Hvað sagði Juncker? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 21. júlí 2014 00:00 Er það ekki svolítið sérkennilegt að svo mikil umræða sem raun ber vitni verði um hvað Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í ræðu sinni í vikunni sem leið? Bið fólk að athuga að ég segi og skrifa um hvað hann sagði en ekki það sem hann sagði. Hann sagði ekkert um að ESB mundi hætta samningaviðræðum um aðild að samstarfinu. Hann sagði einmitt að samningaviðræðum sem eru í gangi yrði haldið áfram (…ongoing negotiations will continue…). Auðvitað er þó ólíklegt að framkvæmdastjórnin eyði miklum tíma á samningafundum ef hún er ein á fundunum eins og blasir við í samningaviðræðum við okkur. Eins og við öll vitum ætlar ríkisstjórnin ekki að gera út neinn mannskap til að sitja slíka fundi af okkar hálfu. Evrópusambandið ætlar hins vegar ekki að taka ómakið af utanríkisráðherranum og ríkisstjórninni að slíta þann þráð sem þegar hefur verið spunninn í aðildarviðræðum. Það er engu sjálfhætt í þeim efnum eins og Gunnar Bragi lætur liggja að. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt að þráðurinn verði ekki tekinn aftur upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannski er umræðan eins og hún er vegna þess að undanfarið hefur færst í vöxt að stjórnmálamenn gefi yfirlýsingar sem þeir vilja síðan lítið kannast við, eða að minnsta kosti túlka á annan veg en orðanna hljóðan. Á Austurvelli voru yfirlýsingar stjórnmálamanna spilaðar viku eftir viku til að rifja upp hvað sagt var í kosningabaráttinni fyrir meira en ári. En það var reyndar áður en okkur var tilkynnt að ummæli í kosningabaráttu væru bara til þess brúks, og hefðu ella enga þýðingu. Gjaldeyrishöft hafa nú verið hér á landi í bráðum sex ár. Það er áríðandi að sem mestur friður verði um hvernig þau verða afnumin, þó ólíklegt megi telja að um það náist fullkomin sátt. Þess vegna er áríðandi að ekki verði klippt á línuna til Evrópusambandsins nema að áætlun liggi fyrir um afnám haftanna. Við getum haft mismunandi skoðanir á aðild að Evrópusambandinu, en það má ekki fækka leiðunum sem hugsanlegar eru til afnáms haftanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Er það ekki svolítið sérkennilegt að svo mikil umræða sem raun ber vitni verði um hvað Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í ræðu sinni í vikunni sem leið? Bið fólk að athuga að ég segi og skrifa um hvað hann sagði en ekki það sem hann sagði. Hann sagði ekkert um að ESB mundi hætta samningaviðræðum um aðild að samstarfinu. Hann sagði einmitt að samningaviðræðum sem eru í gangi yrði haldið áfram (…ongoing negotiations will continue…). Auðvitað er þó ólíklegt að framkvæmdastjórnin eyði miklum tíma á samningafundum ef hún er ein á fundunum eins og blasir við í samningaviðræðum við okkur. Eins og við öll vitum ætlar ríkisstjórnin ekki að gera út neinn mannskap til að sitja slíka fundi af okkar hálfu. Evrópusambandið ætlar hins vegar ekki að taka ómakið af utanríkisráðherranum og ríkisstjórninni að slíta þann þráð sem þegar hefur verið spunninn í aðildarviðræðum. Það er engu sjálfhætt í þeim efnum eins og Gunnar Bragi lætur liggja að. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt að þráðurinn verði ekki tekinn aftur upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannski er umræðan eins og hún er vegna þess að undanfarið hefur færst í vöxt að stjórnmálamenn gefi yfirlýsingar sem þeir vilja síðan lítið kannast við, eða að minnsta kosti túlka á annan veg en orðanna hljóðan. Á Austurvelli voru yfirlýsingar stjórnmálamanna spilaðar viku eftir viku til að rifja upp hvað sagt var í kosningabaráttinni fyrir meira en ári. En það var reyndar áður en okkur var tilkynnt að ummæli í kosningabaráttu væru bara til þess brúks, og hefðu ella enga þýðingu. Gjaldeyrishöft hafa nú verið hér á landi í bráðum sex ár. Það er áríðandi að sem mestur friður verði um hvernig þau verða afnumin, þó ólíklegt megi telja að um það náist fullkomin sátt. Þess vegna er áríðandi að ekki verði klippt á línuna til Evrópusambandsins nema að áætlun liggi fyrir um afnám haftanna. Við getum haft mismunandi skoðanir á aðild að Evrópusambandinu, en það má ekki fækka leiðunum sem hugsanlegar eru til afnáms haftanna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun