Kynþáttaspenna með djúpar rætur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. ágúst 2014 07:00 Sum djúpstæðustu vandamál bandarísks samfélags kristallast í eftirleik hörmulegs atburðar sem átti sér stað fyrr í mánuðinum þegar lögreglumaður banaði þeldökkum unglingi, Michael Brown, í Ferguson, útborg St. Louis í Missouri. Michael Brown var óvopnaður þegar hvítur lögreglumaður skaut hann sex skotum. Lögreglan heldur því fram að hann hafi ógnað lögreglumanninum, en vitni segja að hann hafi haft uppréttar hendur og beðið lögreglumanninn um að skjóta ekki. Viðbrögð samfélagsins í Ferguson hafa verið hörð, en þar er yfirgnæfandi meirihluti íbúa, eða um 65 prósent, þeldökkur. Efnt hefur verið til harðra mótmæla í bænum, sem hafa að einhverju leyti farið úr böndunum og kallað á hörð viðbrögð lögreglu, sem mörgum þykja algjörlega yfirdrifin. Lögreglan mætti mótmælendum svo þungvopnuð að það líktist fremur hernaðaraðgerð en lögregluaðgerð til að stilla til friðar í smábæ. Margir hafa gagnrýnt „hervæðingu“ lögreglunnar undanfarin ár. Bættur vopnabúnaður hennar átti að nýtast til að eiga við harðsnúin fíkniefnagengi en er illa til þess fallinn að skapa traust á milli lögreglunnar og borgara, sem mótmæla lögregluofbeldi á götum úti. Í Ferguson háttar til eins og víða annars staðar í Bandaríkjunum; meirihluti íbúanna í þessum tuttugu þúsund manna bæ er svartur. Atvinnuleysi í bænum er níu prósent og fimmtungur íbúanna er undir fátæktarmörkum. Í 55 manna lögregluliði bæjarins eru hins vegar aðeins þrír svartir lögreglumenn. Drápið á Michael Brown er fyrir mörgum þeldökkum Bandaríkjamönnum staðfesting þess að lögreglan komi með allt öðrum hætti fram við fólk úr minnihlutahópum en við hvíta. Það er staðreynd að fólk úr minnihlutahópum er fremur stöðvað í bílum sínum, frekar leitað á því og það er frekar handtekið – og líklegra til að falla fyrir kúlum lögreglunnar en hvíti meirihlutinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hvatt íbúa Ferguson til að grípa ekki til ofbeldis í mótmælum sínum, hann hefur sagzt skilja reiðina og örvæntinguna og gagnrýnt hörku lögreglunnar. Hann hefur sömuleiðis sent Eric Holder dómsmálaráðherra, fyrsta svarta manninn sem gegnir því embætti, til Ferguson að ræða við heimamenn og fylgjast með rannsókn málsins. Því er heitið að rannsóknin verði óháð og sannleikurinn um það hvernig dauða Michaels Brown bar að höndum dreginn fram í dagsljósið. Margir telja hins vegar að Obama, fyrsti blökkumaðurinn sem kjörinn er í embætti Bandaríkjaforseta, hafi ekki gert nóg. Hann er nú hvattur til að beita sér fyrir því að sett verði alríkislög sem banni að lögreglan taki fólk úr minnihlutahópum sérstaklega fyrir og mæli fyrir um fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að hindra slíkt. Það verkefni er augljóslega ekki auðvelt, enda á spenna á milli fólks af ólíkum kynþáttum sér djúpar rætur í bandarískri sögu og þjóðarsál. Obama er hins vegar líklegri en margir fyrirrennarar hans til að ná árangri í að draga úr henni – og manndrápið í Missouri ætti að verða fleiri bandarískum stjórnmálamönnum hvati til að leita samkomulags og sátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Sum djúpstæðustu vandamál bandarísks samfélags kristallast í eftirleik hörmulegs atburðar sem átti sér stað fyrr í mánuðinum þegar lögreglumaður banaði þeldökkum unglingi, Michael Brown, í Ferguson, útborg St. Louis í Missouri. Michael Brown var óvopnaður þegar hvítur lögreglumaður skaut hann sex skotum. Lögreglan heldur því fram að hann hafi ógnað lögreglumanninum, en vitni segja að hann hafi haft uppréttar hendur og beðið lögreglumanninn um að skjóta ekki. Viðbrögð samfélagsins í Ferguson hafa verið hörð, en þar er yfirgnæfandi meirihluti íbúa, eða um 65 prósent, þeldökkur. Efnt hefur verið til harðra mótmæla í bænum, sem hafa að einhverju leyti farið úr böndunum og kallað á hörð viðbrögð lögreglu, sem mörgum þykja algjörlega yfirdrifin. Lögreglan mætti mótmælendum svo þungvopnuð að það líktist fremur hernaðaraðgerð en lögregluaðgerð til að stilla til friðar í smábæ. Margir hafa gagnrýnt „hervæðingu“ lögreglunnar undanfarin ár. Bættur vopnabúnaður hennar átti að nýtast til að eiga við harðsnúin fíkniefnagengi en er illa til þess fallinn að skapa traust á milli lögreglunnar og borgara, sem mótmæla lögregluofbeldi á götum úti. Í Ferguson háttar til eins og víða annars staðar í Bandaríkjunum; meirihluti íbúanna í þessum tuttugu þúsund manna bæ er svartur. Atvinnuleysi í bænum er níu prósent og fimmtungur íbúanna er undir fátæktarmörkum. Í 55 manna lögregluliði bæjarins eru hins vegar aðeins þrír svartir lögreglumenn. Drápið á Michael Brown er fyrir mörgum þeldökkum Bandaríkjamönnum staðfesting þess að lögreglan komi með allt öðrum hætti fram við fólk úr minnihlutahópum en við hvíta. Það er staðreynd að fólk úr minnihlutahópum er fremur stöðvað í bílum sínum, frekar leitað á því og það er frekar handtekið – og líklegra til að falla fyrir kúlum lögreglunnar en hvíti meirihlutinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hvatt íbúa Ferguson til að grípa ekki til ofbeldis í mótmælum sínum, hann hefur sagzt skilja reiðina og örvæntinguna og gagnrýnt hörku lögreglunnar. Hann hefur sömuleiðis sent Eric Holder dómsmálaráðherra, fyrsta svarta manninn sem gegnir því embætti, til Ferguson að ræða við heimamenn og fylgjast með rannsókn málsins. Því er heitið að rannsóknin verði óháð og sannleikurinn um það hvernig dauða Michaels Brown bar að höndum dreginn fram í dagsljósið. Margir telja hins vegar að Obama, fyrsti blökkumaðurinn sem kjörinn er í embætti Bandaríkjaforseta, hafi ekki gert nóg. Hann er nú hvattur til að beita sér fyrir því að sett verði alríkislög sem banni að lögreglan taki fólk úr minnihlutahópum sérstaklega fyrir og mæli fyrir um fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að hindra slíkt. Það verkefni er augljóslega ekki auðvelt, enda á spenna á milli fólks af ólíkum kynþáttum sér djúpar rætur í bandarískri sögu og þjóðarsál. Obama er hins vegar líklegri en margir fyrirrennarar hans til að ná árangri í að draga úr henni – og manndrápið í Missouri ætti að verða fleiri bandarískum stjórnmálamönnum hvati til að leita samkomulags og sátta.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun