Rassskellti hasarhetjurnar í Expendables 3 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 09:30 Fyrst um sinn er bara gaman að þykjast vera lögga. Grínmyndin Let‘s Be Cops var frumsýnd á Íslandi í gær en í aðalhlutverkum eru þeir Jake Johnson og Damon Wayans Jr. Myndin fjallar um tvo bestu vini sem mæta sem lögreglumenn í búningaveislu og ávinna sér þannig virðingu og aðdáun allra sem í teitið mæta. Þeir ákveða því að þykjast vera löggur og vindur leikritið sífellt meira upp á sig. En þegar þessar platlöggur flækjast inn í vef glæpamanna og svikulla lögreglumanna þurfa þeir að treysta hvor á annan. Myndin hefur þénað ágætlega í miðasölu vestan hafs. Frumsýningarhelgina voru miðasölutekjurnar 17,7 milljónir dollarar, rúmir tveir milljarðar króna. Lenti myndin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar þá helgi en athygli vekur að testósteróndrifna hasarmyndin Expendables 3 var í fjórða sæti og halaði inn 16,2 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða, talsvert minna en fyrri myndirnar öfluðu. Í fyrsta sæti þessa helgi var síðan Teenage Mutant Ninja Turtles og í öðru sæti var Guardians of the Galaxy. Í öðrum hlutverkum í Let‘s Be Cops eru Rob Riggle, Nina Dobrev og James D‘Arcy en leikstjóri myndarinnar er Luke Greenfield, sem leikstýrði meðal annars The Animal og The Girl Next Door.Vinirnir fara í grímubúningapartí sem lögreglumenn.Óheppileg tímasetning frumsýningarinnar Let‘s Be Cops var frumsýnd vestan hafs þann 13. ágúst en nokkrum dögum áður, eða þann 9. ágúst, var ungur maður, Michael Brown, skotinn til bana af lögreglu í Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum. Hafa margir bent á að tímasetning frumsýningar myndarinnar hafi verið mjög óheppileg. Þó að myndverið 20th Century Fox hafi eflaust ekki getað frestað frumsýningunni með svo stuttum fyrirvara hafa margir notendur á samfélagsmiðlum hvatt fyrirtækið til að minnka markaðssetningu myndarinnar í ljósi nýliðinna atburða í Ferguson. Þá eru margir æfir yfir því hvernig lögreglumenn og -konur eru sýndar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Hollywood og telja ekki rétta mynd vera dregna upp af starfi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Grínmyndin Let‘s Be Cops var frumsýnd á Íslandi í gær en í aðalhlutverkum eru þeir Jake Johnson og Damon Wayans Jr. Myndin fjallar um tvo bestu vini sem mæta sem lögreglumenn í búningaveislu og ávinna sér þannig virðingu og aðdáun allra sem í teitið mæta. Þeir ákveða því að þykjast vera löggur og vindur leikritið sífellt meira upp á sig. En þegar þessar platlöggur flækjast inn í vef glæpamanna og svikulla lögreglumanna þurfa þeir að treysta hvor á annan. Myndin hefur þénað ágætlega í miðasölu vestan hafs. Frumsýningarhelgina voru miðasölutekjurnar 17,7 milljónir dollarar, rúmir tveir milljarðar króna. Lenti myndin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar þá helgi en athygli vekur að testósteróndrifna hasarmyndin Expendables 3 var í fjórða sæti og halaði inn 16,2 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða, talsvert minna en fyrri myndirnar öfluðu. Í fyrsta sæti þessa helgi var síðan Teenage Mutant Ninja Turtles og í öðru sæti var Guardians of the Galaxy. Í öðrum hlutverkum í Let‘s Be Cops eru Rob Riggle, Nina Dobrev og James D‘Arcy en leikstjóri myndarinnar er Luke Greenfield, sem leikstýrði meðal annars The Animal og The Girl Next Door.Vinirnir fara í grímubúningapartí sem lögreglumenn.Óheppileg tímasetning frumsýningarinnar Let‘s Be Cops var frumsýnd vestan hafs þann 13. ágúst en nokkrum dögum áður, eða þann 9. ágúst, var ungur maður, Michael Brown, skotinn til bana af lögreglu í Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum. Hafa margir bent á að tímasetning frumsýningar myndarinnar hafi verið mjög óheppileg. Þó að myndverið 20th Century Fox hafi eflaust ekki getað frestað frumsýningunni með svo stuttum fyrirvara hafa margir notendur á samfélagsmiðlum hvatt fyrirtækið til að minnka markaðssetningu myndarinnar í ljósi nýliðinna atburða í Ferguson. Þá eru margir æfir yfir því hvernig lögreglumenn og -konur eru sýndar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Hollywood og telja ekki rétta mynd vera dregna upp af starfi lögreglunnar í Bandaríkjunum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning