Fjölskylduskatturinn Bjarkey Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2014 07:00 Nú eru línur teknar að skýrast í vinnunni við fjárlagafrumvarp næsta árs. Fréttir berast af því að ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, leggi sérstaka áherslu á breytingar á virðisaukaskattkerfinu. Fjármálaráðherra hefur sérstaklega talað fyrir því að tvöfalda virðisaukaskattinn á matvæli, færa hann úr 7% í 14% í tveimur skrefum, en lækka um leið virðisaukaskattinn á aðrar vörur, þar á meðal ýmsar lúxusvörur, um 1%. Það liggur fyrir að með slíkri hækkun á matvæli væri ríkisstjórnin enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa. Ekki síst kemur þetta sér illa fyrir ungar og barnmargar fjölskyldur. Sú 1% lækkun á efra þrepinu sem talað hefur verið um er á vörum sem þeir sem lágar tekjur hafa neita sér frekar um. Hins vegar þurfa allir að borða og því ljóst að þessi breyting mun bitna á þeim sem síst skyldi og spyrja má hvort fjármálaráðherrann hafi reiknað út hvaða áhrif það hafi á verðbólguna og skuldastöðu heimilanna? Ég held að við getum flest verið sammála um að verð á matvöru hefur hækkað töluvert og fæst viljum við greiða hærra verð en við nú þegar gerum. Það liggur í augum uppi að þeir sem lægri tekjur hafa kaupa alla jafna ódýrari mat en þeir sem hærri tekjur hafa. Staðreyndin er sú að um 60% lágtekjufólks eiga erfitt með að láta enda ná saman, en einungis um fjórðungur hátekjufólks. Með hækkun matarskattsins er ljóst að lágtekjufólk mun eiga enn erfiðara með að ná endum saman. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin hækkað gjöld á sjúklinga og skráningargjöld í háskólum, sem enn og aftur kemur verst við marga þá sem eru verst settir fyrir. En hvers vegna telur ríkisstjórnin sig þurfa að hækka matarskatt og gjöld í mennta- og heilbrigðiskerfinu? Er það ekki vegna þess að sama ríkisstjórn ákvað að afnema auðlegðarskattinn og stórlækka veiðigjöldin? Forgangsröðunin verður ekki mikið skýrari: Kvótakóngar og stóreignafólk fá afhentar milljónir á silfurfati á meðan lágtekjufólk og fjölskyldur eru látnar borga brúsann. Þessari fyrirhrunspólitík verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust þegar málið kemur inn á borð Alþingis og fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru línur teknar að skýrast í vinnunni við fjárlagafrumvarp næsta árs. Fréttir berast af því að ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, leggi sérstaka áherslu á breytingar á virðisaukaskattkerfinu. Fjármálaráðherra hefur sérstaklega talað fyrir því að tvöfalda virðisaukaskattinn á matvæli, færa hann úr 7% í 14% í tveimur skrefum, en lækka um leið virðisaukaskattinn á aðrar vörur, þar á meðal ýmsar lúxusvörur, um 1%. Það liggur fyrir að með slíkri hækkun á matvæli væri ríkisstjórnin enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa. Ekki síst kemur þetta sér illa fyrir ungar og barnmargar fjölskyldur. Sú 1% lækkun á efra þrepinu sem talað hefur verið um er á vörum sem þeir sem lágar tekjur hafa neita sér frekar um. Hins vegar þurfa allir að borða og því ljóst að þessi breyting mun bitna á þeim sem síst skyldi og spyrja má hvort fjármálaráðherrann hafi reiknað út hvaða áhrif það hafi á verðbólguna og skuldastöðu heimilanna? Ég held að við getum flest verið sammála um að verð á matvöru hefur hækkað töluvert og fæst viljum við greiða hærra verð en við nú þegar gerum. Það liggur í augum uppi að þeir sem lægri tekjur hafa kaupa alla jafna ódýrari mat en þeir sem hærri tekjur hafa. Staðreyndin er sú að um 60% lágtekjufólks eiga erfitt með að láta enda ná saman, en einungis um fjórðungur hátekjufólks. Með hækkun matarskattsins er ljóst að lágtekjufólk mun eiga enn erfiðara með að ná endum saman. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin hækkað gjöld á sjúklinga og skráningargjöld í háskólum, sem enn og aftur kemur verst við marga þá sem eru verst settir fyrir. En hvers vegna telur ríkisstjórnin sig þurfa að hækka matarskatt og gjöld í mennta- og heilbrigðiskerfinu? Er það ekki vegna þess að sama ríkisstjórn ákvað að afnema auðlegðarskattinn og stórlækka veiðigjöldin? Forgangsröðunin verður ekki mikið skýrari: Kvótakóngar og stóreignafólk fá afhentar milljónir á silfurfati á meðan lágtekjufólk og fjölskyldur eru látnar borga brúsann. Þessari fyrirhrunspólitík verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust þegar málið kemur inn á borð Alþingis og fjárlaganefndar.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar