Staðið í lappirnar gagnvart Rússum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. ágúst 2014 06:00 Íslenzkir fiskútflytjendur fylgjast nú áhyggjufullir með útfærslunni á innflutningsbanni rússneskra stjórnvalda á matvæli frá Vesturlöndum. Bannið er hugsað sem svar við efnahagslegum og pólitískum þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gagnvart Rússum vegna framferðis þeirra í Úkraínu. Samkvæmt fyrstu fregnum af innflutningsbanninu eru íslenzk matvæli ekki á listanum yfir vestrænan mat sem verður bannað að flytja inn. Rússnesk stjórnvöld hafa reyndar tekið fram að listinn sé „sveigjanlegur“, sem þýðir að það er ekki útilokað að staðan gagnvart Íslandi gæti breytzt. Raunar er ekki sérstaklega rökrétt að Rússar undanskilji Ísland úr hópi vestrænna ríkja sem styðja stjórnvöld í Úkraínu í baráttunni gegn ofríki Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur staðið sig vel í þeim stuðningi, farið tvisvar sinnum til Úkraínu og sagt skýrt að innlimun Rússa á Krímskaga hafi verið brot á alþjóðalögum. Ráðherrann hefur líka hvatt Rússa til að beita sér fyrir því að aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins leggi niður vopn í stað þess að veita þeim stuðning. Íslenzk stjórnvöld hafa sömuleiðis lýst stuðningi við og tekið þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna, ESB og fleiri vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Það er þess vegna ekki ljóst hvers vegna íslenzkar útflutningsvörur eru undanskildar innflutningsbanninu frekar en til dæmis sjávarafurðir frá Noregi, en bannið mun hafa veruleg áhrif á norskan sjávarútveg. Þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússum skiptir rússneskt efnahagslíf litlu eða engu máli. Ákveði rússnesk stjórnvöld hins vegar að bæta íslenzkum fiski á listann yfir vörur sem ekki fást fluttar inn til Rússlands getur það valdið íslenzkum fyrirtækjum talsverðum búsifjum. Stór hluti makríl- og síldarútflutnings Íslendinga fer til Rússlands. Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, segir í Fréttablaðinu í dag að gífurlegir hagsmunir séu í húfi og hvetur íslenzk stjórnvöld til að „stíga varlega til jarðar“. Á Ísland þá að tóna niður málflutning sinn til stuðnings Úkraínu og að alþjóðalög séu virt, til að tryggja hagsmuni útflytjenda? Svarið við því er nei. Hér er stærra prinsippmál á ferðinni en svo. Eins og Gunnar Bragi sagði þegar hann kom frá Úkraínu í síðasta mánuði: „Það varðar hagsmuni Íslands miklu að alþjóðalög séu ávallt virt […] Með heimsókn minni núna vil ég undirstrika það að rödd Íslands heyrist til varnar alþjóðalögum og reglu.“ Í Bylgjufréttum í gær ítrekaði Gunnar Bragi fyrri ummæli sín, um að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar, yrði svo að vera. „Já, já, það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ sagði Gunnar Bragi. Þetta er rétta afstaðan í þessu máli. Innflutningsbann Rússa verður tæplega langvinnt, því að það mun skaða rússneskan efnahag ekkert síður en vestrænna ríkja. Íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa áður þurft að bregðast við viðlíka sveiflum á mörkuðum. Það er engin ástæða til að breyta stefnunni í þessu stóra máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Íslenzkir fiskútflytjendur fylgjast nú áhyggjufullir með útfærslunni á innflutningsbanni rússneskra stjórnvalda á matvæli frá Vesturlöndum. Bannið er hugsað sem svar við efnahagslegum og pólitískum þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gagnvart Rússum vegna framferðis þeirra í Úkraínu. Samkvæmt fyrstu fregnum af innflutningsbanninu eru íslenzk matvæli ekki á listanum yfir vestrænan mat sem verður bannað að flytja inn. Rússnesk stjórnvöld hafa reyndar tekið fram að listinn sé „sveigjanlegur“, sem þýðir að það er ekki útilokað að staðan gagnvart Íslandi gæti breytzt. Raunar er ekki sérstaklega rökrétt að Rússar undanskilji Ísland úr hópi vestrænna ríkja sem styðja stjórnvöld í Úkraínu í baráttunni gegn ofríki Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur staðið sig vel í þeim stuðningi, farið tvisvar sinnum til Úkraínu og sagt skýrt að innlimun Rússa á Krímskaga hafi verið brot á alþjóðalögum. Ráðherrann hefur líka hvatt Rússa til að beita sér fyrir því að aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins leggi niður vopn í stað þess að veita þeim stuðning. Íslenzk stjórnvöld hafa sömuleiðis lýst stuðningi við og tekið þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna, ESB og fleiri vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Það er þess vegna ekki ljóst hvers vegna íslenzkar útflutningsvörur eru undanskildar innflutningsbanninu frekar en til dæmis sjávarafurðir frá Noregi, en bannið mun hafa veruleg áhrif á norskan sjávarútveg. Þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússum skiptir rússneskt efnahagslíf litlu eða engu máli. Ákveði rússnesk stjórnvöld hins vegar að bæta íslenzkum fiski á listann yfir vörur sem ekki fást fluttar inn til Rússlands getur það valdið íslenzkum fyrirtækjum talsverðum búsifjum. Stór hluti makríl- og síldarútflutnings Íslendinga fer til Rússlands. Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, segir í Fréttablaðinu í dag að gífurlegir hagsmunir séu í húfi og hvetur íslenzk stjórnvöld til að „stíga varlega til jarðar“. Á Ísland þá að tóna niður málflutning sinn til stuðnings Úkraínu og að alþjóðalög séu virt, til að tryggja hagsmuni útflytjenda? Svarið við því er nei. Hér er stærra prinsippmál á ferðinni en svo. Eins og Gunnar Bragi sagði þegar hann kom frá Úkraínu í síðasta mánuði: „Það varðar hagsmuni Íslands miklu að alþjóðalög séu ávallt virt […] Með heimsókn minni núna vil ég undirstrika það að rödd Íslands heyrist til varnar alþjóðalögum og reglu.“ Í Bylgjufréttum í gær ítrekaði Gunnar Bragi fyrri ummæli sín, um að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar, yrði svo að vera. „Já, já, það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ sagði Gunnar Bragi. Þetta er rétta afstaðan í þessu máli. Innflutningsbann Rússa verður tæplega langvinnt, því að það mun skaða rússneskan efnahag ekkert síður en vestrænna ríkja. Íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa áður þurft að bregðast við viðlíka sveiflum á mörkuðum. Það er engin ástæða til að breyta stefnunni í þessu stóra máli.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun