Græjustríð nútímaforeldris Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. júlí 2014 13:00 Ídag er leikskólagöngu frumburðarins lokið. Ofangreind tímamót fóru verr í undirritaða en sex ára stúlkuna sem yppti bara öxlum þegar móðirin fór með dramatíska ræðu í upphafi síðasta dagsins. „Þú ferð sko aldrei aftur í leikskóla. Bara aldrei aftur. Þetta er mjög merkilegur dagur,“ tíundaði ég með hnút í maganum við stóru stelpuna sem hlakkaði bara til að fara í frí enda fullviss um að þá mætti blessuð sólin á svæðið. Það þarf eitthvað að bregðast við þeim vonbrigðum, en það er önnur saga. Hnúturinn í maganum á móðurinni er ekki síst vegna þess að nú tekur við nýr kafli hjá okkur foreldrunum. Nýr kafli í uppeldinu. Nú taka við útivistarleyfi, skipulagðar íþróttaæfingar með tilheyrandi skutli, tónlistarnám, lyklar um hálsinn og vinaheimsóknir eftir skóla. Skóladagheimili og heimalærdómur. Skólaferðalög, stílabækur og pennaveski. Allt í einu virðist líka svo stutt í diskótekin (sem eru pottþétt kölluð eitthvað annað í dag) og ferminguna. Unglingsaldurinn þar sem ekkert er heilagt og foreldrarnir verða allt í einu síðasta sort. Já, það er fróðlegur tími fram undan og eins og gott að halda vel á spöðunum. Eins og það sé nú ekki nógur hausverkur hef ég fengið veður af því að nútímauppeldi snúist einna helst um stríð við græjur. Stríð við síma, iPoda og iPada. Stríð við öpp, samfélagsmiðla og sjálfsmyndir. Vinafólk mitt var að setja barnið sitt í símabann, ástæðan var appið AskFm. Appið snýst um að skrá sig til leiks og spyrja ókunnuga spurninga og fá svör. Það er víst aðalmálið þessa dagana hjá unglingum sem auðvitað sjá ekki hversu brenglað þetta hljómar. Þau voru í bullandi vandræðum og langaði helst að dusta rykið af gamla Nokia 5110. Farsíminn sem á að vera öryggistæki fyrir börnin hefur snúist upp í andhverfu sína. Blessaða snjallsímavæðingin. Sem betur fer eru nokkur ár í þetta allt saman hjá mér og verð ég bara að krossa fingur í þeirri von að þá verði gamli góði Nokia-síminn orðinn retró, það verður meira töff að vera ekki á samfélagsmiðlum, Snapchat og Facebook verða farin á hausinn og „selfie“-æðið dautt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ídag er leikskólagöngu frumburðarins lokið. Ofangreind tímamót fóru verr í undirritaða en sex ára stúlkuna sem yppti bara öxlum þegar móðirin fór með dramatíska ræðu í upphafi síðasta dagsins. „Þú ferð sko aldrei aftur í leikskóla. Bara aldrei aftur. Þetta er mjög merkilegur dagur,“ tíundaði ég með hnút í maganum við stóru stelpuna sem hlakkaði bara til að fara í frí enda fullviss um að þá mætti blessuð sólin á svæðið. Það þarf eitthvað að bregðast við þeim vonbrigðum, en það er önnur saga. Hnúturinn í maganum á móðurinni er ekki síst vegna þess að nú tekur við nýr kafli hjá okkur foreldrunum. Nýr kafli í uppeldinu. Nú taka við útivistarleyfi, skipulagðar íþróttaæfingar með tilheyrandi skutli, tónlistarnám, lyklar um hálsinn og vinaheimsóknir eftir skóla. Skóladagheimili og heimalærdómur. Skólaferðalög, stílabækur og pennaveski. Allt í einu virðist líka svo stutt í diskótekin (sem eru pottþétt kölluð eitthvað annað í dag) og ferminguna. Unglingsaldurinn þar sem ekkert er heilagt og foreldrarnir verða allt í einu síðasta sort. Já, það er fróðlegur tími fram undan og eins og gott að halda vel á spöðunum. Eins og það sé nú ekki nógur hausverkur hef ég fengið veður af því að nútímauppeldi snúist einna helst um stríð við græjur. Stríð við síma, iPoda og iPada. Stríð við öpp, samfélagsmiðla og sjálfsmyndir. Vinafólk mitt var að setja barnið sitt í símabann, ástæðan var appið AskFm. Appið snýst um að skrá sig til leiks og spyrja ókunnuga spurninga og fá svör. Það er víst aðalmálið þessa dagana hjá unglingum sem auðvitað sjá ekki hversu brenglað þetta hljómar. Þau voru í bullandi vandræðum og langaði helst að dusta rykið af gamla Nokia 5110. Farsíminn sem á að vera öryggistæki fyrir börnin hefur snúist upp í andhverfu sína. Blessaða snjallsímavæðingin. Sem betur fer eru nokkur ár í þetta allt saman hjá mér og verð ég bara að krossa fingur í þeirri von að þá verði gamli góði Nokia-síminn orðinn retró, það verður meira töff að vera ekki á samfélagsmiðlum, Snapchat og Facebook verða farin á hausinn og „selfie“-æðið dautt.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar