Með hugann við hætturnar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Bárðarbunga, eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands, hefur látið á sér kræla að undanförnu og átt sviðið í fréttum vikunnar. Gos í fjallinu eða nálægt því gæti framkallað gífurlegar hamfarir, sérstaklega ef gýs undir mörg hundruð metra þykkri jökulhettunni. Þá getur jökulhlaup frá fjallinu ógnað byggðum og mannvirkjum í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Jarðvísindunum hefur fleygt svo fram að það er hægt að vakta eldfjall eins og Bárðarbungu margfalt betur en fyrir fáeinum árum, að ekki sé talað um á öldum áður, þegar engin leið var að vara fólk við eldsumbrotum. Það er því ekki líklegt að gos í Bárðarbungueldstöðinni komi okkur að óvörum og valdi til dæmis stórfelldu manntjóni. Samt er full þörf á að hafa varann á. Samfélag nútímans, með sínum samgöngu- og fjarskiptamannvirkjum, flugsamgöngum og svo framvegis, er á vissum sviðum viðkvæmara fyrir áhrifum náttúruhamfara en það var áður. Fréttablaðið fjallaði um það í gær að jarðhræringarnar við Bárðarbungu nú eru í raun framhald hrinu sem hófst árið 2007. Vorið 2010 var aftur talsverður órói í fjallinu og þá vöktu starfsmenn Almannavarna athygli á að ekki væri til sérstakt hættumat og viðbragðsáætlun vegna goss í Bárðarbungu, líkt og unnið hefði verið vegna Kötlu og Mýrdalsjökuls. Þá var sömuleiðis bent á að gos í Bárðarbungu gæti jafnvel orðið afdrifaríkara en gos í Eyjafjallajökli, sem þá var nýafstaðið, vegna hættu á hamfaraflóðum sem meðal annars gætu farið niður Jökulsá á Fjöllum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er hvorki hættumat né viðbragðsáætlun vegna Bárðarbungu tilbúið fjórum áður síðar. Málið er hins vegar í vinnslu sem hluti af víðtæku og heildstæðu hættumati vegna eldgosa, sem vinna hófst við árið 2011. Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í blaðinu að mikilvægast væri að vinnan væri hafin, þótt ekki hefði enn tekizt að ljúka hættumati fyrir Bárðarbungu. Framgangur og staða verkefnisins væri hins vegar „háð því fjármagni sem sé til verka hverju sinni“ og æskilegast væri að hættumat lægi fyrir um alla náttúruvá á Íslandi. Þegar Fréttablaðið fjallaði um hættumatið sumarið 2012 kom fram að verkefnið myndi í heild kosta hundruð milljóna króna, en eingöngu var tryggt fé upp á einhverja tugi milljóna á ári næstu þrjú árin. Það er augljóslega mikilvægt verkefni að ljúka gerð hættumats og viðbragðsáætlana fyrir allar helztu eldstöðvar landsins. Við búum í hættulegu landi, þar sem náttúruöflin geta reglulega gert okkur verulega skráveifu. Það skiptir máli að hafa hugann við þessar hættur og vera viðbúin hamförunum til þess að þær valdi ekki meiri hættu eða tjóni en nauðsynlegt er. Fjárfesting í slíkum viðbúnaði getur skilað sér margfalt til baka. Það þarf að huga að henni til langs tíma, líka þegar þrengingar eru í ríkisfjármálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Bárðarbunga, eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands, hefur látið á sér kræla að undanförnu og átt sviðið í fréttum vikunnar. Gos í fjallinu eða nálægt því gæti framkallað gífurlegar hamfarir, sérstaklega ef gýs undir mörg hundruð metra þykkri jökulhettunni. Þá getur jökulhlaup frá fjallinu ógnað byggðum og mannvirkjum í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Jarðvísindunum hefur fleygt svo fram að það er hægt að vakta eldfjall eins og Bárðarbungu margfalt betur en fyrir fáeinum árum, að ekki sé talað um á öldum áður, þegar engin leið var að vara fólk við eldsumbrotum. Það er því ekki líklegt að gos í Bárðarbungueldstöðinni komi okkur að óvörum og valdi til dæmis stórfelldu manntjóni. Samt er full þörf á að hafa varann á. Samfélag nútímans, með sínum samgöngu- og fjarskiptamannvirkjum, flugsamgöngum og svo framvegis, er á vissum sviðum viðkvæmara fyrir áhrifum náttúruhamfara en það var áður. Fréttablaðið fjallaði um það í gær að jarðhræringarnar við Bárðarbungu nú eru í raun framhald hrinu sem hófst árið 2007. Vorið 2010 var aftur talsverður órói í fjallinu og þá vöktu starfsmenn Almannavarna athygli á að ekki væri til sérstakt hættumat og viðbragðsáætlun vegna goss í Bárðarbungu, líkt og unnið hefði verið vegna Kötlu og Mýrdalsjökuls. Þá var sömuleiðis bent á að gos í Bárðarbungu gæti jafnvel orðið afdrifaríkara en gos í Eyjafjallajökli, sem þá var nýafstaðið, vegna hættu á hamfaraflóðum sem meðal annars gætu farið niður Jökulsá á Fjöllum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er hvorki hættumat né viðbragðsáætlun vegna Bárðarbungu tilbúið fjórum áður síðar. Málið er hins vegar í vinnslu sem hluti af víðtæku og heildstæðu hættumati vegna eldgosa, sem vinna hófst við árið 2011. Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í blaðinu að mikilvægast væri að vinnan væri hafin, þótt ekki hefði enn tekizt að ljúka hættumati fyrir Bárðarbungu. Framgangur og staða verkefnisins væri hins vegar „háð því fjármagni sem sé til verka hverju sinni“ og æskilegast væri að hættumat lægi fyrir um alla náttúruvá á Íslandi. Þegar Fréttablaðið fjallaði um hættumatið sumarið 2012 kom fram að verkefnið myndi í heild kosta hundruð milljóna króna, en eingöngu var tryggt fé upp á einhverja tugi milljóna á ári næstu þrjú árin. Það er augljóslega mikilvægt verkefni að ljúka gerð hættumats og viðbragðsáætlana fyrir allar helztu eldstöðvar landsins. Við búum í hættulegu landi, þar sem náttúruöflin geta reglulega gert okkur verulega skráveifu. Það skiptir máli að hafa hugann við þessar hættur og vera viðbúin hamförunum til þess að þær valdi ekki meiri hættu eða tjóni en nauðsynlegt er. Fjárfesting í slíkum viðbúnaði getur skilað sér margfalt til baka. Það þarf að huga að henni til langs tíma, líka þegar þrengingar eru í ríkisfjármálum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar