Sigla ekki nálægt arnarhreiðrum Freyr Bjarnason skrifar 1. ágúst 2014 11:45 Brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum varðar sektum eða fangelsi. Nordicphotos/Getty Ferðaþjónustufyrirtæki sækjast sum hver eftir því við Umhverfisstofnun að fá að sigla nálægt arnarhreiðrum án þess að þeim verði kápan úr því klæðinu. „Það er ekki sjálfgefið að við veitum þessi leyfi enda getur umferð við hreiður haft truflandi áhrif á varpið. Fólk er yfirleitt með góðar græjur í dag og getur tekið myndir úr góðri fjarlægð,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, aðspurður. Á heimasíðu sinni áréttar stofnunin að samkvæmt lögum sé óheimilt frá 15. mars til 15. ágúst að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra nema brýna nauðsyn beri til. Þar kemur fram að frá árinu 2005 hefur Umhverfisstofnun þrívegis samþykkt að siglt sé með ferðamenn að arnarhreiðrum en jafnoft hafnað slíkri beiðni. Örninn er alfriðaður og brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Eitt fyrirtækjanna sem hafa sóst eftir því að komast nálægt arnarhreiðrum, án árangurs, er Sæferðir sem hefur siglt með ferðamenn um Breiðafjörð frá 1986. „Við vorum með leyfi á árum áður en með nýjum herrum hefur það ekki fengist,“ segir Pétur Ágústsson, einn af eigendum Sæferða. „Fyrir þremur árum byrjuðum við að skoða örninn áður en leyfið kom því við vorum svo vissir um að það kæmi. Svo kom það ekki og við fengum bara kæru í staðinn. Hún hefur þvælst í kerfinu síðan og á meðan þýðir ekkert að ræða nein leyfi,“ segir hann. „Okkur finnst ansi hart að vera fyrirtækið sem þeir [Umhverfisstofnun] atast í. Við vitum að það er fjöldi aðila að skoða arnarhreiður. Engir aðrir óska eftir leyfi, þeir bara fara þarna. En við liggjum svolítið vel við höggi því við erum stórir í bransanum og megum ekki við illu umtali.“ Að sögn Péturs voru Sæferðir með leyfi til að skoða arnarhreiður í nokkur ár. „Við fórum þarna í hverri einustu ferð yfir sumartímann og það hafði ekkert að segja gagnvart varpinu. Fuglarnir komu upp ungum og bara vöndust þessu. Ég veit ekki til hvers við erum að vernda örn ef enginn má sjá hann,“ segir hann. „Það er líka hvergi sannað að við höfum orðið til þess að spilla arnarvarpi enda væri það asnaleg hugsun hjá okkur sem erum að lifa á svona fuglaskoðun að ætla sér það.“Beiðnum um myndatökur hefur fjölgað Umhverfisstofnun hefur á síðustu níu árum veitt 67 undanþágur til myndatöku við arnarhreiður en hafnað sex slíkum beiðnum. Þessum beiðnum hefur farið fjölgandi á síðustu árum. „Þetta eru kannski fimm til tíu beiðnir á ári sem við erum að fá,“ segir Ólafur A. Jónsson. „Þetta eru yfirleitt atvinnuljósmyndarar sem hafa áhuga á að ljósmynda erni á hreiðri. Ef við veitum leyfi fylgja þeir leiðbeiningum Náttúrufræðistofnunar um hvar þeir eiga að vera og hvernig þeir eiga að hegða sér.“ Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki sækjast sum hver eftir því við Umhverfisstofnun að fá að sigla nálægt arnarhreiðrum án þess að þeim verði kápan úr því klæðinu. „Það er ekki sjálfgefið að við veitum þessi leyfi enda getur umferð við hreiður haft truflandi áhrif á varpið. Fólk er yfirleitt með góðar græjur í dag og getur tekið myndir úr góðri fjarlægð,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, aðspurður. Á heimasíðu sinni áréttar stofnunin að samkvæmt lögum sé óheimilt frá 15. mars til 15. ágúst að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra nema brýna nauðsyn beri til. Þar kemur fram að frá árinu 2005 hefur Umhverfisstofnun þrívegis samþykkt að siglt sé með ferðamenn að arnarhreiðrum en jafnoft hafnað slíkri beiðni. Örninn er alfriðaður og brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Eitt fyrirtækjanna sem hafa sóst eftir því að komast nálægt arnarhreiðrum, án árangurs, er Sæferðir sem hefur siglt með ferðamenn um Breiðafjörð frá 1986. „Við vorum með leyfi á árum áður en með nýjum herrum hefur það ekki fengist,“ segir Pétur Ágústsson, einn af eigendum Sæferða. „Fyrir þremur árum byrjuðum við að skoða örninn áður en leyfið kom því við vorum svo vissir um að það kæmi. Svo kom það ekki og við fengum bara kæru í staðinn. Hún hefur þvælst í kerfinu síðan og á meðan þýðir ekkert að ræða nein leyfi,“ segir hann. „Okkur finnst ansi hart að vera fyrirtækið sem þeir [Umhverfisstofnun] atast í. Við vitum að það er fjöldi aðila að skoða arnarhreiður. Engir aðrir óska eftir leyfi, þeir bara fara þarna. En við liggjum svolítið vel við höggi því við erum stórir í bransanum og megum ekki við illu umtali.“ Að sögn Péturs voru Sæferðir með leyfi til að skoða arnarhreiður í nokkur ár. „Við fórum þarna í hverri einustu ferð yfir sumartímann og það hafði ekkert að segja gagnvart varpinu. Fuglarnir komu upp ungum og bara vöndust þessu. Ég veit ekki til hvers við erum að vernda örn ef enginn má sjá hann,“ segir hann. „Það er líka hvergi sannað að við höfum orðið til þess að spilla arnarvarpi enda væri það asnaleg hugsun hjá okkur sem erum að lifa á svona fuglaskoðun að ætla sér það.“Beiðnum um myndatökur hefur fjölgað Umhverfisstofnun hefur á síðustu níu árum veitt 67 undanþágur til myndatöku við arnarhreiður en hafnað sex slíkum beiðnum. Þessum beiðnum hefur farið fjölgandi á síðustu árum. „Þetta eru kannski fimm til tíu beiðnir á ári sem við erum að fá,“ segir Ólafur A. Jónsson. „Þetta eru yfirleitt atvinnuljósmyndarar sem hafa áhuga á að ljósmynda erni á hreiðri. Ef við veitum leyfi fylgja þeir leiðbeiningum Náttúrufræðistofnunar um hvar þeir eiga að vera og hvernig þeir eiga að hegða sér.“
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira