Græjustríð nútímaforeldris Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. júlí 2014 13:00 Ídag er leikskólagöngu frumburðarins lokið. Ofangreind tímamót fóru verr í undirritaða en sex ára stúlkuna sem yppti bara öxlum þegar móðirin fór með dramatíska ræðu í upphafi síðasta dagsins. „Þú ferð sko aldrei aftur í leikskóla. Bara aldrei aftur. Þetta er mjög merkilegur dagur,“ tíundaði ég með hnút í maganum við stóru stelpuna sem hlakkaði bara til að fara í frí enda fullviss um að þá mætti blessuð sólin á svæðið. Það þarf eitthvað að bregðast við þeim vonbrigðum, en það er önnur saga. Hnúturinn í maganum á móðurinni er ekki síst vegna þess að nú tekur við nýr kafli hjá okkur foreldrunum. Nýr kafli í uppeldinu. Nú taka við útivistarleyfi, skipulagðar íþróttaæfingar með tilheyrandi skutli, tónlistarnám, lyklar um hálsinn og vinaheimsóknir eftir skóla. Skóladagheimili og heimalærdómur. Skólaferðalög, stílabækur og pennaveski. Allt í einu virðist líka svo stutt í diskótekin (sem eru pottþétt kölluð eitthvað annað í dag) og ferminguna. Unglingsaldurinn þar sem ekkert er heilagt og foreldrarnir verða allt í einu síðasta sort. Já, það er fróðlegur tími fram undan og eins og gott að halda vel á spöðunum. Eins og það sé nú ekki nógur hausverkur hef ég fengið veður af því að nútímauppeldi snúist einna helst um stríð við græjur. Stríð við síma, iPoda og iPada. Stríð við öpp, samfélagsmiðla og sjálfsmyndir. Vinafólk mitt var að setja barnið sitt í símabann, ástæðan var appið AskFm. Appið snýst um að skrá sig til leiks og spyrja ókunnuga spurninga og fá svör. Það er víst aðalmálið þessa dagana hjá unglingum sem auðvitað sjá ekki hversu brenglað þetta hljómar. Þau voru í bullandi vandræðum og langaði helst að dusta rykið af gamla Nokia 5110. Farsíminn sem á að vera öryggistæki fyrir börnin hefur snúist upp í andhverfu sína. Blessaða snjallsímavæðingin. Sem betur fer eru nokkur ár í þetta allt saman hjá mér og verð ég bara að krossa fingur í þeirri von að þá verði gamli góði Nokia-síminn orðinn retró, það verður meira töff að vera ekki á samfélagsmiðlum, Snapchat og Facebook verða farin á hausinn og „selfie“-æðið dautt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ídag er leikskólagöngu frumburðarins lokið. Ofangreind tímamót fóru verr í undirritaða en sex ára stúlkuna sem yppti bara öxlum þegar móðirin fór með dramatíska ræðu í upphafi síðasta dagsins. „Þú ferð sko aldrei aftur í leikskóla. Bara aldrei aftur. Þetta er mjög merkilegur dagur,“ tíundaði ég með hnút í maganum við stóru stelpuna sem hlakkaði bara til að fara í frí enda fullviss um að þá mætti blessuð sólin á svæðið. Það þarf eitthvað að bregðast við þeim vonbrigðum, en það er önnur saga. Hnúturinn í maganum á móðurinni er ekki síst vegna þess að nú tekur við nýr kafli hjá okkur foreldrunum. Nýr kafli í uppeldinu. Nú taka við útivistarleyfi, skipulagðar íþróttaæfingar með tilheyrandi skutli, tónlistarnám, lyklar um hálsinn og vinaheimsóknir eftir skóla. Skóladagheimili og heimalærdómur. Skólaferðalög, stílabækur og pennaveski. Allt í einu virðist líka svo stutt í diskótekin (sem eru pottþétt kölluð eitthvað annað í dag) og ferminguna. Unglingsaldurinn þar sem ekkert er heilagt og foreldrarnir verða allt í einu síðasta sort. Já, það er fróðlegur tími fram undan og eins og gott að halda vel á spöðunum. Eins og það sé nú ekki nógur hausverkur hef ég fengið veður af því að nútímauppeldi snúist einna helst um stríð við græjur. Stríð við síma, iPoda og iPada. Stríð við öpp, samfélagsmiðla og sjálfsmyndir. Vinafólk mitt var að setja barnið sitt í símabann, ástæðan var appið AskFm. Appið snýst um að skrá sig til leiks og spyrja ókunnuga spurninga og fá svör. Það er víst aðalmálið þessa dagana hjá unglingum sem auðvitað sjá ekki hversu brenglað þetta hljómar. Þau voru í bullandi vandræðum og langaði helst að dusta rykið af gamla Nokia 5110. Farsíminn sem á að vera öryggistæki fyrir börnin hefur snúist upp í andhverfu sína. Blessaða snjallsímavæðingin. Sem betur fer eru nokkur ár í þetta allt saman hjá mér og verð ég bara að krossa fingur í þeirri von að þá verði gamli góði Nokia-síminn orðinn retró, það verður meira töff að vera ekki á samfélagsmiðlum, Snapchat og Facebook verða farin á hausinn og „selfie“-æðið dautt.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun