Það þarf að verða til heimshreyfing Svavar Gestsson skrifar 17. júlí 2014 07:00 Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis 1948 hafði Ísland það hlutverk að mæla fyrir tillögunni um viðurkenninguna. Það gerði þáverandi sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Áratugum saman þar á eftir stóð Ísland þétt með Ísraelsríki; annað kom ekki til greina hér á landi. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur viðurkenndi Palestínuríki stjórnskipulega á síðasta kjörtímabili, 15. júlí 2011, var það rökrétt næsta skref eftir stofnun Ísraelsríkis og í afstöðu Íslands fólst að viðurkennd væru landamæri Palestínu og Ísraels eins og þau voru 1967. Um 130 ríki höfðu viðurkennt Palestínu sem ríki áður en Ísland tók þessa ákvörðun. En ákvörðun Íslands hafði sérstaka þýðingu því Ísland var fyrsta „vestræna lýðræðisríkið“ sem ákvað að viðurkenna Palestínuríki. Það gat ríkisstjórnin gert af því að utanríkisráðherrann hafði kjark til þess, Össur Skarphéðinsson, og af því að samstarfsflokkur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, studdi viðurkenninguna fyrirvaralaust. Það gerði ekki samstarfsflokkur Samfylkingarinnar 2007-2009. Reyndar má geta þess að þegar Össur Skarphéðinsson lagði fram þingsályktunartillögu um viðurkenningu á Palestínu stóðu allir flokkar, utan Sjálfstæðisflokks, að nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar sem mælti með samþykkt tillögunnar. Bæði núverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra áttu þá sæti í nefndinni og stóðu að samþykkt hennar. Þannig ber Ísland mikla pólitíska ábyrgð á þeim málum sem hafa birst okkur á sjónvarpsskjáunum undanfarnar vikur. Þess vegna ætti Ísland að beita sér sérstaklega og skörulega í Palestínumálunum gegn morðum og ofbeldi Ísraelsstjórnar; vel að merkja ekki allra Ísraela.Fjármagnar ódæðið Fyrir nokkrum árum gegndi höfundur þessarar greinar starfi sendiherra Íslands gagnvart Ísrael. Það var einkar fróðlegur tími. Það gerði ég í fyrsta lagi með mikilli ánægju vegna þess að ég tók í arf þá afstöðu að standa með Ísraelsríki. Sú afstaða var sennilega og er óraunsæ en ábyrgð okkar er ekki minni fyrir vikið. Hún er meiri. Og hvað er þá til ráða? Margt. En það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir því að það er Bandaríkjastjórn sem ber fremur en allar aðrar ríkisstjórnir heimsins ábyrgð á því ástandi sem nú er í gangi í Palestínu. Það er vegna þess að Bandaríkjastjórn styður Ísrael og fjármagnar ódæði Ísraelsstjórnar. Nú þarf að verða til heimshreyfing allra ríkja sem aldrei lætur neitt tækifæri ónotað til að reyna að tala um fyrir Bandaríkjastjórn. Getur Ísland eitthvað gert? Já. Ísland getur beitt sér fyrir því að þessi heimshreyfing verði til, hreyfing sem hefur það markmið að knýja Bandaríkjamenn til að láta af stuðningi við Ísrael. Jafnframt þarf að koma á alþjóðlegu friðargæsluliði sem fylgist með hverju fótmáli í nýjum friðaráætlunum sem hefur það að markmiði að tvö ríki megi þróast friðsamlega hlið við hlið, Ísrael og Palestína. Það friðargæslulið gæti þurft að vera á staðnum í áratugi; en það er allt að vinna. Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, hefur staðið sig skörulega í Úkraínumálum. Hann ætti því ásamt utanríkismálanefnd Alþingis að taka forystu fyrir hreyfingu sem stöðvar mannvígastefnu Ísraelsstjórnar. Strax. Ég er viss um að þjóðin stæði með utanríkisráðherra í þessu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis 1948 hafði Ísland það hlutverk að mæla fyrir tillögunni um viðurkenninguna. Það gerði þáverandi sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Áratugum saman þar á eftir stóð Ísland þétt með Ísraelsríki; annað kom ekki til greina hér á landi. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur viðurkenndi Palestínuríki stjórnskipulega á síðasta kjörtímabili, 15. júlí 2011, var það rökrétt næsta skref eftir stofnun Ísraelsríkis og í afstöðu Íslands fólst að viðurkennd væru landamæri Palestínu og Ísraels eins og þau voru 1967. Um 130 ríki höfðu viðurkennt Palestínu sem ríki áður en Ísland tók þessa ákvörðun. En ákvörðun Íslands hafði sérstaka þýðingu því Ísland var fyrsta „vestræna lýðræðisríkið“ sem ákvað að viðurkenna Palestínuríki. Það gat ríkisstjórnin gert af því að utanríkisráðherrann hafði kjark til þess, Össur Skarphéðinsson, og af því að samstarfsflokkur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, studdi viðurkenninguna fyrirvaralaust. Það gerði ekki samstarfsflokkur Samfylkingarinnar 2007-2009. Reyndar má geta þess að þegar Össur Skarphéðinsson lagði fram þingsályktunartillögu um viðurkenningu á Palestínu stóðu allir flokkar, utan Sjálfstæðisflokks, að nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar sem mælti með samþykkt tillögunnar. Bæði núverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra áttu þá sæti í nefndinni og stóðu að samþykkt hennar. Þannig ber Ísland mikla pólitíska ábyrgð á þeim málum sem hafa birst okkur á sjónvarpsskjáunum undanfarnar vikur. Þess vegna ætti Ísland að beita sér sérstaklega og skörulega í Palestínumálunum gegn morðum og ofbeldi Ísraelsstjórnar; vel að merkja ekki allra Ísraela.Fjármagnar ódæðið Fyrir nokkrum árum gegndi höfundur þessarar greinar starfi sendiherra Íslands gagnvart Ísrael. Það var einkar fróðlegur tími. Það gerði ég í fyrsta lagi með mikilli ánægju vegna þess að ég tók í arf þá afstöðu að standa með Ísraelsríki. Sú afstaða var sennilega og er óraunsæ en ábyrgð okkar er ekki minni fyrir vikið. Hún er meiri. Og hvað er þá til ráða? Margt. En það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir því að það er Bandaríkjastjórn sem ber fremur en allar aðrar ríkisstjórnir heimsins ábyrgð á því ástandi sem nú er í gangi í Palestínu. Það er vegna þess að Bandaríkjastjórn styður Ísrael og fjármagnar ódæði Ísraelsstjórnar. Nú þarf að verða til heimshreyfing allra ríkja sem aldrei lætur neitt tækifæri ónotað til að reyna að tala um fyrir Bandaríkjastjórn. Getur Ísland eitthvað gert? Já. Ísland getur beitt sér fyrir því að þessi heimshreyfing verði til, hreyfing sem hefur það markmið að knýja Bandaríkjamenn til að láta af stuðningi við Ísrael. Jafnframt þarf að koma á alþjóðlegu friðargæsluliði sem fylgist með hverju fótmáli í nýjum friðaráætlunum sem hefur það að markmiði að tvö ríki megi þróast friðsamlega hlið við hlið, Ísrael og Palestína. Það friðargæslulið gæti þurft að vera á staðnum í áratugi; en það er allt að vinna. Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, hefur staðið sig skörulega í Úkraínumálum. Hann ætti því ásamt utanríkismálanefnd Alþingis að taka forystu fyrir hreyfingu sem stöðvar mannvígastefnu Ísraelsstjórnar. Strax. Ég er viss um að þjóðin stæði með utanríkisráðherra í þessu efni.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun