Prófessor í útúrsnúningi Steinþór Skúlason skrifar 4. júlí 2014 07:00 Vegna greinar Ólafs Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskólann, í Fréttablaðinu 3. júlí þar sem hann leggur út frá grein þar sem vitnað var í undirritaðan er rétt að eftirfarandi komi fram. Bændasamtökin gerðu fyrir nokkrum árum samning við ríkisvaldið um að hluti af stuðningi við sauðfjárrækt væri færður úr beingreiðslum yfir í svokallað gæðastýringarálag. Markmiðið var að stuðla að betri búskaparháttum og betri ímynd sauðfjárræktar. Fram hefur komið að um 93% framleiðslunnar uppfylla þær kröfur sem gerðar eru og hefur því tekist mjög vel til að sveigja framleiðsluna að þessum kröfum. Það er Bændasamtakanna að svara fyrir það hvort kröfur gæðastýringar gangi nógu langt í atriðum sem lúta að landvernd eða öðru. Engin beiðni hefur komið fram frá Landssamtökum sauðfjárbænda eða Markaðsráði kindakjöts til Landssamtaka sláturleyfishafa um sérmerkingar vegna gæðastýringar og slíkri beiðni því ekki verið hafnað.Einstaklingsmerkt Undirritaður var spurður um það hvort þetta kjöt væri aðgreint frá öðru kjöti í sláturhúsum landsins. Það hefur ekki verið gert í neinu sláturhúsi svo kunnugt sé. Allt kjöt er einstaklingsmerkt framleiðanda í sláturhúsum svo það er vel framkvæmanlegt að aðskilja þessi 7% sem ekki eru undir gæðastýringu frá öðru kjöti. Það væri þá gert á grundvelli búskaparhátta en ekki þess að vara utan gæðastýringa sé verri í kjöteiginleikum. Kjötmat og eftirlit dýralækna tryggja þau gæði varanna. Það er fráleitt hjá prófessornum og útúrsnúningur að sá tortryggni um gæði hluta lambakjötsframleiðslunnar og gefa í skyn að verið sé að „troða“ lakari vöru í neytendur. Hann á að vita betur. Það er einnig útúrsnúningur að leggja út frá hugsanlegum merkingum. Að sjálfsögðu yrði engin vara merkt „Ekki gæðastýrð“ heldur 93% vörunnar merkt „Gæðastýrð“. Aukinn áhugi almennings á því hvernig vörur verða til er mjög af hinu góða og ber að fagna. Íslenskur landbúnaður byggir á fjölskyldubúum sem eru í góðri sátt við umhverfið og styrkleiki okkar landbúnaðar í samanburði við verksmiðjubúskap víða erlendis. Það er svo í besta falli afar ósmekklegt að prófessorinn í lok greinar sinnar leggi út frá eigin útúrsnúningi og dylgi um slæm viðhorf annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna greinar Ólafs Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskólann, í Fréttablaðinu 3. júlí þar sem hann leggur út frá grein þar sem vitnað var í undirritaðan er rétt að eftirfarandi komi fram. Bændasamtökin gerðu fyrir nokkrum árum samning við ríkisvaldið um að hluti af stuðningi við sauðfjárrækt væri færður úr beingreiðslum yfir í svokallað gæðastýringarálag. Markmiðið var að stuðla að betri búskaparháttum og betri ímynd sauðfjárræktar. Fram hefur komið að um 93% framleiðslunnar uppfylla þær kröfur sem gerðar eru og hefur því tekist mjög vel til að sveigja framleiðsluna að þessum kröfum. Það er Bændasamtakanna að svara fyrir það hvort kröfur gæðastýringar gangi nógu langt í atriðum sem lúta að landvernd eða öðru. Engin beiðni hefur komið fram frá Landssamtökum sauðfjárbænda eða Markaðsráði kindakjöts til Landssamtaka sláturleyfishafa um sérmerkingar vegna gæðastýringar og slíkri beiðni því ekki verið hafnað.Einstaklingsmerkt Undirritaður var spurður um það hvort þetta kjöt væri aðgreint frá öðru kjöti í sláturhúsum landsins. Það hefur ekki verið gert í neinu sláturhúsi svo kunnugt sé. Allt kjöt er einstaklingsmerkt framleiðanda í sláturhúsum svo það er vel framkvæmanlegt að aðskilja þessi 7% sem ekki eru undir gæðastýringu frá öðru kjöti. Það væri þá gert á grundvelli búskaparhátta en ekki þess að vara utan gæðastýringa sé verri í kjöteiginleikum. Kjötmat og eftirlit dýralækna tryggja þau gæði varanna. Það er fráleitt hjá prófessornum og útúrsnúningur að sá tortryggni um gæði hluta lambakjötsframleiðslunnar og gefa í skyn að verið sé að „troða“ lakari vöru í neytendur. Hann á að vita betur. Það er einnig útúrsnúningur að leggja út frá hugsanlegum merkingum. Að sjálfsögðu yrði engin vara merkt „Ekki gæðastýrð“ heldur 93% vörunnar merkt „Gæðastýrð“. Aukinn áhugi almennings á því hvernig vörur verða til er mjög af hinu góða og ber að fagna. Íslenskur landbúnaður byggir á fjölskyldubúum sem eru í góðri sátt við umhverfið og styrkleiki okkar landbúnaðar í samanburði við verksmiðjubúskap víða erlendis. Það er svo í besta falli afar ósmekklegt að prófessorinn í lok greinar sinnar leggi út frá eigin útúrsnúningi og dylgi um slæm viðhorf annarra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar