Rassskellti hasarhetjurnar í Expendables 3 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 09:30 Fyrst um sinn er bara gaman að þykjast vera lögga. Grínmyndin Let‘s Be Cops var frumsýnd á Íslandi í gær en í aðalhlutverkum eru þeir Jake Johnson og Damon Wayans Jr. Myndin fjallar um tvo bestu vini sem mæta sem lögreglumenn í búningaveislu og ávinna sér þannig virðingu og aðdáun allra sem í teitið mæta. Þeir ákveða því að þykjast vera löggur og vindur leikritið sífellt meira upp á sig. En þegar þessar platlöggur flækjast inn í vef glæpamanna og svikulla lögreglumanna þurfa þeir að treysta hvor á annan. Myndin hefur þénað ágætlega í miðasölu vestan hafs. Frumsýningarhelgina voru miðasölutekjurnar 17,7 milljónir dollarar, rúmir tveir milljarðar króna. Lenti myndin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar þá helgi en athygli vekur að testósteróndrifna hasarmyndin Expendables 3 var í fjórða sæti og halaði inn 16,2 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða, talsvert minna en fyrri myndirnar öfluðu. Í fyrsta sæti þessa helgi var síðan Teenage Mutant Ninja Turtles og í öðru sæti var Guardians of the Galaxy. Í öðrum hlutverkum í Let‘s Be Cops eru Rob Riggle, Nina Dobrev og James D‘Arcy en leikstjóri myndarinnar er Luke Greenfield, sem leikstýrði meðal annars The Animal og The Girl Next Door.Vinirnir fara í grímubúningapartí sem lögreglumenn.Óheppileg tímasetning frumsýningarinnar Let‘s Be Cops var frumsýnd vestan hafs þann 13. ágúst en nokkrum dögum áður, eða þann 9. ágúst, var ungur maður, Michael Brown, skotinn til bana af lögreglu í Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum. Hafa margir bent á að tímasetning frumsýningar myndarinnar hafi verið mjög óheppileg. Þó að myndverið 20th Century Fox hafi eflaust ekki getað frestað frumsýningunni með svo stuttum fyrirvara hafa margir notendur á samfélagsmiðlum hvatt fyrirtækið til að minnka markaðssetningu myndarinnar í ljósi nýliðinna atburða í Ferguson. Þá eru margir æfir yfir því hvernig lögreglumenn og -konur eru sýndar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Hollywood og telja ekki rétta mynd vera dregna upp af starfi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Grínmyndin Let‘s Be Cops var frumsýnd á Íslandi í gær en í aðalhlutverkum eru þeir Jake Johnson og Damon Wayans Jr. Myndin fjallar um tvo bestu vini sem mæta sem lögreglumenn í búningaveislu og ávinna sér þannig virðingu og aðdáun allra sem í teitið mæta. Þeir ákveða því að þykjast vera löggur og vindur leikritið sífellt meira upp á sig. En þegar þessar platlöggur flækjast inn í vef glæpamanna og svikulla lögreglumanna þurfa þeir að treysta hvor á annan. Myndin hefur þénað ágætlega í miðasölu vestan hafs. Frumsýningarhelgina voru miðasölutekjurnar 17,7 milljónir dollarar, rúmir tveir milljarðar króna. Lenti myndin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar þá helgi en athygli vekur að testósteróndrifna hasarmyndin Expendables 3 var í fjórða sæti og halaði inn 16,2 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða, talsvert minna en fyrri myndirnar öfluðu. Í fyrsta sæti þessa helgi var síðan Teenage Mutant Ninja Turtles og í öðru sæti var Guardians of the Galaxy. Í öðrum hlutverkum í Let‘s Be Cops eru Rob Riggle, Nina Dobrev og James D‘Arcy en leikstjóri myndarinnar er Luke Greenfield, sem leikstýrði meðal annars The Animal og The Girl Next Door.Vinirnir fara í grímubúningapartí sem lögreglumenn.Óheppileg tímasetning frumsýningarinnar Let‘s Be Cops var frumsýnd vestan hafs þann 13. ágúst en nokkrum dögum áður, eða þann 9. ágúst, var ungur maður, Michael Brown, skotinn til bana af lögreglu í Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum. Hafa margir bent á að tímasetning frumsýningar myndarinnar hafi verið mjög óheppileg. Þó að myndverið 20th Century Fox hafi eflaust ekki getað frestað frumsýningunni með svo stuttum fyrirvara hafa margir notendur á samfélagsmiðlum hvatt fyrirtækið til að minnka markaðssetningu myndarinnar í ljósi nýliðinna atburða í Ferguson. Þá eru margir æfir yfir því hvernig lögreglumenn og -konur eru sýndar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Hollywood og telja ekki rétta mynd vera dregna upp af starfi lögreglunnar í Bandaríkjunum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira