Þversagnakennd Evrópustefna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. ágúst 2014 08:00 Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur hefur undanfarið skrifað áhugaverðar greinar um Evrópumál í Fréttablaðið. Í einni slíkri sem birtist í gær bendir hún á þversögnina sem felst í því að í svokallaðri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stóreflda hagsmunagæzlu Íslands á vettvangi EES-samningsins, en um leið leggur stjórnarliðið ofuráherzlu á niðurskurð í utanríkisþjónustunni. (Nema þegar kemur að skipan stjórnmálamanna í sendiherrastöður, mætti bæta við.) „Þversögnin verður þeim mun vandræðalegri þegar horft er til þess hversu illa Íslandi gengur að innleiða EES-löggjöf,“ skrifar Jóna. Hún rifjar upp að Ísland stendur sig verst allra EES-ríkjanna í innleiðingu Evrópulöggjafarinnar. Í byrjun marz var sagt frá því að í lok síðasta árs hefði Ísland enn ekki innleitt 3,2 prósent EES-reglna, samkvæmt yfirliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Eins og Jóna bendir á þýðir þetta að íslenzkir borgarar og fyrirtæki búa ekki við sama regluverk og gildir í öðrum ríkjum EES. Dráttur á innleiðingu löggjafar leiðir líka til tímafrekra og kostnaðarsamra málaferla fyrir EFTA-dómstólnum. Stuttu eftir að þessar vondu tölur voru birtar í marz birti ríkisstjórnin „Evrópustefnu“ sína, þar sem sett er fram áætlun um að vinna á innleiðingarhallanum, meðal annars til þess að mannskapur stjórnsýslunnar, sem ætti að vera að gæta að hagsmunum Íslands á upphafsstigum löggjafarferlis Evrópusambandsins, losni úr verkefnum vegna tafa á innleiðingu. Í áætluninni er kveðið á um að á fyrri hluta næsta árs verði „innleiðingarhallinn“ kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu tölum, sem birtust í síðasta mánuði, hefur staðan hins vegar ekki skánað mikið; talan lækkar um 0,1 prósentustig. Í „Evrópustefnunni“ eru fleiri metnaðarfull markmið um að gæta hagsmuna Íslands á fyrri stigum löggjafarferlisins, stórfjölga fundum sem ráðherrar og embættismenn sæki í þágu slíkrar hagsmunagæzlu og efla samráðið við hin EFTA-ríkin. Og þar er líka setning um að utanríkisráðherra muni gera tillögur um hvernig megi „styrkja starf einstakra fagráðuneyta og við sendiráð Íslands í Brussel“. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Undanfarin ár hefur sendiráðið í Brussel verið veikt verulega. Jóna Sólveig bendir á að þar starfi nú aðeins þrír fulltrúar fagráðuneyta. Þeir voru einu sinni sjö til átta. Jóna ber þetta saman við sendiráð Noregs í Brussel, þar sem 30 af 50 starfsmönnum vinna í EES-tengdum málum. Samt er það svo að norsk stjórnvöld telja sig í raun hafa fremur takmörkuð áhrif á löggjöf ESB. Markmið „Evrópustefnu“ ríkisstjórnarinnar hvað EES-samninginn varðar nást ekki nema talsverð vinna, mannskapur og peningar verði sett í málið. Fyrsta verkefnið er að tryggja að Ísland standi sig sem hluti af einsleitu efnahagssvæði þar sem sömu reglur gilda. Í „Evrópustefnunni“ er það réttilega sagt varða „ítrustu hagsmuni“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Önnur þversögn í málinu er þó sú að slíka einsleitni myndu ýmsir stjórnarliðar kalla „aðlögun“ að Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur hefur undanfarið skrifað áhugaverðar greinar um Evrópumál í Fréttablaðið. Í einni slíkri sem birtist í gær bendir hún á þversögnina sem felst í því að í svokallaðri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stóreflda hagsmunagæzlu Íslands á vettvangi EES-samningsins, en um leið leggur stjórnarliðið ofuráherzlu á niðurskurð í utanríkisþjónustunni. (Nema þegar kemur að skipan stjórnmálamanna í sendiherrastöður, mætti bæta við.) „Þversögnin verður þeim mun vandræðalegri þegar horft er til þess hversu illa Íslandi gengur að innleiða EES-löggjöf,“ skrifar Jóna. Hún rifjar upp að Ísland stendur sig verst allra EES-ríkjanna í innleiðingu Evrópulöggjafarinnar. Í byrjun marz var sagt frá því að í lok síðasta árs hefði Ísland enn ekki innleitt 3,2 prósent EES-reglna, samkvæmt yfirliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Eins og Jóna bendir á þýðir þetta að íslenzkir borgarar og fyrirtæki búa ekki við sama regluverk og gildir í öðrum ríkjum EES. Dráttur á innleiðingu löggjafar leiðir líka til tímafrekra og kostnaðarsamra málaferla fyrir EFTA-dómstólnum. Stuttu eftir að þessar vondu tölur voru birtar í marz birti ríkisstjórnin „Evrópustefnu“ sína, þar sem sett er fram áætlun um að vinna á innleiðingarhallanum, meðal annars til þess að mannskapur stjórnsýslunnar, sem ætti að vera að gæta að hagsmunum Íslands á upphafsstigum löggjafarferlis Evrópusambandsins, losni úr verkefnum vegna tafa á innleiðingu. Í áætluninni er kveðið á um að á fyrri hluta næsta árs verði „innleiðingarhallinn“ kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu tölum, sem birtust í síðasta mánuði, hefur staðan hins vegar ekki skánað mikið; talan lækkar um 0,1 prósentustig. Í „Evrópustefnunni“ eru fleiri metnaðarfull markmið um að gæta hagsmuna Íslands á fyrri stigum löggjafarferlisins, stórfjölga fundum sem ráðherrar og embættismenn sæki í þágu slíkrar hagsmunagæzlu og efla samráðið við hin EFTA-ríkin. Og þar er líka setning um að utanríkisráðherra muni gera tillögur um hvernig megi „styrkja starf einstakra fagráðuneyta og við sendiráð Íslands í Brussel“. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Undanfarin ár hefur sendiráðið í Brussel verið veikt verulega. Jóna Sólveig bendir á að þar starfi nú aðeins þrír fulltrúar fagráðuneyta. Þeir voru einu sinni sjö til átta. Jóna ber þetta saman við sendiráð Noregs í Brussel, þar sem 30 af 50 starfsmönnum vinna í EES-tengdum málum. Samt er það svo að norsk stjórnvöld telja sig í raun hafa fremur takmörkuð áhrif á löggjöf ESB. Markmið „Evrópustefnu“ ríkisstjórnarinnar hvað EES-samninginn varðar nást ekki nema talsverð vinna, mannskapur og peningar verði sett í málið. Fyrsta verkefnið er að tryggja að Ísland standi sig sem hluti af einsleitu efnahagssvæði þar sem sömu reglur gilda. Í „Evrópustefnunni“ er það réttilega sagt varða „ítrustu hagsmuni“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Önnur þversögn í málinu er þó sú að slíka einsleitni myndu ýmsir stjórnarliðar kalla „aðlögun“ að Evrópusambandinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun