenna og mannréttindabrot gagnvart þeim eru sammannlegt vandamál og þeim ber að berjast gegn hvar sem þau birtast en það er einföldun að halda því fram að íslam sé kvenfjandsamlegri en önnur trúarbrögð. Innflytjendur auðga samfélagið Upplýst fjölmenningarsýn byggir á jákvæðri afstöðu í garð menningarlegrar og trúarlegrar fjölbreytni á sama tíma og hún mótmælir mannréttindabrotum og ofbeldi í öllum myndum. Á Íslandi er smám saman að verða til fjölmenningarsamfélag, þar sem innflytjendur af ýmsum þjóðarbrotum og trúarhefðum auðga samfélag okkar með því að gerast Íslendingar. Íslensku samfélagi stendur ekki ógn af menningarlegum fjölbreytileika en okkur stendur ógn af fordómum í samfélagi okkar, hvar sem þeir birtast. Upplýst umræða gerir þær kröfur að alhæfingar og upphrópanir séu ekki umbornar á vettvangi fjölmiðla, heldur sé fjallað um menningu og trúarbrögð með þeim hætti að gerður sé greinarmunur á því hvað er rætt um hverju sinni. Kristnar kirkjudeildir eru mjög ólíkar og það sama á við um birtingarmyndir íslam í ólíkri menningu þjóða. Hvorugum trúarbrögðum er gert rétt til með því að alhæfa um eðli þeirra eða bera fram upphrópanir byggðar á framgöngu þeirra sem beita trúnni fyrir sig til að réttlæta ofbeldi. Ef við viljum varðveita trúfrelsi á Íslandi getur það ekki byggt á útskúfun trúariðkunar úr hinu opinbera rými eða á því að fordæma alla trú sem er þjóðinni framandi. Trúfrelsi byggir á jákvæðri afstöðu í garð trúariðkunar og menningarlegar tjáningar innan þeirra marka sem mannréttindi og lög setja allri tjáningu. Nýlega var haldin í Neskirkju hátíð á vegum Félags Horizon en það eru menningarsamtök múslima sem vilja berjast gegn fordómum í samfélagi okkar. Á boðstólum voru fegurstu ávextir tyrkneskrar menningar, þjóðdansar, ebru-listmálun og ashura-grautur, en hann byggir á helgisögn sem segir að spámaðurinn Nói hafi blandað saman framandi hráefnum og fengið út einstakt bragð. Slíkir viðburðir varða veginn í átt að upplýstri fjölmenningu þar sem haldið er á lofti því besta sem menning og trú hafa fram að færa.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun